Fjölmiðlamálið reynir á Framsókn 12. júlí 2004 00:01 Forysta Framsóknarflokksins segir að fjölmiðlamálið reyni á flokkinn. Hún gefur ekki mikið fyrir gagnrýni oddvita flokksins í Reykjavíkurlistanum og formaður flokksins segir honum frjálst eins og öðrum að gagnrýna flokkinn. Slíkt sé þó ekki endilega vísbending um að eitthvað sé að í flokknum. Þingflokkur Framsóknar fundaði í dag í skugga skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem staðsetur flokkinn sem minnsta flokk landsins. Í kjölfar hennar gagnrýndi Alfreð Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn, forystu flokksins sem hann segir fylgja Sjálfstæðisflokknum í blindni og hlusti ekki á almenna flokksmenn Framsóknar. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir málfrelsi vera í flokknum og að forystan sé ekki alltaf ánægð með gagnrýni en hún verði að sjálfsögðu að þola hana. Halldór segir niðurstöðu skoðanakönnunarinnar og gagnrýni innan flokksins ekki endilega vera vísbendingu um að eitthvað sé bogið í flokknum.Hann segir neikvæða umræðu hafa t.d. verið um álverið á Reyðarfirði fyrir nokkrum árum en reyndin sé önnur núna. Hafi flokkurinn látið stjórnast af skoðanakönnunum á sínum tíma hefði ekki neitt orðið úr neinu í því máli. Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir það vekja athygli að á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á dögunum, þar sem hafi ríkt mikil eindrægni og einlægni, hafi Alfreð Þorsteinsson setið en ekki tekið til máls. Hann segir málið hins vegar reyna á flokkinn. Fleiri þingmenn Framsóknar bentu fréttamanni á þögn Alfreðs á miðstjórnarfundinum. Einn kom honum þó til varnar og sagði þögn Alfreðs þar hafa verið afar eðlilega. Á þeim tímapunkti hafi bæði formaður flokksins og varaformaður verið búnir að lýsa því yfir að málið yrði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þær raddir heyrast nú innan þingflokksins að mikill titringur sé í þeirra röðum vegna útreiðarinnar í skoðanakönnun helgarinnar og gagnrýni Alfreðs Þorsteinssonar og að á næstu dögum komi í ljós hvort gagnrýni fleiri áhrifamanna hafi áhrif á framvindu og örlög fjölmiðlafrumvarpsins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira
Forysta Framsóknarflokksins segir að fjölmiðlamálið reyni á flokkinn. Hún gefur ekki mikið fyrir gagnrýni oddvita flokksins í Reykjavíkurlistanum og formaður flokksins segir honum frjálst eins og öðrum að gagnrýna flokkinn. Slíkt sé þó ekki endilega vísbending um að eitthvað sé að í flokknum. Þingflokkur Framsóknar fundaði í dag í skugga skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem staðsetur flokkinn sem minnsta flokk landsins. Í kjölfar hennar gagnrýndi Alfreð Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn, forystu flokksins sem hann segir fylgja Sjálfstæðisflokknum í blindni og hlusti ekki á almenna flokksmenn Framsóknar. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir málfrelsi vera í flokknum og að forystan sé ekki alltaf ánægð með gagnrýni en hún verði að sjálfsögðu að þola hana. Halldór segir niðurstöðu skoðanakönnunarinnar og gagnrýni innan flokksins ekki endilega vera vísbendingu um að eitthvað sé bogið í flokknum.Hann segir neikvæða umræðu hafa t.d. verið um álverið á Reyðarfirði fyrir nokkrum árum en reyndin sé önnur núna. Hafi flokkurinn látið stjórnast af skoðanakönnunum á sínum tíma hefði ekki neitt orðið úr neinu í því máli. Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir það vekja athygli að á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á dögunum, þar sem hafi ríkt mikil eindrægni og einlægni, hafi Alfreð Þorsteinsson setið en ekki tekið til máls. Hann segir málið hins vegar reyna á flokkinn. Fleiri þingmenn Framsóknar bentu fréttamanni á þögn Alfreðs á miðstjórnarfundinum. Einn kom honum þó til varnar og sagði þögn Alfreðs þar hafa verið afar eðlilega. Á þeim tímapunkti hafi bæði formaður flokksins og varaformaður verið búnir að lýsa því yfir að málið yrði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þær raddir heyrast nú innan þingflokksins að mikill titringur sé í þeirra röðum vegna útreiðarinnar í skoðanakönnun helgarinnar og gagnrýni Alfreðs Þorsteinssonar og að á næstu dögum komi í ljós hvort gagnrýni fleiri áhrifamanna hafi áhrif á framvindu og örlög fjölmiðlafrumvarpsins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira