Borgarfyrirtæki í samkeppni seld 26. ágúst 2004 00:01 Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir að engin ágreiningur sé um það innan borgarstjórnar Reykjavíkur að einkahlutafélögin Vélamiðstöðin og Malbikunarstöðin verði seld. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir þessa niðurstöðu vera fagnaðarefni: "Það er augljóst að tvær grímur hafa runnið á R-listamenn eftir að málefni Vélamiðstöðvarinnar komust í hámæli. Við höfum barist fyrir því að borgin dragi sig út úr þessum samkeppnisrekstri og með þessari kúvendingu er meirihlutinn að fallast á okkar sjónarmið." Fréttablaðið greindi frá því í gær að Vélamiðstöðin, sem er í eigu Reykjavíkurborgar og Orkuveitunnar, hafi fengið verk hjá borginni fyrir hundruð milljóna án útboðs. Vélamiðstöðin átti auk þess lægsta boð í einn hluta verkefnis í útboði á vegum Sorpu sem Reykjavíkurborg er stærsti eigandinn að.. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, segir að vinstrigrænir hafi viljað skoða hvort til greina kæmi að selja Vélamiðstöðina en engin formleg ákvörðun hafi verið tekin. "Ég verð að segja að þetta tilboð þeirra í Sorpu er óheppilegt og það hefur gefið okkur tilefni til að skoða þessi mál upp á nýtt," sagði Árni Þór í samtali við Fréttablaðið. Stjórnarformaður Sorpu er Alfreð Þorsteinsson en hann er jafnframt stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, annars eiganda Vélamiðstöðvarinnar, og forstjóri Orkuveitunnar og samstarfsmaður Alfreðs þar, Guðmundur Þóroddsson, er einn þriggja stjórnarmanna Vélamiðstöðvarinnar. Alfreð sagðist í samtali við Fréttablaðið ekki sjá neitt athugavert við viðskipti Vélamiðvöðvarinnar við fyrirtæki borgarinnar. "Umhverfi á þessum markaði hefur verið að breytast. Einkaaðilar hafa í sívaxandi mæli tekið að sér verkefni sem Vélamiðstöðion sinnti áður," segir Alfreð. "En nú er fullur vilji til þess hjá núverandi meirihluta að selja Vélamiðstöðina, og það sama á við um Malbikunarstöðina," sagði Alfreð en hann vildi ekki gefa upp hvenær af sölunni yrði, aðeins að það yrði "í fyllingu tímans." Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir að ekkert útiloki að salan eigi sér stað fljótlega. "Ég tel að okkur sé ekkert að vanbúnaði að ganga til þessa verks á næstu mánuðum," segir Vilhjálmur. Stjórnarformaður Vélamiðstöðvarinnar, Stefán Jóhann Stefánsson, vildi ekki svara því hvort honum væri kunnugt um þær fyrirætlanir borgarinnar að selja fyrirtækið. "En það hefur auðvitað ýmislegt verið rætt," sagði Stefán. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Sjá meira
Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir að engin ágreiningur sé um það innan borgarstjórnar Reykjavíkur að einkahlutafélögin Vélamiðstöðin og Malbikunarstöðin verði seld. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir þessa niðurstöðu vera fagnaðarefni: "Það er augljóst að tvær grímur hafa runnið á R-listamenn eftir að málefni Vélamiðstöðvarinnar komust í hámæli. Við höfum barist fyrir því að borgin dragi sig út úr þessum samkeppnisrekstri og með þessari kúvendingu er meirihlutinn að fallast á okkar sjónarmið." Fréttablaðið greindi frá því í gær að Vélamiðstöðin, sem er í eigu Reykjavíkurborgar og Orkuveitunnar, hafi fengið verk hjá borginni fyrir hundruð milljóna án útboðs. Vélamiðstöðin átti auk þess lægsta boð í einn hluta verkefnis í útboði á vegum Sorpu sem Reykjavíkurborg er stærsti eigandinn að.. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, segir að vinstrigrænir hafi viljað skoða hvort til greina kæmi að selja Vélamiðstöðina en engin formleg ákvörðun hafi verið tekin. "Ég verð að segja að þetta tilboð þeirra í Sorpu er óheppilegt og það hefur gefið okkur tilefni til að skoða þessi mál upp á nýtt," sagði Árni Þór í samtali við Fréttablaðið. Stjórnarformaður Sorpu er Alfreð Þorsteinsson en hann er jafnframt stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, annars eiganda Vélamiðstöðvarinnar, og forstjóri Orkuveitunnar og samstarfsmaður Alfreðs þar, Guðmundur Þóroddsson, er einn þriggja stjórnarmanna Vélamiðstöðvarinnar. Alfreð sagðist í samtali við Fréttablaðið ekki sjá neitt athugavert við viðskipti Vélamiðvöðvarinnar við fyrirtæki borgarinnar. "Umhverfi á þessum markaði hefur verið að breytast. Einkaaðilar hafa í sívaxandi mæli tekið að sér verkefni sem Vélamiðstöðion sinnti áður," segir Alfreð. "En nú er fullur vilji til þess hjá núverandi meirihluta að selja Vélamiðstöðina, og það sama á við um Malbikunarstöðina," sagði Alfreð en hann vildi ekki gefa upp hvenær af sölunni yrði, aðeins að það yrði "í fyllingu tímans." Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir að ekkert útiloki að salan eigi sér stað fljótlega. "Ég tel að okkur sé ekkert að vanbúnaði að ganga til þessa verks á næstu mánuðum," segir Vilhjálmur. Stjórnarformaður Vélamiðstöðvarinnar, Stefán Jóhann Stefánsson, vildi ekki svara því hvort honum væri kunnugt um þær fyrirætlanir borgarinnar að selja fyrirtækið. "En það hefur auðvitað ýmislegt verið rætt," sagði Stefán.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Sjá meira