Ekkert að gerast 23. september 2004 00:01 Formaður Kennarasambandsins og formaður launanefndar sveitarfélaga horfa fram á langt verkfall að óbreyttu. Sáttafundi í kennaradeilunni var slitið í morgun. Nýr fundur verður ekki fyrr en eftir viku. Formaður launanefndar segir að kennarar mæti að öllum líkindum með hundshaus í Karphúsið eftir viku. Hvorug samninganefndin lagði fram tilboð til sátta í morgun, en Birgir Björn Sigurjónsson, forsvarsmaður samninganefndar Sveitafélaganna, segir sáttasemjara hafa sett fram tillögu um að aðilar færu í hugarflug á mánudaginn og launanefndin hafi verið sátt við það, en kennarar hafi alfarið hafnað því, þar sem kröfur þeirra væru ófrávíkjanlegar. ÞVí hafi slitnað upp úr viðræðum í dag. Kennarar féllust ekki á hugarflug sáttsemjara og töldu sig hafa flogið nóg í bili. Eiríkur Jónsson, formaður þeirra segir að samninganefndin verði að sína það í verki að hún sé tilbúin til þess að sína einhverjar skuldbindingar, en ekki alltaf setja fram hugmyndir um frekara spjall á óskuldbindandi nótum. Birgir segist telja þjóðfélagið hafa biðlund með samningsaðilum í viku í viðbót, en ekki lengur. Það sé krafa að reynt verði að finna lausn á þeim tíma og því hafi hann áhyggjur af því að fundur sé ekki boðaður fyrr en á fimmtudag. Kennarar komi líklega með hundshaus til þeirra viðræðna. Hann telur framvindu mála benda til þess að verkfallið verði langt, en hve langt veit hann ekki. Þó sé það framandi fyrir sér að ríkið grípi inn í með lagasetningu. Eiríkur segir hins vegar að hann meti stöðuna þannig að sveitarfélögin átti sig ekki enn á því að kennurum sé alvara með kröfum sínum. Það sé alveg ljóst að menn séu ekki að setja fram slíkar kröfur að gamni sínu, þeim sé full alvara með kröfum sínum. Mikill hugur var í kennurum í verkfallsmiðstöðinni í Borgartúni í dag. Sesselja Sigurðardóttir, varaformaður Félags Grunnskólakennara segir að boltinn sé hjá sveitarfélögunum. Það sé mikill baráttuhugur í kennurum og þeir eflist með hverjum degi. Hún segir kennara geta verið jafn lengi í verkfalli og þurfa þykir. Fréttir Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Formaður Kennarasambandsins og formaður launanefndar sveitarfélaga horfa fram á langt verkfall að óbreyttu. Sáttafundi í kennaradeilunni var slitið í morgun. Nýr fundur verður ekki fyrr en eftir viku. Formaður launanefndar segir að kennarar mæti að öllum líkindum með hundshaus í Karphúsið eftir viku. Hvorug samninganefndin lagði fram tilboð til sátta í morgun, en Birgir Björn Sigurjónsson, forsvarsmaður samninganefndar Sveitafélaganna, segir sáttasemjara hafa sett fram tillögu um að aðilar færu í hugarflug á mánudaginn og launanefndin hafi verið sátt við það, en kennarar hafi alfarið hafnað því, þar sem kröfur þeirra væru ófrávíkjanlegar. ÞVí hafi slitnað upp úr viðræðum í dag. Kennarar féllust ekki á hugarflug sáttsemjara og töldu sig hafa flogið nóg í bili. Eiríkur Jónsson, formaður þeirra segir að samninganefndin verði að sína það í verki að hún sé tilbúin til þess að sína einhverjar skuldbindingar, en ekki alltaf setja fram hugmyndir um frekara spjall á óskuldbindandi nótum. Birgir segist telja þjóðfélagið hafa biðlund með samningsaðilum í viku í viðbót, en ekki lengur. Það sé krafa að reynt verði að finna lausn á þeim tíma og því hafi hann áhyggjur af því að fundur sé ekki boðaður fyrr en á fimmtudag. Kennarar komi líklega með hundshaus til þeirra viðræðna. Hann telur framvindu mála benda til þess að verkfallið verði langt, en hve langt veit hann ekki. Þó sé það framandi fyrir sér að ríkið grípi inn í með lagasetningu. Eiríkur segir hins vegar að hann meti stöðuna þannig að sveitarfélögin átti sig ekki enn á því að kennurum sé alvara með kröfum sínum. Það sé alveg ljóst að menn séu ekki að setja fram slíkar kröfur að gamni sínu, þeim sé full alvara með kröfum sínum. Mikill hugur var í kennurum í verkfallsmiðstöðinni í Borgartúni í dag. Sesselja Sigurðardóttir, varaformaður Félags Grunnskólakennara segir að boltinn sé hjá sveitarfélögunum. Það sé mikill baráttuhugur í kennurum og þeir eflist með hverjum degi. Hún segir kennara geta verið jafn lengi í verkfalli og þurfa þykir.
Fréttir Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira