Forseti í þriðja sinn 2. ágúst 2004 00:01 Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var settur inn í embætti í þriðja sinn á sunnudag. Athöfnin hófst kl. 15 með því að Lúðrasveit Reykjavíkur lék ættjarðarlög á Austurvelli. Helgistund hófst í dómkirkjunni kl. 15.30. Auk boðsgesta var almenningi leyfður aðgangur meðan húsrúm leyfði. Rétt eftir kl. 16 var gengið úr kirkju til alþingishúss, en lögreglumenn stóðu þar heiðursvörð. Fremstir gengu forseti Íslands og forseti Hæstaréttar, Markús Sigurbjörnsson, en á eftir þeim gengu Dorrit Moussaieff forsetafrú og biskupinn yfir Íslandi, Karl Sigurbjörnsson, Halldór Ásgrímsson, starfandi forsætisráðherra, og Halldór Blöndal, forseti Alþingis. Meðal gesta við athöfnina í alþingishúsinu voru Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, alþingismenn, hæstaréttardómarar, biskupar landsins, Þórólfur Árnason borgarstjóri, erlendir sendiherrar og fulltrúar úr félagasamtökum og atvinnulífinu. Auk þess var nánasta fjölskylda forsetans og forsetafrúarinnar viðstödd. Athöfnin í þinghúsinu hófst með því að Ólafur Kjartan Sigurðarson söng einsöng. Forseti Hæstaréttar lýsti því næst yfir forsetakjöri og útgáfu kjörbréfs og mælti fram drengskaparheit að stjórnarskránni, sem forsetinn síðan undirritaði. Forseti Hæstaréttar afhenti forseta kjörbréfið með árnaðaróskum og gekk forseti þá ásamt forsetafrú fram á svalir alþingishússins þar sem hann minntist fósturjarðarinnar. Tekið var undir ferföld húrrarhróp bæði á Austurvelli sem og í þingsal. Þá flutti forseti ávarp þar sem hann sagði meðal annars: "Stuðningur fólks um landið allt, til sjávar og sveita, í þéttbýli og fámennum byggðum, hlýhugur ykkar og velvild hafa veitt mér styrk til að takast á við vandasöm verkefni og ég flyt ykkur öllum einlægar þakkir". Athöfninni lauk með því að dómkórinn flutti þjóðsönginn. Forsetafrúin klæddist skautbúningi, sem er mesti viðhafnarbúningur íslenskra kvenna, en upphaf hans má rekja til 1857. Skautbúningurinn sem forsetafrúin klæddist var saumaður 1938 af Jakobínu Thorarensen, annálaðri hannyrðakonu, samkvæmt upplýsingum frá forsetaskrifstofunni. Búningurinn var saumaður á Jósefínu Helgadóttur, eiginkonu Skúla Guðmundssonar, fyrrum alþingmanns, ráðherra og kaupfélagsstjóra í Húnavatnssýslu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var settur inn í embætti í þriðja sinn á sunnudag. Athöfnin hófst kl. 15 með því að Lúðrasveit Reykjavíkur lék ættjarðarlög á Austurvelli. Helgistund hófst í dómkirkjunni kl. 15.30. Auk boðsgesta var almenningi leyfður aðgangur meðan húsrúm leyfði. Rétt eftir kl. 16 var gengið úr kirkju til alþingishúss, en lögreglumenn stóðu þar heiðursvörð. Fremstir gengu forseti Íslands og forseti Hæstaréttar, Markús Sigurbjörnsson, en á eftir þeim gengu Dorrit Moussaieff forsetafrú og biskupinn yfir Íslandi, Karl Sigurbjörnsson, Halldór Ásgrímsson, starfandi forsætisráðherra, og Halldór Blöndal, forseti Alþingis. Meðal gesta við athöfnina í alþingishúsinu voru Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, alþingismenn, hæstaréttardómarar, biskupar landsins, Þórólfur Árnason borgarstjóri, erlendir sendiherrar og fulltrúar úr félagasamtökum og atvinnulífinu. Auk þess var nánasta fjölskylda forsetans og forsetafrúarinnar viðstödd. Athöfnin í þinghúsinu hófst með því að Ólafur Kjartan Sigurðarson söng einsöng. Forseti Hæstaréttar lýsti því næst yfir forsetakjöri og útgáfu kjörbréfs og mælti fram drengskaparheit að stjórnarskránni, sem forsetinn síðan undirritaði. Forseti Hæstaréttar afhenti forseta kjörbréfið með árnaðaróskum og gekk forseti þá ásamt forsetafrú fram á svalir alþingishússins þar sem hann minntist fósturjarðarinnar. Tekið var undir ferföld húrrarhróp bæði á Austurvelli sem og í þingsal. Þá flutti forseti ávarp þar sem hann sagði meðal annars: "Stuðningur fólks um landið allt, til sjávar og sveita, í þéttbýli og fámennum byggðum, hlýhugur ykkar og velvild hafa veitt mér styrk til að takast á við vandasöm verkefni og ég flyt ykkur öllum einlægar þakkir". Athöfninni lauk með því að dómkórinn flutti þjóðsönginn. Forsetafrúin klæddist skautbúningi, sem er mesti viðhafnarbúningur íslenskra kvenna, en upphaf hans má rekja til 1857. Skautbúningurinn sem forsetafrúin klæddist var saumaður 1938 af Jakobínu Thorarensen, annálaðri hannyrðakonu, samkvæmt upplýsingum frá forsetaskrifstofunni. Búningurinn var saumaður á Jósefínu Helgadóttur, eiginkonu Skúla Guðmundssonar, fyrrum alþingmanns, ráðherra og kaupfélagsstjóra í Húnavatnssýslu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira