Innlent

Fundur klukkan átta í kvöld

Samninganefndir kennara og viðsemjenda þeirra munu koma saman í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan átta í kvöld. Á fundinum ætla kennarar að krefjast þess að fá eingreiðslu upp á 130 þúsund krónur og fara fram á að laun þeirra hækki nú þegar um 5,5 prósent eins og launanefnd sveitarfélaganna hafði fallist á í miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Þetta er útspil kennara í kvöld og það sem þeir telja byrjunarreit. Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambandsins telur að náist samningar um þetta geti skólastarf hafist með eðlilegum hætti á morgun. Hann segir ekkert um það hvað muni gerast fallist samninganefnd sveitarfélaganna ekki á kröfur kennara.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×