Enginn fundur fyrr en eftir helgi 16. júlí 2004 00:01 Stjórnarflokkarnir hafa ekki náð samkomulagi um afdrif fjölmiðlafrumvarpsins. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í allsherjarnefnd Alþingis mótmæla því harðlega að fundum í nefndinni skuli hafa verið frestað fram yfir helgi. Eftir að fundi í allsherjarnefnd var slitið í gær krafðist stjórnarandstaðan þess að fundum í nefndinni yrði framhaldið strax í dag. Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar boðaði hins vegar næsta fund á mánudaginn klukkan 10. Stjórnarandstaðan er afar ósátt við þennan gang mála. Nú var að ljúka fundi stjórnarandstæðinga í nefndinni og mótmæla þeir harðlega vinnubrögðum meirihlutans. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir að áform og fyrirætlanir formanns nefndarinnar, um fundarhald og afgreiðslu mála, hafi ekki staðist. Hann segir að nefndinni hafi ekkert verið að vandbúnaði að klára vinnuna á miðvikudagskvöld eða fyrir hádegi á fimmtudag. Steingrímur segir áform hafa verið um það af hálfu formannsins að fundur yrði haldinn í allsherjarnefnd í dag en svo tilkynni Davíð Oddssyni forsætisráðherra, í beinni útsendingu fjölmiðla, að ekki verði fundur í nefndinni fyrr en eftir helgi, „... bókstaflega ekkert liggi á í málinu og talar jafnvel um 7-10 daga í viðbót. Þetta er komið út í hreint ábyrgðarleysi og er að okkar dómi vítavert í ljósi þeirrar skyldu sem hvílir á Alþingi að vinna þessi mál hratt og markvisst,“ segir Steingrímur. Hann vísar í þessu sambandi einnig í stjórnarskrána og segir Alþingi núna eiga að vera að undirbúa þá kosningu sem eigi að fara fram, þ.e. þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Aðspurður hvort ekki liggi fyrir að meirihlutinn vilji ekki láta kosninguna fara fram segir Steingrímur að Alþingi hafi ekki tekið neina ákvörðun um það. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar sér ekki ástæðu til að nefndin hittist í dag. Hann segist hafa gert grein fyrir því á fundi hennar í gær að hann myndi boða til fundar í dag ef hann teldi gagn af því. Bjarni segist svo hafa metið stöðuna þannig seinni partinn í gær að ekki væri ástæða til að funda í dag. Aðspurður hvort ekki sé það mikið að tala um að ástæða sé til að funda í dag segir Bjarni svo ekki vera. Hann sjái meiri skynsemi í því að vinna málið áfram, fara dýpra ofan í þau gögn og upplýsingar sem menn hafi undir höndum, yfir helgina og hittast á mánudag. Spurður hvort meirihluti nefndarinnar sé að bíða eftir því hvað Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson segi honum að gera segir Bjarni að nefndarmenn séu að leggja mat á þær leiðir sem komi til greina og honum finnist „fullkomlega eðlilegt að það taki par dag að komast að endanlegri niðurstöðu í þessu máli. En það virðist mjög erfitt að gera stjórnarandstöðunni til geðs. Í vor fannst henni við alltof fljótir en núna erum við alltof lengi að því er mér sýnist,“ segir Bjarni. Hann vill ekki fullyrða hvort málið verði afgreitt úr nefndinni á mánudag. Steingrímur J. Sigfússon segir að ekki sé hægt að bera saman umfjöllun um fjölmiðlafrumvarpið í vor og vinnu allsherjarnefndar núna. Nú sé ekki verið að tala um efnisinnihald fjölmiðlafrumvarpsins heldur um viðbrögð Alþingis við ákvörðun forseta Íslands að senda fjölmiðlalögin frá því í vor í þjóðaratkvæðagreiðslu. Steingrímur segir allsherjarnefnd vera núna að einbeita sér að hinum stóru stjórnskipunarlegu álitamálum og hann telur niðurstöðuna í því liggja fyrir og því sé nefndinni ekkert að vandbúnaði að afgreiða málið inn til Alþingis svo það geti tekið sína ákvörðun. Hann segir að ekki eigi að gera það að gamni sínu að tefja málið um daga vikur, m.a. með tilliti til fjölskyldna þingmanna. Formenn stjórnarflokkanna, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, hittust í gær til að leysa þann ágreining sem upp er kominn á milli flokkanna um afdrif fjölmiðlafrumvarpsins. Þeir freista þess að ná sátt í málinu um helgina en þeir segja stjórnarsamstarfið ekki í hættu. Þó er ljóst að enn er mikill ágreiningur á milli flokkanna þar sem fjöldi framsóknarmanna vill að fjölmiðlafrumvarpið verði dregið til baka en sjálfstæðismenn hafa ekki viljað ljá máls á því. Nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins eru enn þeirrar skoðunar að heppilegast sé að draga fjölmiðlalögin til baka og hefja smíði nýs frumvarps í haust. Heimildir fréttastofu úr röðum framsóknarmanna herma að nú sé ekki meirihluti fyrir því á Alþingi að setja ný fjölmiðlalög. Hvort það breytist í viðræðum á milli stjórnarflokkanna um helgina er svo önnur saga. Ekki var ríkisstjórnarfundur í dag, einsog venja er á föstudögum þegar þing stendur yfir, enda er forsætisráðherra fjarverandi. Hægt er að hlusta á viðtöl við Steingrím J. Sigfússon og Bjarna Benediktsson úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Sjá meira
Stjórnarflokkarnir hafa ekki náð samkomulagi um afdrif fjölmiðlafrumvarpsins. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í allsherjarnefnd Alþingis mótmæla því harðlega að fundum í nefndinni skuli hafa verið frestað fram yfir helgi. Eftir að fundi í allsherjarnefnd var slitið í gær krafðist stjórnarandstaðan þess að fundum í nefndinni yrði framhaldið strax í dag. Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar boðaði hins vegar næsta fund á mánudaginn klukkan 10. Stjórnarandstaðan er afar ósátt við þennan gang mála. Nú var að ljúka fundi stjórnarandstæðinga í nefndinni og mótmæla þeir harðlega vinnubrögðum meirihlutans. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir að áform og fyrirætlanir formanns nefndarinnar, um fundarhald og afgreiðslu mála, hafi ekki staðist. Hann segir að nefndinni hafi ekkert verið að vandbúnaði að klára vinnuna á miðvikudagskvöld eða fyrir hádegi á fimmtudag. Steingrímur segir áform hafa verið um það af hálfu formannsins að fundur yrði haldinn í allsherjarnefnd í dag en svo tilkynni Davíð Oddssyni forsætisráðherra, í beinni útsendingu fjölmiðla, að ekki verði fundur í nefndinni fyrr en eftir helgi, „... bókstaflega ekkert liggi á í málinu og talar jafnvel um 7-10 daga í viðbót. Þetta er komið út í hreint ábyrgðarleysi og er að okkar dómi vítavert í ljósi þeirrar skyldu sem hvílir á Alþingi að vinna þessi mál hratt og markvisst,“ segir Steingrímur. Hann vísar í þessu sambandi einnig í stjórnarskrána og segir Alþingi núna eiga að vera að undirbúa þá kosningu sem eigi að fara fram, þ.e. þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Aðspurður hvort ekki liggi fyrir að meirihlutinn vilji ekki láta kosninguna fara fram segir Steingrímur að Alþingi hafi ekki tekið neina ákvörðun um það. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar sér ekki ástæðu til að nefndin hittist í dag. Hann segist hafa gert grein fyrir því á fundi hennar í gær að hann myndi boða til fundar í dag ef hann teldi gagn af því. Bjarni segist svo hafa metið stöðuna þannig seinni partinn í gær að ekki væri ástæða til að funda í dag. Aðspurður hvort ekki sé það mikið að tala um að ástæða sé til að funda í dag segir Bjarni svo ekki vera. Hann sjái meiri skynsemi í því að vinna málið áfram, fara dýpra ofan í þau gögn og upplýsingar sem menn hafi undir höndum, yfir helgina og hittast á mánudag. Spurður hvort meirihluti nefndarinnar sé að bíða eftir því hvað Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson segi honum að gera segir Bjarni að nefndarmenn séu að leggja mat á þær leiðir sem komi til greina og honum finnist „fullkomlega eðlilegt að það taki par dag að komast að endanlegri niðurstöðu í þessu máli. En það virðist mjög erfitt að gera stjórnarandstöðunni til geðs. Í vor fannst henni við alltof fljótir en núna erum við alltof lengi að því er mér sýnist,“ segir Bjarni. Hann vill ekki fullyrða hvort málið verði afgreitt úr nefndinni á mánudag. Steingrímur J. Sigfússon segir að ekki sé hægt að bera saman umfjöllun um fjölmiðlafrumvarpið í vor og vinnu allsherjarnefndar núna. Nú sé ekki verið að tala um efnisinnihald fjölmiðlafrumvarpsins heldur um viðbrögð Alþingis við ákvörðun forseta Íslands að senda fjölmiðlalögin frá því í vor í þjóðaratkvæðagreiðslu. Steingrímur segir allsherjarnefnd vera núna að einbeita sér að hinum stóru stjórnskipunarlegu álitamálum og hann telur niðurstöðuna í því liggja fyrir og því sé nefndinni ekkert að vandbúnaði að afgreiða málið inn til Alþingis svo það geti tekið sína ákvörðun. Hann segir að ekki eigi að gera það að gamni sínu að tefja málið um daga vikur, m.a. með tilliti til fjölskyldna þingmanna. Formenn stjórnarflokkanna, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, hittust í gær til að leysa þann ágreining sem upp er kominn á milli flokkanna um afdrif fjölmiðlafrumvarpsins. Þeir freista þess að ná sátt í málinu um helgina en þeir segja stjórnarsamstarfið ekki í hættu. Þó er ljóst að enn er mikill ágreiningur á milli flokkanna þar sem fjöldi framsóknarmanna vill að fjölmiðlafrumvarpið verði dregið til baka en sjálfstæðismenn hafa ekki viljað ljá máls á því. Nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins eru enn þeirrar skoðunar að heppilegast sé að draga fjölmiðlalögin til baka og hefja smíði nýs frumvarps í haust. Heimildir fréttastofu úr röðum framsóknarmanna herma að nú sé ekki meirihluti fyrir því á Alþingi að setja ný fjölmiðlalög. Hvort það breytist í viðræðum á milli stjórnarflokkanna um helgina er svo önnur saga. Ekki var ríkisstjórnarfundur í dag, einsog venja er á föstudögum þegar þing stendur yfir, enda er forsætisráðherra fjarverandi. Hægt er að hlusta á viðtöl við Steingrím J. Sigfússon og Bjarna Benediktsson úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Sjá meira