Innlent

34 íslenskir sendiherrar

Þrjátíu og fjórir sendiherrar eru í dag starfandi í þjónustu íslenska ríkisins, tuttugu erlendis og fjórtán á Íslandi. Í þessum hópi eru tvær konur og eru þær báðar starfandi á Íslandi eftir að Tómas Ingi Olrich tók við sendiherrastöðunni í París af Sigríði Snævarr sem nú starfar að undirbúningi að fyrirhuguðu framboði Íslendinga til Öryggisráðsins. Sigurjón Þórðarson þingmaður Frjálslynda flokksins spurðist fyrir um fjölda sendiherra og starfsvið þeirra. Samkvæmt svarinu námu útgjöld íslenska ríkisins vegna launa sendiherra í september tæplega tuttugu og níu og hálfri milljón króna, og ferðakostnaður vegna þeirra í þessum sama mánuði nam þremur komma einni milljón króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×