Ekkert að gerast 23. september 2004 00:01 Formaður Kennarasambandsins og formaður launanefndar sveitarfélaga horfa fram á langt verkfall að óbreyttu. Sáttafundi í kennaradeilunni var slitið í morgun. Nýr fundur verður ekki fyrr en eftir viku. Formaður launanefndar segir að kennarar mæti að öllum líkindum með hundshaus í Karphúsið eftir viku. Hvorug samninganefndin lagði fram tilboð til sátta í morgun, en Birgir Björn Sigurjónsson, forsvarsmaður samninganefndar Sveitafélaganna, segir sáttasemjara hafa sett fram tillögu um að aðilar færu í hugarflug á mánudaginn og launanefndin hafi verið sátt við það, en kennarar hafi alfarið hafnað því, þar sem kröfur þeirra væru ófrávíkjanlegar. ÞVí hafi slitnað upp úr viðræðum í dag. Kennarar féllust ekki á hugarflug sáttsemjara og töldu sig hafa flogið nóg í bili. Eiríkur Jónsson, formaður þeirra segir að samninganefndin verði að sína það í verki að hún sé tilbúin til þess að sína einhverjar skuldbindingar, en ekki alltaf setja fram hugmyndir um frekara spjall á óskuldbindandi nótum. Birgir segist telja þjóðfélagið hafa biðlund með samningsaðilum í viku í viðbót, en ekki lengur. Það sé krafa að reynt verði að finna lausn á þeim tíma og því hafi hann áhyggjur af því að fundur sé ekki boðaður fyrr en á fimmtudag. Kennarar komi líklega með hundshaus til þeirra viðræðna. Hann telur framvindu mála benda til þess að verkfallið verði langt, en hve langt veit hann ekki. Þó sé það framandi fyrir sér að ríkið grípi inn í með lagasetningu. Eiríkur segir hins vegar að hann meti stöðuna þannig að sveitarfélögin átti sig ekki enn á því að kennurum sé alvara með kröfum sínum. Það sé alveg ljóst að menn séu ekki að setja fram slíkar kröfur að gamni sínu, þeim sé full alvara með kröfum sínum. Mikill hugur var í kennurum í verkfallsmiðstöðinni í Borgartúni í dag. Sesselja Sigurðardóttir, varaformaður Félags Grunnskólakennara segir að boltinn sé hjá sveitarfélögunum. Það sé mikill baráttuhugur í kennurum og þeir eflist með hverjum degi. Hún segir kennara geta verið jafn lengi í verkfalli og þurfa þykir. Fréttir Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Formaður Kennarasambandsins og formaður launanefndar sveitarfélaga horfa fram á langt verkfall að óbreyttu. Sáttafundi í kennaradeilunni var slitið í morgun. Nýr fundur verður ekki fyrr en eftir viku. Formaður launanefndar segir að kennarar mæti að öllum líkindum með hundshaus í Karphúsið eftir viku. Hvorug samninganefndin lagði fram tilboð til sátta í morgun, en Birgir Björn Sigurjónsson, forsvarsmaður samninganefndar Sveitafélaganna, segir sáttasemjara hafa sett fram tillögu um að aðilar færu í hugarflug á mánudaginn og launanefndin hafi verið sátt við það, en kennarar hafi alfarið hafnað því, þar sem kröfur þeirra væru ófrávíkjanlegar. ÞVí hafi slitnað upp úr viðræðum í dag. Kennarar féllust ekki á hugarflug sáttsemjara og töldu sig hafa flogið nóg í bili. Eiríkur Jónsson, formaður þeirra segir að samninganefndin verði að sína það í verki að hún sé tilbúin til þess að sína einhverjar skuldbindingar, en ekki alltaf setja fram hugmyndir um frekara spjall á óskuldbindandi nótum. Birgir segist telja þjóðfélagið hafa biðlund með samningsaðilum í viku í viðbót, en ekki lengur. Það sé krafa að reynt verði að finna lausn á þeim tíma og því hafi hann áhyggjur af því að fundur sé ekki boðaður fyrr en á fimmtudag. Kennarar komi líklega með hundshaus til þeirra viðræðna. Hann telur framvindu mála benda til þess að verkfallið verði langt, en hve langt veit hann ekki. Þó sé það framandi fyrir sér að ríkið grípi inn í með lagasetningu. Eiríkur segir hins vegar að hann meti stöðuna þannig að sveitarfélögin átti sig ekki enn á því að kennurum sé alvara með kröfum sínum. Það sé alveg ljóst að menn séu ekki að setja fram slíkar kröfur að gamni sínu, þeim sé full alvara með kröfum sínum. Mikill hugur var í kennurum í verkfallsmiðstöðinni í Borgartúni í dag. Sesselja Sigurðardóttir, varaformaður Félags Grunnskólakennara segir að boltinn sé hjá sveitarfélögunum. Það sé mikill baráttuhugur í kennurum og þeir eflist með hverjum degi. Hún segir kennara geta verið jafn lengi í verkfalli og þurfa þykir.
Fréttir Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira