Skammarlegt fyrir ríkisstjórnina 12. september 2004 00:01 Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður segir skammarlegt ef ríkisstjórnin ætli að láta öryrkja draga sig í fjórða sinn fyrir dómstóla vegna vanefnda á samningum. Hún segir málið prófraun fyrir framsóknarmenn þegar Halldór Ásgrímsson tekur við stjórnartaumunum. Forsætisráðherra lýsti því yfir í gær að ekki væri gert ráð fyrir frekari framlögum til öryrkja vegna samnings stjórnvalda við þá fyrir síðustu alþingiskosningar. Hann sagðist líta svo á að samkomulagið væri að fullu efnt. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sagðist í dag ekki ætla að ræða þessi ummæli forsætisráðherra enda liti hann svo á að hann væri bundinn trúnaði um fjárlagafrumvarpið. Hann sagði þó að fjallað væri um málefni öryrkja með margvíslegum hætti í fjárlagafrumvarpinu og fjáraukalögum. Formaður Öryrkjabandalagsins hefur lýst því yfir að ef ekki sé gert ráð fyrir fullum efndum á fjárlögum verði því svarað með málsókn. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður spyr sig hvort sjálfstæðismenn muni áfram ráða ferðinni í öllum málum eftir að Halldór Ásgrímsson tekur við forsætisráðuneytinu. Hún kveðst ekki trúa því fyrr en á reyni að ráðherrarnir ætli að leggjast svo lágt að svíkja þetta kosningaloforð. Hún segir málið prófraun fyrir framsóknarmenn þegar Halldór Ásgrímsson tekur við stjórnartaumunum. Jóhann segir ríkisstjórnina hafa lafað saman á samkomulaginu sem hún gerði við Öryrkjabandalagið fyrir kosningarnar í fyrra því fyrir lá að öryrkjar ætluðu að láta í sér heyra. Það gerðu þeir hins vegar ekki vegna samkomulagsins. Hún segist heldur ekki trúa því að þingmenn Framsóknarflokksins ætli ekki að standa við bak heilbrigðisráðherra í þessu máli. „Maður spyr auðvitað í hvers lags þjóðfélagi maður býr þegar öryrkjar þurfa í fjórða sinn á stuttum tíma að leita réttar síns fyrir dómstólum,“ segir Jóhanna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður segir skammarlegt ef ríkisstjórnin ætli að láta öryrkja draga sig í fjórða sinn fyrir dómstóla vegna vanefnda á samningum. Hún segir málið prófraun fyrir framsóknarmenn þegar Halldór Ásgrímsson tekur við stjórnartaumunum. Forsætisráðherra lýsti því yfir í gær að ekki væri gert ráð fyrir frekari framlögum til öryrkja vegna samnings stjórnvalda við þá fyrir síðustu alþingiskosningar. Hann sagðist líta svo á að samkomulagið væri að fullu efnt. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sagðist í dag ekki ætla að ræða þessi ummæli forsætisráðherra enda liti hann svo á að hann væri bundinn trúnaði um fjárlagafrumvarpið. Hann sagði þó að fjallað væri um málefni öryrkja með margvíslegum hætti í fjárlagafrumvarpinu og fjáraukalögum. Formaður Öryrkjabandalagsins hefur lýst því yfir að ef ekki sé gert ráð fyrir fullum efndum á fjárlögum verði því svarað með málsókn. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður spyr sig hvort sjálfstæðismenn muni áfram ráða ferðinni í öllum málum eftir að Halldór Ásgrímsson tekur við forsætisráðuneytinu. Hún kveðst ekki trúa því fyrr en á reyni að ráðherrarnir ætli að leggjast svo lágt að svíkja þetta kosningaloforð. Hún segir málið prófraun fyrir framsóknarmenn þegar Halldór Ásgrímsson tekur við stjórnartaumunum. Jóhann segir ríkisstjórnina hafa lafað saman á samkomulaginu sem hún gerði við Öryrkjabandalagið fyrir kosningarnar í fyrra því fyrir lá að öryrkjar ætluðu að láta í sér heyra. Það gerðu þeir hins vegar ekki vegna samkomulagsins. Hún segist heldur ekki trúa því að þingmenn Framsóknarflokksins ætli ekki að standa við bak heilbrigðisráðherra í þessu máli. „Maður spyr auðvitað í hvers lags þjóðfélagi maður býr þegar öryrkjar þurfa í fjórða sinn á stuttum tíma að leita réttar síns fyrir dómstólum,“ segir Jóhanna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira