Sundabrautin sett í forgang 7. september 2004 00:01 Ekki verður ráðist í gerð mislægra gatnamóta við Kringlumýrarbraut og Miklubraut á næstu árum. Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi R-listans og formaður samgöngunefndar, segir að Sundabrautin verði sett í forgang. "Við teljum að Sundabrautin sé eitt brýnasta verkefnið í stórframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu," segir Árni Þór. "Við viljum tengja betur norðurbyggðir svæðisins við miðborgina og Sundabrautin mun auðvitað létta álagið á Vesturlandsveg og Miklubraut." Árni Þór segir borgaryfirvöld telja skynsamlegra að sjá hvaða áhrif Sundabrautin muni hafa á gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar áður en ráðist verði í kostnaðarsamar framkvæmdir á þeim gatnamótum. Þriggja hæða gatnamót við Miklubraut og Kringlumýrarbraut kosti um þrjá milljarða króna. "Það þarf að skoða umferðarmálin heildstætt en ekki bara einstaka hnúta í umferðarkerfinu. Við vitum til dæmis ekki hvaða áhrif mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar myndu hafa við Lönguhlíð. Það getur verið að vandinn myndi einfaldlega flytjast þangað, sem gæti leitt til þess að við þyrftum að leggja út í aðra kostnaðarsama lausn á þeim gatnamótum." Árni Þór segir að undirbúningur nýrrar Sundabrautar sé kominn lengra á veg en mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. "Sundabrautin er í umhverfismati og það er styttra í að það liggi fyrir niðurstaða úr því mati en mati á umhverfisáhrifum mislægra gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Ég tel að okkur ætti ekki að vera neitt að vanbúnaði að taka ákvörðun um legu Sundabrautar í vetur og hefjast handa við hönnun á þeirri framkvæmd." Árni Þór segir að kostnaður við Sundabrautina sé um sjö til átta milljarðar króna. Ef allt gangi að óskum ætti hún að geta verið tilbúin eftir þrjú til fjögur ár. Aðspurður segir Árni Þór að þar með sé ekki sagt að ekkert verði að gert á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Hugsanlega verði gerð svokölluð plan-gatnamót en þá eru sér ljós fyrir alla beygjuásana. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Ekki verður ráðist í gerð mislægra gatnamóta við Kringlumýrarbraut og Miklubraut á næstu árum. Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi R-listans og formaður samgöngunefndar, segir að Sundabrautin verði sett í forgang. "Við teljum að Sundabrautin sé eitt brýnasta verkefnið í stórframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu," segir Árni Þór. "Við viljum tengja betur norðurbyggðir svæðisins við miðborgina og Sundabrautin mun auðvitað létta álagið á Vesturlandsveg og Miklubraut." Árni Þór segir borgaryfirvöld telja skynsamlegra að sjá hvaða áhrif Sundabrautin muni hafa á gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar áður en ráðist verði í kostnaðarsamar framkvæmdir á þeim gatnamótum. Þriggja hæða gatnamót við Miklubraut og Kringlumýrarbraut kosti um þrjá milljarða króna. "Það þarf að skoða umferðarmálin heildstætt en ekki bara einstaka hnúta í umferðarkerfinu. Við vitum til dæmis ekki hvaða áhrif mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar myndu hafa við Lönguhlíð. Það getur verið að vandinn myndi einfaldlega flytjast þangað, sem gæti leitt til þess að við þyrftum að leggja út í aðra kostnaðarsama lausn á þeim gatnamótum." Árni Þór segir að undirbúningur nýrrar Sundabrautar sé kominn lengra á veg en mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. "Sundabrautin er í umhverfismati og það er styttra í að það liggi fyrir niðurstaða úr því mati en mati á umhverfisáhrifum mislægra gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Ég tel að okkur ætti ekki að vera neitt að vanbúnaði að taka ákvörðun um legu Sundabrautar í vetur og hefjast handa við hönnun á þeirri framkvæmd." Árni Þór segir að kostnaður við Sundabrautina sé um sjö til átta milljarðar króna. Ef allt gangi að óskum ætti hún að geta verið tilbúin eftir þrjú til fjögur ár. Aðspurður segir Árni Þór að þar með sé ekki sagt að ekkert verði að gert á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Hugsanlega verði gerð svokölluð plan-gatnamót en þá eru sér ljós fyrir alla beygjuásana.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira