Fjárlögin samþykkt á Alþingi 4. desember 2004 00:01 Fjárlög næsta árs voru samþykkt sem lög frá Alþingi í dag. Reiknað er með 10 milljarða rekstrarafgangi á fjárlögum. Halldór Ásgrímsson vildi fyrir sjö árum að Mannréttindaskrifstofan fengi fé beint frá Alþingi en flokksmenn hans felldu slíka tillögu í dag ásamt þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Þriðju umræðu um fjárlög var framhaldið í morgun. Fulltrúar meiri- og minnihlutans tjáðu sig um fjárlögin í upphafi þingfundar. Einar Már Sigurðarson Samfylkingunni sagði að svo virtist sem enn ætti að halda áfram blekkingarleiknum, þrátt fyrir að í gær hafi komið ný þjóðhagsspá frá Seðlabankanum sem sýndi fram á að forsendur fjárlaganna væru nær allar brostnar Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, sagði hins vegar að í frumvarpinu endurspeglaðist sterk og góð staða ríkissjóðs. Framundan væri aukinn hagvöxtur og aukinn kaupmáttur almennings. „Niðurstaða frumvarpsins er góður tekjuafgangur upp á um tíu miljarða króna sem er mun betri árangur en þekkist í flestum okkar samanburðarlanda,“ sagði Magnús. Breytingartillögur stjórnarandstöðunnar voru síðan allar felldar ein á eftir annarri, en hæst reis umræðan um tillögu allra þingmanna stjórnarandstöðunnar um að Mannréttindaskrifstofu Íslands yrði tryggð áfram fjárframlög frá Alþingi, en í fjárlagafrumvarpinu var ekki gert ráð fyrir framlagi til skrifstofunnar. Meirihluti stjórnarandstöðunnar gerði grein fyrir atkvæði sínu. Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingunni sagði eitthvað rotið í innviðum þess stjórnkerfis sem ekki vill styðja við bakið á starfsemi sjálfstæðrar mannréttindaskrifstofu. Kolbrún Halldórsdóttir Vinstri - grænum sagðist ekki sjá betur en að eitthvað væri rotið við afstöðu ríkisstjórnarinnar til mannréttindamála almennt. Lúðvík Bergvinsson Samfylkingunni sagði að fyrir nokkrum árum hafi formaður Framsóknarflokksins og núverandi forsætsiráðherra, Halldór Ásgrímsson, ritað minnisblað til ríkisstjórnarinnar þar sem hann taldi að til þess að tryggja sjálfstæði Mannréttindaskrifstofu yrðu framlög að koma beint frá Alþingi; það gengi ekki að þau kæmu frá einhverju tilteknu ráðuneyti. Björgvin G. Sigurðsson Samfylkingunnni spurði hvort Framsóknarflokkurinn ætlaði að taka þátt í aðför Sjálfstæðisflokksins að Mannréttindaskrifstofu Íslands Framsóknarmenn, að undanskildum Kristni H. Gunnarssyni, fylgdu ekki þeirri skoðun formanns síns sem hann setti fyrir sex árum og felldu tillöguna ásamt þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Fjárlög næsta árs voru samþykkt sem lög frá Alþingi laust eftir hádegi í dag með 31 atkvæði gegn 24. Átta voru fjarstaddir. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Fjárlög næsta árs voru samþykkt sem lög frá Alþingi í dag. Reiknað er með 10 milljarða rekstrarafgangi á fjárlögum. Halldór Ásgrímsson vildi fyrir sjö árum að Mannréttindaskrifstofan fengi fé beint frá Alþingi en flokksmenn hans felldu slíka tillögu í dag ásamt þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Þriðju umræðu um fjárlög var framhaldið í morgun. Fulltrúar meiri- og minnihlutans tjáðu sig um fjárlögin í upphafi þingfundar. Einar Már Sigurðarson Samfylkingunni sagði að svo virtist sem enn ætti að halda áfram blekkingarleiknum, þrátt fyrir að í gær hafi komið ný þjóðhagsspá frá Seðlabankanum sem sýndi fram á að forsendur fjárlaganna væru nær allar brostnar Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, sagði hins vegar að í frumvarpinu endurspeglaðist sterk og góð staða ríkissjóðs. Framundan væri aukinn hagvöxtur og aukinn kaupmáttur almennings. „Niðurstaða frumvarpsins er góður tekjuafgangur upp á um tíu miljarða króna sem er mun betri árangur en þekkist í flestum okkar samanburðarlanda,“ sagði Magnús. Breytingartillögur stjórnarandstöðunnar voru síðan allar felldar ein á eftir annarri, en hæst reis umræðan um tillögu allra þingmanna stjórnarandstöðunnar um að Mannréttindaskrifstofu Íslands yrði tryggð áfram fjárframlög frá Alþingi, en í fjárlagafrumvarpinu var ekki gert ráð fyrir framlagi til skrifstofunnar. Meirihluti stjórnarandstöðunnar gerði grein fyrir atkvæði sínu. Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingunni sagði eitthvað rotið í innviðum þess stjórnkerfis sem ekki vill styðja við bakið á starfsemi sjálfstæðrar mannréttindaskrifstofu. Kolbrún Halldórsdóttir Vinstri - grænum sagðist ekki sjá betur en að eitthvað væri rotið við afstöðu ríkisstjórnarinnar til mannréttindamála almennt. Lúðvík Bergvinsson Samfylkingunni sagði að fyrir nokkrum árum hafi formaður Framsóknarflokksins og núverandi forsætsiráðherra, Halldór Ásgrímsson, ritað minnisblað til ríkisstjórnarinnar þar sem hann taldi að til þess að tryggja sjálfstæði Mannréttindaskrifstofu yrðu framlög að koma beint frá Alþingi; það gengi ekki að þau kæmu frá einhverju tilteknu ráðuneyti. Björgvin G. Sigurðsson Samfylkingunnni spurði hvort Framsóknarflokkurinn ætlaði að taka þátt í aðför Sjálfstæðisflokksins að Mannréttindaskrifstofu Íslands Framsóknarmenn, að undanskildum Kristni H. Gunnarssyni, fylgdu ekki þeirri skoðun formanns síns sem hann setti fyrir sex árum og felldu tillöguna ásamt þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Fjárlög næsta árs voru samþykkt sem lög frá Alþingi laust eftir hádegi í dag með 31 atkvæði gegn 24. Átta voru fjarstaddir.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira