Hátt eftirlitsgjald veldur óánægju 18. júní 2004 00:01 "Auðvitað erum við byrjaðir að undirbúa á fullu nýtt umhverfi eftir að lögin taka gildi," sagði Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala, spurður um undirbúning stjórnar félagsins á gildistöku nýrra laga um fasteignasölur sem taka gildi 1. október næstkomandi. Björn kvaðst ekki vilja tjá sig við fjölmiðla um í hverju undirbúningurinn væri fólginn. Með nýju lögunum verður komið á skylduaðild fasteignasala að FF. Björn Þorri sagði að gróflega áætlað mætti gera ráð fyrir að um 110 fasteignasölur og útibú væru í landinu. Þá kvaðst hann giska á að 30-40 fasteignasölur væru í félaginu. Um 150 löggiltir fasteignasalar væru í landinu, en 75 fasteignasalar væru í félaginu. Um nýja eftirlitsnefnd með víðtæka heimild til að fylgjast með störfum fasteignasala sagði Björn Þorri mikilvægt að í hana veldust góðir og framsýnir menn. Of mikið hefði verið gert úr valdasviði nefndarinnar í fjölmiðlum. "Það hefur verið fullyrt að þessi nefnd geti vaðið inn án samþykkis. Það stenst ekki," sagði hann. Rekstur nefndarinnar verður fjármagnaður með árlegu eftirlitsgjaldi sem nemur 100 þúsund krónum á hvern fasteignasala. "Það þykir mörgum hátt, enda er það hátt," sagði Björn Þorri. "Eitt af því sem stendur í mönnum þegar sett er af stað ný stofnun er hver eigi að borga kostnaðinn. Niðurstaðan varð sú að greinin skyldi borga það sjálf. Ég er ekki að segja að sátt hafi verið um það. Krafan frá mörgum félagsmönnum var sú að ríkið borgaði þetta eftirlit. Mönnum finnst líka að það sé svolítið verið að skjóta rjúpu með fallbyssu hvað þetta eftirlit varðar, því nefndin á meðal annars að hafa eftirlit með bókhaldi og reikningsskilum, sem er í rauninni ekki hennar hlutverk. Hún ætti fyrst og fremst að horfa til þeirra þátta sem lúta að faglegum atriðum í fasteignaviðskiptum, því almennt skattaeftirlit hlýtur að hafa eftirlit með bókhaldi og öðru þess háttar," sagði Björn Þorri, sem sagði fasteignasala í það heila ánægða með nýju lögin, sem þeir byndu miklar vonir við, svo og það regluvirki sem þau hefðu í för með sér. Fréttir Innlent Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Sjá meira
"Auðvitað erum við byrjaðir að undirbúa á fullu nýtt umhverfi eftir að lögin taka gildi," sagði Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala, spurður um undirbúning stjórnar félagsins á gildistöku nýrra laga um fasteignasölur sem taka gildi 1. október næstkomandi. Björn kvaðst ekki vilja tjá sig við fjölmiðla um í hverju undirbúningurinn væri fólginn. Með nýju lögunum verður komið á skylduaðild fasteignasala að FF. Björn Þorri sagði að gróflega áætlað mætti gera ráð fyrir að um 110 fasteignasölur og útibú væru í landinu. Þá kvaðst hann giska á að 30-40 fasteignasölur væru í félaginu. Um 150 löggiltir fasteignasalar væru í landinu, en 75 fasteignasalar væru í félaginu. Um nýja eftirlitsnefnd með víðtæka heimild til að fylgjast með störfum fasteignasala sagði Björn Þorri mikilvægt að í hana veldust góðir og framsýnir menn. Of mikið hefði verið gert úr valdasviði nefndarinnar í fjölmiðlum. "Það hefur verið fullyrt að þessi nefnd geti vaðið inn án samþykkis. Það stenst ekki," sagði hann. Rekstur nefndarinnar verður fjármagnaður með árlegu eftirlitsgjaldi sem nemur 100 þúsund krónum á hvern fasteignasala. "Það þykir mörgum hátt, enda er það hátt," sagði Björn Þorri. "Eitt af því sem stendur í mönnum þegar sett er af stað ný stofnun er hver eigi að borga kostnaðinn. Niðurstaðan varð sú að greinin skyldi borga það sjálf. Ég er ekki að segja að sátt hafi verið um það. Krafan frá mörgum félagsmönnum var sú að ríkið borgaði þetta eftirlit. Mönnum finnst líka að það sé svolítið verið að skjóta rjúpu með fallbyssu hvað þetta eftirlit varðar, því nefndin á meðal annars að hafa eftirlit með bókhaldi og reikningsskilum, sem er í rauninni ekki hennar hlutverk. Hún ætti fyrst og fremst að horfa til þeirra þátta sem lúta að faglegum atriðum í fasteignaviðskiptum, því almennt skattaeftirlit hlýtur að hafa eftirlit með bókhaldi og öðru þess háttar," sagði Björn Þorri, sem sagði fasteignasala í það heila ánægða með nýju lögin, sem þeir byndu miklar vonir við, svo og það regluvirki sem þau hefðu í för með sér.
Fréttir Innlent Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent