Leiðtogafundur jafnaðarmanna 8. ágúst 2004 00:01 Leiðtogar norrænna jafnaðarmanna hafa haldið leiðtogafund sinn hér á landi um helgina. Fundurinn er á vegum SAMAK, samtaka norrænu jafnaðarmannaflokkanna og verkalýðshreyfingarinnar. Leiðtogarnir hafa á fundum helgarinnar rætt um samstarf flokkanna og samvinnu Norðurlandaþjóðanna innan Evrópusambandsins, áherslur þeirra á velferðamál og síðustu úrslit kosninga á Norðurlöndum. Einn norrænn forsætisráðherra sótti fundinn; Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar og eins var Jens Stoltenberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs á fundinum. Á meðal annarra gesta má nefna Mogens Lykketoft, formann danskra jafnaðarmanna og Össur Skarphéðinsson, formann Samfylkingarinnar. Össur Skarphéðingsson segir að rædd hafi verið mál sem tengist Evrópusambandinu og hann segir ljóst að jafnaðarmenn á Norðurlöndum telji það æskilegt fyrir framtíðarsamband jafnaðarmanna í þessum löndum að þau gangi öll inn í Evrópusambandið þegar tíminn er réttur. Össur segir að á fundinum hafi Íslendingarnir reynt að fá skilning félaga sinna á því að til að auðvelda Íslendingum inngöngu í ESB, þurfi að taka upp aðra nálgun gagnvart fiskveiðimálum. Hugmynd íslensku jafnaðarmannanna sé sú að sett verði upp sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði í Norðuratlantshafi sem kæmi í veg fyrir að Íslendingar þurfi að láta af hönum yfirstjórn til Brussel ef til inngöngu í sambandið kæmi. Össur segir góðan skilning hafa skapast á þessu á fundinum en það skipti töluverðu máli að forsætisráðherra Svíþjóðar, Göran Person, sem sé einn af þungavigtarmönnum innan Evrópusambandsins, hafi tekið vel undir þessar hugmyndir. Össur telur að skilningur manna sé að aukast á sérstöðu Íslendinga og að það geti auðveldað Íslendingum að gerast fullgildir meðlimir að Evrópusambandinu, ef þeir kjósi svo. Hann telur rétt og mikilvægt að fara að huga að aðildarumsókn á allra næstu árum. Össur segist finna það vel á sínum norsku samstarfsmönnum að innganga í Evrópusambandið verði á dagskrá í Noregi á næstu árum. Hann segir það skipta töluverðu máli fyrir Ísledinga að sækja um á undan Norðmönnum því Íslendingar eigi möguleika á að ná betri samningum en þeir. Hins vegar verði annað upp á tengingnum ef Norðmenn ganga inn í Evrópusambandið á undan. Þá verði erfiðara fyrir Íslendinga að fá betri samning en Norðmenn en það sé nauðsynlegt þar sem hagsmunir Íslendinga og sérstaða sé miklu meiri. Jafnaðarmannaleiðtogarnir verða í Viðey hluta úr degi þar sem haldinn er blaðamannafundur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Sjá meira
Leiðtogar norrænna jafnaðarmanna hafa haldið leiðtogafund sinn hér á landi um helgina. Fundurinn er á vegum SAMAK, samtaka norrænu jafnaðarmannaflokkanna og verkalýðshreyfingarinnar. Leiðtogarnir hafa á fundum helgarinnar rætt um samstarf flokkanna og samvinnu Norðurlandaþjóðanna innan Evrópusambandsins, áherslur þeirra á velferðamál og síðustu úrslit kosninga á Norðurlöndum. Einn norrænn forsætisráðherra sótti fundinn; Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar og eins var Jens Stoltenberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs á fundinum. Á meðal annarra gesta má nefna Mogens Lykketoft, formann danskra jafnaðarmanna og Össur Skarphéðinsson, formann Samfylkingarinnar. Össur Skarphéðingsson segir að rædd hafi verið mál sem tengist Evrópusambandinu og hann segir ljóst að jafnaðarmenn á Norðurlöndum telji það æskilegt fyrir framtíðarsamband jafnaðarmanna í þessum löndum að þau gangi öll inn í Evrópusambandið þegar tíminn er réttur. Össur segir að á fundinum hafi Íslendingarnir reynt að fá skilning félaga sinna á því að til að auðvelda Íslendingum inngöngu í ESB, þurfi að taka upp aðra nálgun gagnvart fiskveiðimálum. Hugmynd íslensku jafnaðarmannanna sé sú að sett verði upp sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði í Norðuratlantshafi sem kæmi í veg fyrir að Íslendingar þurfi að láta af hönum yfirstjórn til Brussel ef til inngöngu í sambandið kæmi. Össur segir góðan skilning hafa skapast á þessu á fundinum en það skipti töluverðu máli að forsætisráðherra Svíþjóðar, Göran Person, sem sé einn af þungavigtarmönnum innan Evrópusambandsins, hafi tekið vel undir þessar hugmyndir. Össur telur að skilningur manna sé að aukast á sérstöðu Íslendinga og að það geti auðveldað Íslendingum að gerast fullgildir meðlimir að Evrópusambandinu, ef þeir kjósi svo. Hann telur rétt og mikilvægt að fara að huga að aðildarumsókn á allra næstu árum. Össur segist finna það vel á sínum norsku samstarfsmönnum að innganga í Evrópusambandið verði á dagskrá í Noregi á næstu árum. Hann segir það skipta töluverðu máli fyrir Ísledinga að sækja um á undan Norðmönnum því Íslendingar eigi möguleika á að ná betri samningum en þeir. Hins vegar verði annað upp á tengingnum ef Norðmenn ganga inn í Evrópusambandið á undan. Þá verði erfiðara fyrir Íslendinga að fá betri samning en Norðmenn en það sé nauðsynlegt þar sem hagsmunir Íslendinga og sérstaða sé miklu meiri. Jafnaðarmannaleiðtogarnir verða í Viðey hluta úr degi þar sem haldinn er blaðamannafundur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent