Innlent

Hættir sem verjandi Jóns Ásgeirs

Helgi Jóhannesson hefur hætt sem verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar vegna rannsóknar á skattamálum Baugs. Helgi var yfirheyrður hjá Skattrannsóknarstjóra vegna hlutabréfakaupa fjárfestingafélagsins Fjárfars, en Helgi var í stjórn fyrirtæksins og um tíma stjórnarformaður. Fjárfar stóð meðal annars að kaupum á hlutabréfum í Tryggingamiðstöðinni og í fjárfestingafélaginu Straumi, en þau viðskipti hafa verið til rannsóknar. Auk Helga hafa Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Eiríkur Sigurðsson, kenndur við 10/11, Sigfús Sigfússon, þá í Heklu, og Sævar Jónsson verslunarmaður í Leonard, verið yfirheyrðir hjá Skattrannsóknarstjóra. Af þessum sökum ákvað Helgi Jóhannesson að hætta sem verjandi Jóns Ásgeirs í rannsókninni og hefur Einar Þór Sverrisson tekið við af honum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×