Innlent

Varnarliðið fer ekki

Colin Powell, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gaf það sterklega til kynna á hálftíma fundi með Davíð Oddssyni utanríkisráðherra í Wasington í gær, að ekki kæmi til greina að að flytja allt varnarliðið héðan. Davíð sagði að fundurinn hafi verið góður og að framvinda mála væri komin í ákveðinn farveg. Ráðherrarnir ræddu meðal annars um aukna þáttöku Íslendinga í rekstri Keflavíkurflugvallar í ljósi aukins borgaralegs flugs um völlinn. Viðræður verða næst í janúar, en embættismenn munu annast þær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×