Staðir fylgja fólki og fólk stöðum 8. nóvember 2004 00:01 "Það má segja að í húsinu við Mímisveg 2a höfum ég og frú mín hafið búskap í byrjun árs 1979," segir Einar Már Guðmundsson rithöfundur. "Við höfðum reyndar verið saman í einhvern tíma áður, kynntumst erlendis og flökkuðum saman þar. Í þrjá mánuði eftir það vorum við svo mest í foreldrahúsum þangað til þetta hús kom til sögunnar. Ég man að á þessum tíma var gríðarleg eftirspurn hjá ungu fólki eftir húsnæði. Það voru stofnaðar leigumiðlanir sem reyndust svo vera svikamyllur og fólk var að borga stórfé fyrir að fá forgang að því að leigja íbúðir sem síðan voru ekki til og allt eftir þessu. Okkur var til að mynda boðinn bílskúr við Leifsgötuna á fáránlega háu verði. Fallega og reisulega húsið við Mímisveg 2a var hins vegar miðpunkturinn í erfðadeilum og afar löngum og flóknum málaferlum. Á meðan var umsjón hússins í höndum lögfræðiskrifstofu sem leigði íbúðirnar út samkvæmt einhverri vísitölu og svo fór að við fengum þessa fínu íbúð gegn leigu sem var tæplega helmingur af því sem bílskúrinn átti að kosta. Svo við vorum mjög heppin." Og ekki bara með verðið. "Þarna var mjög gott að búa, staðsetningin alveg einstök fyrir fólk á okkar aldri og stutt í allar áttir. Íbúðin var ekki stór en alveg nógu stór fyrir okkur. Það voru margar íbúðir í húsinu og mannlífsflóran fjölbreytt á köflum." Íbúðin varð Einari að sjálfsögðu að yrkisefni. "Einn daginn þegar ég sat heima og var að skrifa BA-ritgerðina mína um T.S. Eliot fylltist húsið skyndilega af fasteignasölum sem komu til að verðmeta húsið. Ég notaði þetta atvik í stórt og mikið ljóð í bókinni Sendisveinninn er einmana sem heitir Fasteignasalarnir. Svo notaði ég erfðamálið líka mjög frjálslega í bókinni Rauðir dagar." Svo fór að erfðadeilan leystist á meðan þau hjónin bjuggu í húsinu og Einari stóð til boða að eignast íbúðina. "Og þá gerði ég vitleysu. Íbúðin var verðlögð á 10 milljónir á þágildandi verðlagi sem var bara svona meðalverð. Ég var hins vegar búinn að ákveða að ég ætlaði að freista gæfunnar á ritvellinum og treysti mér ekki til að festa mig í steinsteypu. Svo einhver annar keypti íbúðina og seldi hana síðan ári seinna á 24 milljónir. Svo má segja að ég hafi tapað á fasteignaviðskiptum." En hvað finnst honum um húsið í dag? "Við hjónin minnumst þessa húss með mikilli hlýju og heilsum því alltaf þegar við keyrum framhjá. Þetta voru skemmtilegir tímar í lífi okkar og mikið að gerast og sköpun í loftinu." En skyldi Einar telja að fyrsta heimilið móti fólk að einhverju leyti? "Já, auðvitað. Staðir sitja í manni og um leið og maður fer að hugsa um þá þá man maður hitt og annað. Ég held að staðir fylgi fólki alltaf og fólk stöðum þó stundum eigi fólk og staðir misjafnlega saman." Hús og heimili Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sjá meira
"Það má segja að í húsinu við Mímisveg 2a höfum ég og frú mín hafið búskap í byrjun árs 1979," segir Einar Már Guðmundsson rithöfundur. "Við höfðum reyndar verið saman í einhvern tíma áður, kynntumst erlendis og flökkuðum saman þar. Í þrjá mánuði eftir það vorum við svo mest í foreldrahúsum þangað til þetta hús kom til sögunnar. Ég man að á þessum tíma var gríðarleg eftirspurn hjá ungu fólki eftir húsnæði. Það voru stofnaðar leigumiðlanir sem reyndust svo vera svikamyllur og fólk var að borga stórfé fyrir að fá forgang að því að leigja íbúðir sem síðan voru ekki til og allt eftir þessu. Okkur var til að mynda boðinn bílskúr við Leifsgötuna á fáránlega háu verði. Fallega og reisulega húsið við Mímisveg 2a var hins vegar miðpunkturinn í erfðadeilum og afar löngum og flóknum málaferlum. Á meðan var umsjón hússins í höndum lögfræðiskrifstofu sem leigði íbúðirnar út samkvæmt einhverri vísitölu og svo fór að við fengum þessa fínu íbúð gegn leigu sem var tæplega helmingur af því sem bílskúrinn átti að kosta. Svo við vorum mjög heppin." Og ekki bara með verðið. "Þarna var mjög gott að búa, staðsetningin alveg einstök fyrir fólk á okkar aldri og stutt í allar áttir. Íbúðin var ekki stór en alveg nógu stór fyrir okkur. Það voru margar íbúðir í húsinu og mannlífsflóran fjölbreytt á köflum." Íbúðin varð Einari að sjálfsögðu að yrkisefni. "Einn daginn þegar ég sat heima og var að skrifa BA-ritgerðina mína um T.S. Eliot fylltist húsið skyndilega af fasteignasölum sem komu til að verðmeta húsið. Ég notaði þetta atvik í stórt og mikið ljóð í bókinni Sendisveinninn er einmana sem heitir Fasteignasalarnir. Svo notaði ég erfðamálið líka mjög frjálslega í bókinni Rauðir dagar." Svo fór að erfðadeilan leystist á meðan þau hjónin bjuggu í húsinu og Einari stóð til boða að eignast íbúðina. "Og þá gerði ég vitleysu. Íbúðin var verðlögð á 10 milljónir á þágildandi verðlagi sem var bara svona meðalverð. Ég var hins vegar búinn að ákveða að ég ætlaði að freista gæfunnar á ritvellinum og treysti mér ekki til að festa mig í steinsteypu. Svo einhver annar keypti íbúðina og seldi hana síðan ári seinna á 24 milljónir. Svo má segja að ég hafi tapað á fasteignaviðskiptum." En hvað finnst honum um húsið í dag? "Við hjónin minnumst þessa húss með mikilli hlýju og heilsum því alltaf þegar við keyrum framhjá. Þetta voru skemmtilegir tímar í lífi okkar og mikið að gerast og sköpun í loftinu." En skyldi Einar telja að fyrsta heimilið móti fólk að einhverju leyti? "Já, auðvitað. Staðir sitja í manni og um leið og maður fer að hugsa um þá þá man maður hitt og annað. Ég held að staðir fylgi fólki alltaf og fólk stöðum þó stundum eigi fólk og staðir misjafnlega saman."
Hús og heimili Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sjá meira