Grillar allt árið um kring 18. júní 2004 00:01 "Að grilla er alls ekki ósvipað því að semja tónlist, reyndar eru langflest tónskáld sem ég þekki mjög góðir kokkar almennt," segir Kolbeinn Einarsson, tónskáld og markaðsstjóri Margmiðlunar. "Ferlið hefst auðvitað með því að fara út í búð og sjá hvað er fallegasta og besta hráefnið þann daginn. Það er auðvitað mjög árstíðabundið, sérstaklega hvað varðar grænmeti og ávexti. Svo semur maður eitthvað bragðgott úr því sem maður velur sér," segir Kolbeinn. "Það hefur skapast sú hefð hjá mér að grilla um áramót en ég byrjaði á því í rómantískum vetrarferðum með konunni minni þar sem við fórum tvö út úr bænum eftir jólin með góðan mat, vín og jólabækurnar í farteskinu. Um áramótin grillaði ég yfirleitt nautalundir en síðustu ár hef ég snúið mér að lambinu," segir Kolbeinn en hann velur sér lambafillet með fiturönd úr Gallerí Kjöti og segir hann það erfitt að klikka með því úrvals hráefni sem þar fæst. "Þetta krydda ég með leynilegri kryddblöndu og ber fram með bakaðri kartöflu og spínatsalati. Kartöflurnar eru bakaðar inni í ofni en væri í sjálfu sér hægt að taka þær á grillinu líka, en það verður að gefa þeim góðan tíma. Síðustu tvö ár hef ég borið fram með þessu rifsberja Hagalín, sem er sósa sem vinur minn Stefán Hrafn á heiðurinn af." Kolbeinn segist grilla í hvaða veðri sem er, það þurfi bara smá skjól. Vindinum hættir til að feykja burt heita loftinu og kæla um of á meðan verið er að grilla. Þegar verið er að grilla kjöt skiptir miklu máli að loka því fyrst með háum hita og taka hann svo niður og jafnvel loka grillinu til þess að eldamennskan verði sem jöfnust. Þá er mikilvægt að færa kjötið til hliðar en ekki hafa það beint yfir gasinu. "Það er dauðasynd að eyðileggja gott hráefni með því að elda það svo mikið að það sé ekki nothæft til neins nema skógerðar," segir Kolbeinn. <B>Áramótalamb tónskáldsins með Hagalínsósu<P> lambafillet með fiturönd frá Gallerí Kjöti lambakjötskryddblanda Jónasar Þórs (fæst í Gallerí Kjöti) bökunarkartöflur Þrífið kartöflurnar, stingið í þær með gafli ótal göt allan hringinn og stráið yfir þær salti. Setjið þær inn í ofn á grind. Ekki setja þær í álpappír því þá soðna þær bara. Forkryddið kjötið og látið það vera í klukkustund eða lengur í ísskáp. Grillið kjötið og kryddið lítið eitt á meðan. Salat fersk spínatblöð tómatar ristuð sólblómafræ balsamedik, hvítlaukur og ólífuolía hendið hráefninu saman í skál. Hrærið saman ediki, hvítlauk og olíu og setjið yfir salatið rétt áður en það er borið fram. Hagalínsósa 1 gráðaostur rifsberjahlaup, eftir smekk 1 peli rjómi Gráðaosturinn og rjóminn settur í pott og hrært saman. Rifsberjahlaup sett út í. Matur Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Að grilla er alls ekki ósvipað því að semja tónlist, reyndar eru langflest tónskáld sem ég þekki mjög góðir kokkar almennt," segir Kolbeinn Einarsson, tónskáld og markaðsstjóri Margmiðlunar. "Ferlið hefst auðvitað með því að fara út í búð og sjá hvað er fallegasta og besta hráefnið þann daginn. Það er auðvitað mjög árstíðabundið, sérstaklega hvað varðar grænmeti og ávexti. Svo semur maður eitthvað bragðgott úr því sem maður velur sér," segir Kolbeinn. "Það hefur skapast sú hefð hjá mér að grilla um áramót en ég byrjaði á því í rómantískum vetrarferðum með konunni minni þar sem við fórum tvö út úr bænum eftir jólin með góðan mat, vín og jólabækurnar í farteskinu. Um áramótin grillaði ég yfirleitt nautalundir en síðustu ár hef ég snúið mér að lambinu," segir Kolbeinn en hann velur sér lambafillet með fiturönd úr Gallerí Kjöti og segir hann það erfitt að klikka með því úrvals hráefni sem þar fæst. "Þetta krydda ég með leynilegri kryddblöndu og ber fram með bakaðri kartöflu og spínatsalati. Kartöflurnar eru bakaðar inni í ofni en væri í sjálfu sér hægt að taka þær á grillinu líka, en það verður að gefa þeim góðan tíma. Síðustu tvö ár hef ég borið fram með þessu rifsberja Hagalín, sem er sósa sem vinur minn Stefán Hrafn á heiðurinn af." Kolbeinn segist grilla í hvaða veðri sem er, það þurfi bara smá skjól. Vindinum hættir til að feykja burt heita loftinu og kæla um of á meðan verið er að grilla. Þegar verið er að grilla kjöt skiptir miklu máli að loka því fyrst með háum hita og taka hann svo niður og jafnvel loka grillinu til þess að eldamennskan verði sem jöfnust. Þá er mikilvægt að færa kjötið til hliðar en ekki hafa það beint yfir gasinu. "Það er dauðasynd að eyðileggja gott hráefni með því að elda það svo mikið að það sé ekki nothæft til neins nema skógerðar," segir Kolbeinn. <B>Áramótalamb tónskáldsins með Hagalínsósu<P> lambafillet með fiturönd frá Gallerí Kjöti lambakjötskryddblanda Jónasar Þórs (fæst í Gallerí Kjöti) bökunarkartöflur Þrífið kartöflurnar, stingið í þær með gafli ótal göt allan hringinn og stráið yfir þær salti. Setjið þær inn í ofn á grind. Ekki setja þær í álpappír því þá soðna þær bara. Forkryddið kjötið og látið það vera í klukkustund eða lengur í ísskáp. Grillið kjötið og kryddið lítið eitt á meðan. Salat fersk spínatblöð tómatar ristuð sólblómafræ balsamedik, hvítlaukur og ólífuolía hendið hráefninu saman í skál. Hrærið saman ediki, hvítlauk og olíu og setjið yfir salatið rétt áður en það er borið fram. Hagalínsósa 1 gráðaostur rifsberjahlaup, eftir smekk 1 peli rjómi Gráðaosturinn og rjóminn settur í pott og hrært saman. Rifsberjahlaup sett út í.
Matur Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira