Játar að hafa slegið Danann 14. nóvember 2004 00:01 Tæplega þrítugur Skoti, búsettur hér á landi, hefur játað að hafa slegið danska hermanninn Flemming Tolstrup höfuðhöggi á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík aðfaranótt laugardags. Daninn missti meðvitund við höggið og lést skömmu síðar. Skotinn var látinn laus klukkan hálf þrjú í gær en hann hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag. Karl Hermannsson, yfirlögregluþjónn í Keflavík, segir atburði ljósa að öðru leyti en því að dánarorsök liggur ekki fyrir. Hann segir framburði Skotans bera saman við frásögn annarra vitna. "Við teljum upplýst hvernig þetta atvikaðist og ekki er þörf á að rannsaka það frekar," segir Karl. Aðspurður segir Karl svo virðast sem Skotinn hafi slegið Danann einu sinni. Krufning verður gerð í dag. Vitni hafa verið yfirheyrð. Þau sögðu Skotann hafa slegið Flemming einu höggi í höfuðið. Þegar það gerðist stóðu þeir við bar veitingastaðarins. Eftir höggið gekk Skotinn út af staðnum. Flemming var á veitingastaðnum ásamt tveimur félögum sínum úr danska hernum. Lögreglan handtók Skotann skömmu síðar á heimili hans í Keflavík og var hann talsvert ölvaður. Samkvæmt heimildum blaðsins er talið að afbrýðisemi hafi truflað Skotann, en vitni segja danska hermanninn hafa gert sér dælt við unnustu Skotans. Flemming var hér á landi ásamt sex félögum sínum úr danska hernum. Að sögn Lise Lotte Hafsteinsson, aðstoðarræðismanns Dana hér á landi, fóru hermennirnir heim í gær, degi síðar en til stóð, með viðkomu á Grænlandi en þangað var ferðinni heitið. Lise segir hlutverk sendiráðsins að hlúa að félögum Flemmings, sem fengu áfallahjálp. Þá hafi sendiráðið látið danska utanríkisráðuneytið vita af voveiflegum dauða Flemmings. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Tæplega þrítugur Skoti, búsettur hér á landi, hefur játað að hafa slegið danska hermanninn Flemming Tolstrup höfuðhöggi á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík aðfaranótt laugardags. Daninn missti meðvitund við höggið og lést skömmu síðar. Skotinn var látinn laus klukkan hálf þrjú í gær en hann hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag. Karl Hermannsson, yfirlögregluþjónn í Keflavík, segir atburði ljósa að öðru leyti en því að dánarorsök liggur ekki fyrir. Hann segir framburði Skotans bera saman við frásögn annarra vitna. "Við teljum upplýst hvernig þetta atvikaðist og ekki er þörf á að rannsaka það frekar," segir Karl. Aðspurður segir Karl svo virðast sem Skotinn hafi slegið Danann einu sinni. Krufning verður gerð í dag. Vitni hafa verið yfirheyrð. Þau sögðu Skotann hafa slegið Flemming einu höggi í höfuðið. Þegar það gerðist stóðu þeir við bar veitingastaðarins. Eftir höggið gekk Skotinn út af staðnum. Flemming var á veitingastaðnum ásamt tveimur félögum sínum úr danska hernum. Lögreglan handtók Skotann skömmu síðar á heimili hans í Keflavík og var hann talsvert ölvaður. Samkvæmt heimildum blaðsins er talið að afbrýðisemi hafi truflað Skotann, en vitni segja danska hermanninn hafa gert sér dælt við unnustu Skotans. Flemming var hér á landi ásamt sex félögum sínum úr danska hernum. Að sögn Lise Lotte Hafsteinsson, aðstoðarræðismanns Dana hér á landi, fóru hermennirnir heim í gær, degi síðar en til stóð, með viðkomu á Grænlandi en þangað var ferðinni heitið. Lise segir hlutverk sendiráðsins að hlúa að félögum Flemmings, sem fengu áfallahjálp. Þá hafi sendiráðið látið danska utanríkisráðuneytið vita af voveiflegum dauða Flemmings.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira