Hátt eftirlitsgjald veldur óánægju 18. júní 2004 00:01 "Auðvitað erum við byrjaðir að undirbúa á fullu nýtt umhverfi eftir að lögin taka gildi," sagði Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala, spurður um undirbúning stjórnar félagsins á gildistöku nýrra laga um fasteignasölur sem taka gildi 1. október næstkomandi. Björn kvaðst ekki vilja tjá sig við fjölmiðla um í hverju undirbúningurinn væri fólginn. Með nýju lögunum verður komið á skylduaðild fasteignasala að FF. Björn Þorri sagði að gróflega áætlað mætti gera ráð fyrir að um 110 fasteignasölur og útibú væru í landinu. Þá kvaðst hann giska á að 30-40 fasteignasölur væru í félaginu. Um 150 löggiltir fasteignasalar væru í landinu, en 75 fasteignasalar væru í félaginu. Um nýja eftirlitsnefnd með víðtæka heimild til að fylgjast með störfum fasteignasala sagði Björn Þorri mikilvægt að í hana veldust góðir og framsýnir menn. Of mikið hefði verið gert úr valdasviði nefndarinnar í fjölmiðlum. "Það hefur verið fullyrt að þessi nefnd geti vaðið inn án samþykkis. Það stenst ekki," sagði hann. Rekstur nefndarinnar verður fjármagnaður með árlegu eftirlitsgjaldi sem nemur 100 þúsund krónum á hvern fasteignasala. "Það þykir mörgum hátt, enda er það hátt," sagði Björn Þorri. "Eitt af því sem stendur í mönnum þegar sett er af stað ný stofnun er hver eigi að borga kostnaðinn. Niðurstaðan varð sú að greinin skyldi borga það sjálf. Ég er ekki að segja að sátt hafi verið um það. Krafan frá mörgum félagsmönnum var sú að ríkið borgaði þetta eftirlit. Mönnum finnst líka að það sé svolítið verið að skjóta rjúpu með fallbyssu hvað þetta eftirlit varðar, því nefndin á meðal annars að hafa eftirlit með bókhaldi og reikningsskilum, sem er í rauninni ekki hennar hlutverk. Hún ætti fyrst og fremst að horfa til þeirra þátta sem lúta að faglegum atriðum í fasteignaviðskiptum, því almennt skattaeftirlit hlýtur að hafa eftirlit með bókhaldi og öðru þess háttar," sagði Björn Þorri, sem sagði fasteignasala í það heila ánægða með nýju lögin, sem þeir byndu miklar vonir við, svo og það regluvirki sem þau hefðu í för með sér. Fréttir Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
"Auðvitað erum við byrjaðir að undirbúa á fullu nýtt umhverfi eftir að lögin taka gildi," sagði Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala, spurður um undirbúning stjórnar félagsins á gildistöku nýrra laga um fasteignasölur sem taka gildi 1. október næstkomandi. Björn kvaðst ekki vilja tjá sig við fjölmiðla um í hverju undirbúningurinn væri fólginn. Með nýju lögunum verður komið á skylduaðild fasteignasala að FF. Björn Þorri sagði að gróflega áætlað mætti gera ráð fyrir að um 110 fasteignasölur og útibú væru í landinu. Þá kvaðst hann giska á að 30-40 fasteignasölur væru í félaginu. Um 150 löggiltir fasteignasalar væru í landinu, en 75 fasteignasalar væru í félaginu. Um nýja eftirlitsnefnd með víðtæka heimild til að fylgjast með störfum fasteignasala sagði Björn Þorri mikilvægt að í hana veldust góðir og framsýnir menn. Of mikið hefði verið gert úr valdasviði nefndarinnar í fjölmiðlum. "Það hefur verið fullyrt að þessi nefnd geti vaðið inn án samþykkis. Það stenst ekki," sagði hann. Rekstur nefndarinnar verður fjármagnaður með árlegu eftirlitsgjaldi sem nemur 100 þúsund krónum á hvern fasteignasala. "Það þykir mörgum hátt, enda er það hátt," sagði Björn Þorri. "Eitt af því sem stendur í mönnum þegar sett er af stað ný stofnun er hver eigi að borga kostnaðinn. Niðurstaðan varð sú að greinin skyldi borga það sjálf. Ég er ekki að segja að sátt hafi verið um það. Krafan frá mörgum félagsmönnum var sú að ríkið borgaði þetta eftirlit. Mönnum finnst líka að það sé svolítið verið að skjóta rjúpu með fallbyssu hvað þetta eftirlit varðar, því nefndin á meðal annars að hafa eftirlit með bókhaldi og reikningsskilum, sem er í rauninni ekki hennar hlutverk. Hún ætti fyrst og fremst að horfa til þeirra þátta sem lúta að faglegum atriðum í fasteignaviðskiptum, því almennt skattaeftirlit hlýtur að hafa eftirlit með bókhaldi og öðru þess háttar," sagði Björn Þorri, sem sagði fasteignasala í það heila ánægða með nýju lögin, sem þeir byndu miklar vonir við, svo og það regluvirki sem þau hefðu í för með sér.
Fréttir Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira