Í heljargreipum heróínsins 20. október 2004 00:01 Árið 1984 skrifuðu Freyr og Njörður bókina Ekkert mál. Í henni sagði af hrikalegu lífi Freys í fíkniefnaheimum Kaupmannahafnar. Tæpum tuttugu árum síðar bjó hann í Amsterdam og lifði enn hrikalegra lífi. Svo hrikalegu að sumir eiga bágt með að skilja að hann skuli enn vera lifandi. En hann tórir og vel það. Vegnar bara býsna vel að sögn föðurins. "Hins vegar verðum við öll að skilja að leiðin til baka er erfið," segir Njörður. "Þessu fólki er ekki auðvelduð sú leið því það hefur langa sögu á eftir sér. Nafn Freys er þekkt, flestir sem hitta hann vita að hann hefur verið í eiturlyfjum. Það er ekki auðvelt fyrir svona mann að fá vinnu eða leigða íbúð. Og svo eru það peningamálin, þetta fólk er ekki að kaupa hlutabréf í KB banka." Lýsingarnar í bókinni á hörmungum heróínsjúklingsins eru hrikalegar. Hvert orð er satt og ekkert dregið undan. "Það sem fyrst og fremst vakir fyrir okkur er að lýsa þessum heimi. Og ef þú ætlar að lýsa honum þá verður þú að lýsa honum eins og hann er," segir Njörður sem mátt hefur þola margt um ævina vegna fíknar sonarins. "Bókin er skrifuð án fordæmingar og predikunar. Það er ekki hlutverk hennar að ætla sér að leysa þetta vandamál. Hlutverk bókarinnar er að lýsa þessum heimi eins vel og á eins raunsæjann hátt og við getum og síðan sendum við spurningu óbeint til lesandans. Þetta er heimurinn, mundir þú vilja þetta?" Fyrri bókin vakti mikla athygli á sínum tíma, hún seldist vel og hefur allar götur síðan verið lesin í framhaldsskólum. Forvarnargildið er talsvert. "Við höfum stundum velt fyrir okkur hvort Ekkert mál eigi hugsanlega sinn þátt í að heróín er ekki í umferð á Íslandi. Um það er ómögulegt að segja en hins vegar er það eiginlega það eina jákvæða við eiturlyfjaheiminn að heróín hefur ekki enn borist til landsins." Um möguleg áhrif nýju bókarinnar segir Njörður: "Ég veit ekki hver þau verða, get ómögulega ráðið í það. Ég vona hinsvegar að hún verði til þess að fólk sjái hversu skelfilegt þetta er allt saman." Freyr Njarðarson er 42 ára. Hann hefur marga hildi háð um ævina en er á beinu brautinni í dag. "Samkvæmt tölfræðinni er líf hans hálfnað, við lifum jú flest fram yfir áttrætt. Ef hann nær að rífa sig upp úr þessu þá á hann vonandi 40 góð ár eftir," segir Njörður. "En það er erfitt að koma út í hið venjulega líf. Freyr er í góðum tengslum við Þórarinn Tyrfingsson hjá SÁÁ og nýtur stuðnings hans og okkar sem að honum stöndum. Lífið er ekki búið." Ítarlegt viðtal við Njörð P. Njarðvík birtist í Birtu á morgun. Fréttir Innlent Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Árið 1984 skrifuðu Freyr og Njörður bókina Ekkert mál. Í henni sagði af hrikalegu lífi Freys í fíkniefnaheimum Kaupmannahafnar. Tæpum tuttugu árum síðar bjó hann í Amsterdam og lifði enn hrikalegra lífi. Svo hrikalegu að sumir eiga bágt með að skilja að hann skuli enn vera lifandi. En hann tórir og vel það. Vegnar bara býsna vel að sögn föðurins. "Hins vegar verðum við öll að skilja að leiðin til baka er erfið," segir Njörður. "Þessu fólki er ekki auðvelduð sú leið því það hefur langa sögu á eftir sér. Nafn Freys er þekkt, flestir sem hitta hann vita að hann hefur verið í eiturlyfjum. Það er ekki auðvelt fyrir svona mann að fá vinnu eða leigða íbúð. Og svo eru það peningamálin, þetta fólk er ekki að kaupa hlutabréf í KB banka." Lýsingarnar í bókinni á hörmungum heróínsjúklingsins eru hrikalegar. Hvert orð er satt og ekkert dregið undan. "Það sem fyrst og fremst vakir fyrir okkur er að lýsa þessum heimi. Og ef þú ætlar að lýsa honum þá verður þú að lýsa honum eins og hann er," segir Njörður sem mátt hefur þola margt um ævina vegna fíknar sonarins. "Bókin er skrifuð án fordæmingar og predikunar. Það er ekki hlutverk hennar að ætla sér að leysa þetta vandamál. Hlutverk bókarinnar er að lýsa þessum heimi eins vel og á eins raunsæjann hátt og við getum og síðan sendum við spurningu óbeint til lesandans. Þetta er heimurinn, mundir þú vilja þetta?" Fyrri bókin vakti mikla athygli á sínum tíma, hún seldist vel og hefur allar götur síðan verið lesin í framhaldsskólum. Forvarnargildið er talsvert. "Við höfum stundum velt fyrir okkur hvort Ekkert mál eigi hugsanlega sinn þátt í að heróín er ekki í umferð á Íslandi. Um það er ómögulegt að segja en hins vegar er það eiginlega það eina jákvæða við eiturlyfjaheiminn að heróín hefur ekki enn borist til landsins." Um möguleg áhrif nýju bókarinnar segir Njörður: "Ég veit ekki hver þau verða, get ómögulega ráðið í það. Ég vona hinsvegar að hún verði til þess að fólk sjái hversu skelfilegt þetta er allt saman." Freyr Njarðarson er 42 ára. Hann hefur marga hildi háð um ævina en er á beinu brautinni í dag. "Samkvæmt tölfræðinni er líf hans hálfnað, við lifum jú flest fram yfir áttrætt. Ef hann nær að rífa sig upp úr þessu þá á hann vonandi 40 góð ár eftir," segir Njörður. "En það er erfitt að koma út í hið venjulega líf. Freyr er í góðum tengslum við Þórarinn Tyrfingsson hjá SÁÁ og nýtur stuðnings hans og okkar sem að honum stöndum. Lífið er ekki búið." Ítarlegt viðtal við Njörð P. Njarðvík birtist í Birtu á morgun.
Fréttir Innlent Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira