Innlent

Hestamaður slasaðist

Hestamaður slasaðist þegar hestur sem hann reið datt með hann við Arnarvatn á Vopnarfjarðarheiði í gær. Að sögn lögreglunnar á Vopnafirði var maðurinn talinn nokkuð mikið slasaður og ekki þótti ráðlegt að færa hann mikið úr stað. Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð til og flutti manninn á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×