Borgarfyrirtæki í samkeppni seld 26. ágúst 2004 00:01 Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir að engin ágreiningur sé um það innan borgarstjórnar Reykjavíkur að einkahlutafélögin Vélamiðstöðin og Malbikunarstöðin verði seld. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir þessa niðurstöðu vera fagnaðarefni: "Það er augljóst að tvær grímur hafa runnið á R-listamenn eftir að málefni Vélamiðstöðvarinnar komust í hámæli. Við höfum barist fyrir því að borgin dragi sig út úr þessum samkeppnisrekstri og með þessari kúvendingu er meirihlutinn að fallast á okkar sjónarmið." Fréttablaðið greindi frá því í gær að Vélamiðstöðin, sem er í eigu Reykjavíkurborgar og Orkuveitunnar, hafi fengið verk hjá borginni fyrir hundruð milljóna án útboðs. Vélamiðstöðin átti auk þess lægsta boð í einn hluta verkefnis í útboði á vegum Sorpu sem Reykjavíkurborg er stærsti eigandinn að.. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, segir að vinstrigrænir hafi viljað skoða hvort til greina kæmi að selja Vélamiðstöðina en engin formleg ákvörðun hafi verið tekin. "Ég verð að segja að þetta tilboð þeirra í Sorpu er óheppilegt og það hefur gefið okkur tilefni til að skoða þessi mál upp á nýtt," sagði Árni Þór í samtali við Fréttablaðið. Stjórnarformaður Sorpu er Alfreð Þorsteinsson en hann er jafnframt stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, annars eiganda Vélamiðstöðvarinnar, og forstjóri Orkuveitunnar og samstarfsmaður Alfreðs þar, Guðmundur Þóroddsson, er einn þriggja stjórnarmanna Vélamiðstöðvarinnar. Alfreð sagðist í samtali við Fréttablaðið ekki sjá neitt athugavert við viðskipti Vélamiðvöðvarinnar við fyrirtæki borgarinnar. "Umhverfi á þessum markaði hefur verið að breytast. Einkaaðilar hafa í sívaxandi mæli tekið að sér verkefni sem Vélamiðstöðion sinnti áður," segir Alfreð. "En nú er fullur vilji til þess hjá núverandi meirihluta að selja Vélamiðstöðina, og það sama á við um Malbikunarstöðina," sagði Alfreð en hann vildi ekki gefa upp hvenær af sölunni yrði, aðeins að það yrði "í fyllingu tímans." Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir að ekkert útiloki að salan eigi sér stað fljótlega. "Ég tel að okkur sé ekkert að vanbúnaði að ganga til þessa verks á næstu mánuðum," segir Vilhjálmur. Stjórnarformaður Vélamiðstöðvarinnar, Stefán Jóhann Stefánsson, vildi ekki svara því hvort honum væri kunnugt um þær fyrirætlanir borgarinnar að selja fyrirtækið. "En það hefur auðvitað ýmislegt verið rætt," sagði Stefán. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir að engin ágreiningur sé um það innan borgarstjórnar Reykjavíkur að einkahlutafélögin Vélamiðstöðin og Malbikunarstöðin verði seld. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir þessa niðurstöðu vera fagnaðarefni: "Það er augljóst að tvær grímur hafa runnið á R-listamenn eftir að málefni Vélamiðstöðvarinnar komust í hámæli. Við höfum barist fyrir því að borgin dragi sig út úr þessum samkeppnisrekstri og með þessari kúvendingu er meirihlutinn að fallast á okkar sjónarmið." Fréttablaðið greindi frá því í gær að Vélamiðstöðin, sem er í eigu Reykjavíkurborgar og Orkuveitunnar, hafi fengið verk hjá borginni fyrir hundruð milljóna án útboðs. Vélamiðstöðin átti auk þess lægsta boð í einn hluta verkefnis í útboði á vegum Sorpu sem Reykjavíkurborg er stærsti eigandinn að.. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, segir að vinstrigrænir hafi viljað skoða hvort til greina kæmi að selja Vélamiðstöðina en engin formleg ákvörðun hafi verið tekin. "Ég verð að segja að þetta tilboð þeirra í Sorpu er óheppilegt og það hefur gefið okkur tilefni til að skoða þessi mál upp á nýtt," sagði Árni Þór í samtali við Fréttablaðið. Stjórnarformaður Sorpu er Alfreð Þorsteinsson en hann er jafnframt stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, annars eiganda Vélamiðstöðvarinnar, og forstjóri Orkuveitunnar og samstarfsmaður Alfreðs þar, Guðmundur Þóroddsson, er einn þriggja stjórnarmanna Vélamiðstöðvarinnar. Alfreð sagðist í samtali við Fréttablaðið ekki sjá neitt athugavert við viðskipti Vélamiðvöðvarinnar við fyrirtæki borgarinnar. "Umhverfi á þessum markaði hefur verið að breytast. Einkaaðilar hafa í sívaxandi mæli tekið að sér verkefni sem Vélamiðstöðion sinnti áður," segir Alfreð. "En nú er fullur vilji til þess hjá núverandi meirihluta að selja Vélamiðstöðina, og það sama á við um Malbikunarstöðina," sagði Alfreð en hann vildi ekki gefa upp hvenær af sölunni yrði, aðeins að það yrði "í fyllingu tímans." Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir að ekkert útiloki að salan eigi sér stað fljótlega. "Ég tel að okkur sé ekkert að vanbúnaði að ganga til þessa verks á næstu mánuðum," segir Vilhjálmur. Stjórnarformaður Vélamiðstöðvarinnar, Stefán Jóhann Stefánsson, vildi ekki svara því hvort honum væri kunnugt um þær fyrirætlanir borgarinnar að selja fyrirtækið. "En það hefur auðvitað ýmislegt verið rætt," sagði Stefán.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira