„Waterloo“ ríkisstjórnarinnar rædd 21. júlí 2004 00:01 Formaður allsherjarnefndar sagði á Alþingi í dag að fjölmiðlalögin yrðu felld úr gildi vegna þess stjórnskipulega vafa sem hefði hlotist af ákvörðun forseta Íslands um að neita að staðfesta lögin. Formaður Samfylkingarinnar sagði að ósigur ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu væri hennar Waterloo því hún hefði tapað sínu hundrað daga stríði fyrir þjóðinni. Önnur umræða um fjölmiðlafrumvarpið fór fram á Alþingi í dag og var mælt fyrir breyttu fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarflokkanna. Formenn stjórnarflokkanna voru ekki viðstaddir en Davíð Oddsson var fjarverandi vegna veikinda, eins og áður hefur komið fram, og Halldór Ásgrímsson vegna fráfalls móður sinnar. Hart var tekist á um fjölmiðlamálið í umræðunum og sagðist stjórnarandstaðan fagna uppgjöf ríkisstjórnarinnar. Hún gagnrýndi harðlega þau áform sem uppi væru um að afnema málsskotsrétt forseta Íslands og taldi Alþingi skylt að samþykkja lög sem tryggðu að þjóðaratkvæðagreiðsla gæti farið fram um fjölmiðlalögin sem forseti Íslands synjaði staðfestingar. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar sagði að beiting forsetans á synjunarvaldi, samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar, hefði leitt til stjórnlagakreppu um túlkun einstakra ákvæða stjórnarskrár, m.a. um valdheimildir Alþingis, og að minnihlutinn hefði ekki verið til viðræðu um að ná sem víðtækastri sátt og samstöðu. Hann sagði að fjölmiðlalögin yrðu felld úr gildi vegna þess stjórnskipulega vafa sem hefði hlotist af ákvörðun forseta Íslands um að neita að staðfesta lögin. Samhliða því sagði Bjarni að lögfest væri breytt skipan útvarpsréttarnefndar en aðrar breytingar verði skoðaðar nánar. Meðal annars verði látið á það reyna til fullnustu hvort stjórnarandstaðan sé í raun tilbúin að rjúfa þann varnarmúr sem hún hefði undanfarna mánuði slegið um það takmarkalausa form eignarhalds á fjölmiðlum sem viðgengist hefur, sagði formaður allsherjarnefndar. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að ósigur ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu væri hennar Waterloo því hún hefði tapað sínu hundrað daga stríði fyrir þjóðinni. Þannig líkti hann „ósigrinum“ við tap franska hershöfðingjans Napóleons Bónaparte í hinu svokallaða Hundrað daga stríði við Waterloo á fyrri hluta 19. aldar. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að til væru „fleiri Waterloo sem væru kannski nær í tíma“ og hafði þá orð á samnefndu sigurlagi hljómsveitarinnar ABBA í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á áttunda áratugnum. Guðlaugur sagði það hafa verið upphafið að óslitinni sigurgöngu hljómsveitarinnar næstu tíu árin eða svo og það ætti kannski einnig við um ríkisstjórnina. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira
Formaður allsherjarnefndar sagði á Alþingi í dag að fjölmiðlalögin yrðu felld úr gildi vegna þess stjórnskipulega vafa sem hefði hlotist af ákvörðun forseta Íslands um að neita að staðfesta lögin. Formaður Samfylkingarinnar sagði að ósigur ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu væri hennar Waterloo því hún hefði tapað sínu hundrað daga stríði fyrir þjóðinni. Önnur umræða um fjölmiðlafrumvarpið fór fram á Alþingi í dag og var mælt fyrir breyttu fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarflokkanna. Formenn stjórnarflokkanna voru ekki viðstaddir en Davíð Oddsson var fjarverandi vegna veikinda, eins og áður hefur komið fram, og Halldór Ásgrímsson vegna fráfalls móður sinnar. Hart var tekist á um fjölmiðlamálið í umræðunum og sagðist stjórnarandstaðan fagna uppgjöf ríkisstjórnarinnar. Hún gagnrýndi harðlega þau áform sem uppi væru um að afnema málsskotsrétt forseta Íslands og taldi Alþingi skylt að samþykkja lög sem tryggðu að þjóðaratkvæðagreiðsla gæti farið fram um fjölmiðlalögin sem forseti Íslands synjaði staðfestingar. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar sagði að beiting forsetans á synjunarvaldi, samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar, hefði leitt til stjórnlagakreppu um túlkun einstakra ákvæða stjórnarskrár, m.a. um valdheimildir Alþingis, og að minnihlutinn hefði ekki verið til viðræðu um að ná sem víðtækastri sátt og samstöðu. Hann sagði að fjölmiðlalögin yrðu felld úr gildi vegna þess stjórnskipulega vafa sem hefði hlotist af ákvörðun forseta Íslands um að neita að staðfesta lögin. Samhliða því sagði Bjarni að lögfest væri breytt skipan útvarpsréttarnefndar en aðrar breytingar verði skoðaðar nánar. Meðal annars verði látið á það reyna til fullnustu hvort stjórnarandstaðan sé í raun tilbúin að rjúfa þann varnarmúr sem hún hefði undanfarna mánuði slegið um það takmarkalausa form eignarhalds á fjölmiðlum sem viðgengist hefur, sagði formaður allsherjarnefndar. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að ósigur ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu væri hennar Waterloo því hún hefði tapað sínu hundrað daga stríði fyrir þjóðinni. Þannig líkti hann „ósigrinum“ við tap franska hershöfðingjans Napóleons Bónaparte í hinu svokallaða Hundrað daga stríði við Waterloo á fyrri hluta 19. aldar. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að til væru „fleiri Waterloo sem væru kannski nær í tíma“ og hafði þá orð á samnefndu sigurlagi hljómsveitarinnar ABBA í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á áttunda áratugnum. Guðlaugur sagði það hafa verið upphafið að óslitinni sigurgöngu hljómsveitarinnar næstu tíu árin eða svo og það ætti kannski einnig við um ríkisstjórnina.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira