Játar að hafa slegið Danann 14. nóvember 2004 00:01 Tæplega þrítugur Skoti, búsettur hér á landi, hefur játað að hafa slegið danska hermanninn Flemming Tolstrup höfuðhöggi á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík aðfaranótt laugardags. Daninn missti meðvitund við höggið og lést skömmu síðar. Skotinn var látinn laus klukkan hálf þrjú í gær en hann hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag. Karl Hermannsson, yfirlögregluþjónn í Keflavík, segir atburði ljósa að öðru leyti en því að dánarorsök liggur ekki fyrir. Hann segir framburði Skotans bera saman við frásögn annarra vitna. "Við teljum upplýst hvernig þetta atvikaðist og ekki er þörf á að rannsaka það frekar," segir Karl. Aðspurður segir Karl svo virðast sem Skotinn hafi slegið Danann einu sinni. Krufning verður gerð í dag. Vitni hafa verið yfirheyrð. Þau sögðu Skotann hafa slegið Flemming einu höggi í höfuðið. Þegar það gerðist stóðu þeir við bar veitingastaðarins. Eftir höggið gekk Skotinn út af staðnum. Flemming var á veitingastaðnum ásamt tveimur félögum sínum úr danska hernum. Lögreglan handtók Skotann skömmu síðar á heimili hans í Keflavík og var hann talsvert ölvaður. Samkvæmt heimildum blaðsins er talið að afbrýðisemi hafi truflað Skotann, en vitni segja danska hermanninn hafa gert sér dælt við unnustu Skotans. Flemming var hér á landi ásamt sex félögum sínum úr danska hernum. Að sögn Lise Lotte Hafsteinsson, aðstoðarræðismanns Dana hér á landi, fóru hermennirnir heim í gær, degi síðar en til stóð, með viðkomu á Grænlandi en þangað var ferðinni heitið. Lise segir hlutverk sendiráðsins að hlúa að félögum Flemmings, sem fengu áfallahjálp. Þá hafi sendiráðið látið danska utanríkisráðuneytið vita af voveiflegum dauða Flemmings. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Tæplega þrítugur Skoti, búsettur hér á landi, hefur játað að hafa slegið danska hermanninn Flemming Tolstrup höfuðhöggi á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík aðfaranótt laugardags. Daninn missti meðvitund við höggið og lést skömmu síðar. Skotinn var látinn laus klukkan hálf þrjú í gær en hann hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag. Karl Hermannsson, yfirlögregluþjónn í Keflavík, segir atburði ljósa að öðru leyti en því að dánarorsök liggur ekki fyrir. Hann segir framburði Skotans bera saman við frásögn annarra vitna. "Við teljum upplýst hvernig þetta atvikaðist og ekki er þörf á að rannsaka það frekar," segir Karl. Aðspurður segir Karl svo virðast sem Skotinn hafi slegið Danann einu sinni. Krufning verður gerð í dag. Vitni hafa verið yfirheyrð. Þau sögðu Skotann hafa slegið Flemming einu höggi í höfuðið. Þegar það gerðist stóðu þeir við bar veitingastaðarins. Eftir höggið gekk Skotinn út af staðnum. Flemming var á veitingastaðnum ásamt tveimur félögum sínum úr danska hernum. Lögreglan handtók Skotann skömmu síðar á heimili hans í Keflavík og var hann talsvert ölvaður. Samkvæmt heimildum blaðsins er talið að afbrýðisemi hafi truflað Skotann, en vitni segja danska hermanninn hafa gert sér dælt við unnustu Skotans. Flemming var hér á landi ásamt sex félögum sínum úr danska hernum. Að sögn Lise Lotte Hafsteinsson, aðstoðarræðismanns Dana hér á landi, fóru hermennirnir heim í gær, degi síðar en til stóð, með viðkomu á Grænlandi en þangað var ferðinni heitið. Lise segir hlutverk sendiráðsins að hlúa að félögum Flemmings, sem fengu áfallahjálp. Þá hafi sendiráðið látið danska utanríkisráðuneytið vita af voveiflegum dauða Flemmings.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira