Unglingar fundu fjölda hasspípa 18. júní 2004 00:01 Unglingar og leiðbeinendur hjá vinnuskóla Reykjavíkur hafa fundið fjölda af hasspípum á svæði austan við Rauðavatn. Krakkarnir hafa unnið í rúma viku að því að hreinsa svæðið og gera göngustíga. "Fyrsta daginn sem við komum hingað sá ég tvær hasspípur um leið og ég steig út úr rútunni. Það hefur ekkert verið gert til að reyna að fela þetta. Sums staðar höfum við fundið fimm til sex stykki saman í hrúgu," segir Hjördís Sigurðardóttir, leiðbeinandi hjá Vinnuskóla Reykjavíkur. Hjördís segir álpappír vera úti um allt. Þá hafa líka fundist sígarettur sem tóbakið hefur verið tekið úr. Þau hafa ekki fundið nein fíkniefni á svæðinu en öll tæki og tól til neyslu. Sérstaklega hafi fundist mikið af hasspípum eftir síðustu helgi. Hún segir að þau hafi misst töluna á pípunum þegar þær voru orðnar fleiri en 30. Hjördís segir alla leiðbeinendur fara á vikunámskeið hjá vinnuskólanum áður en vinna hefst með krökkunum. Þar hafi meðal annars verið lögð áhersla á hvernig skuli bregðast við hlutum sem þessum. "Fyrst reyndum við að leyna þessu fyrir krökkunum en þau vita öll af þessu. Nánast hafa þau öll fundið hasspípu. Við undirbúum krakkana og brýnum fyrir þeim að þetta sé langt frá því að vera eðlilegt," segir Hjördís. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir neyslustaði sem þessa ekki vera óþekkt fyrirbæri. Yfirleitt séu þeir á nokkuð afskekktum stöðum skammt frá byggð. Talið er að helst séu neytendurnir unglingar sem hafi ekki í önnur hús að venda. Ásgeir segir fólk duglegt að láta lögregluna vita af stöðum sem þessum. Lögreglan skynji að almenningur sé á móti fíkniefnum og tilbúinn að láta lögregluna vita ef þeirra verður vart. Fréttir Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Unglingar og leiðbeinendur hjá vinnuskóla Reykjavíkur hafa fundið fjölda af hasspípum á svæði austan við Rauðavatn. Krakkarnir hafa unnið í rúma viku að því að hreinsa svæðið og gera göngustíga. "Fyrsta daginn sem við komum hingað sá ég tvær hasspípur um leið og ég steig út úr rútunni. Það hefur ekkert verið gert til að reyna að fela þetta. Sums staðar höfum við fundið fimm til sex stykki saman í hrúgu," segir Hjördís Sigurðardóttir, leiðbeinandi hjá Vinnuskóla Reykjavíkur. Hjördís segir álpappír vera úti um allt. Þá hafa líka fundist sígarettur sem tóbakið hefur verið tekið úr. Þau hafa ekki fundið nein fíkniefni á svæðinu en öll tæki og tól til neyslu. Sérstaklega hafi fundist mikið af hasspípum eftir síðustu helgi. Hún segir að þau hafi misst töluna á pípunum þegar þær voru orðnar fleiri en 30. Hjördís segir alla leiðbeinendur fara á vikunámskeið hjá vinnuskólanum áður en vinna hefst með krökkunum. Þar hafi meðal annars verið lögð áhersla á hvernig skuli bregðast við hlutum sem þessum. "Fyrst reyndum við að leyna þessu fyrir krökkunum en þau vita öll af þessu. Nánast hafa þau öll fundið hasspípu. Við undirbúum krakkana og brýnum fyrir þeim að þetta sé langt frá því að vera eðlilegt," segir Hjördís. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir neyslustaði sem þessa ekki vera óþekkt fyrirbæri. Yfirleitt séu þeir á nokkuð afskekktum stöðum skammt frá byggð. Talið er að helst séu neytendurnir unglingar sem hafi ekki í önnur hús að venda. Ásgeir segir fólk duglegt að láta lögregluna vita af stöðum sem þessum. Lögreglan skynji að almenningur sé á móti fíkniefnum og tilbúinn að láta lögregluna vita ef þeirra verður vart.
Fréttir Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira