Ákvörðun Davíðs eðlileg 15. ágúst 2004 00:01 Formenn stjórnarandstöðuflokkanna telja eðlilegt að Davíð Oddsson forsætisráðherra taki við embætti utanríkisráðherra. Formaður Vinstri grænna vonast til að utanlandsferðum utanríkisráðherra fækki og minni áhersla verði lögð á Evrópusambandið. Formaður Samfylkingarinnar segir farsælast fyrir ríkisstjórnina að Davíð fari með varnar- og öryggismál, en undrast að Geir H. Haarde skuli ekki hafa verið gerður að utanríkisráðherra. Davíð Oddsson ræddi við fjölmiðla í gær í fyrsta sinn frá því hann veiktist og var lagður inn á sjúkrahús. Við það tækifæri greindi hann frá því að hann tæki við embætti utanríkisráðherra 15. september, þegar Halldór Ásgrímsson verður forsætisráðherra. Steingrímur J. Sigfúusson, formaður Vinstri grænna, segir að í fyrsta lagi sé ákaflega ánægjulegt að forsætisráðherra sé að ná heislu og starfsorku og að hann vilji senda honum bestu óskir í því sambandi. Hann telur eðlilegt að Davíð, sem formaður annars stjórnarflokksins, fari í utanríkisráðuneytið þar sem það sé næst veigamesta ráðuneytið og efst í goggunarröðinni. Steingrímur kveðst ekki hafa átt von á öðru en að Davíð myndi undirstrika stöðu sína með því að fara í það ráðuneyti, ef hann héldi áfram á annað borð. Steingrímur segir Davíð vel hæfan til að gegna starfinu og hann hafi mikil sambönd. Hann kvíðir því ekki að hafa forsætisráðherrann fráfarandi sem utanríkisráðherra þar sem stefnan í þeim málaflokki geti ekki orðið hægrisinnaðri. Halldór Ásgrímsson hafi verið kominn eins langt til hægri og hægt var og því segist Steingrímur jafnvel geta bundið vonir við að stefnan batnaði heldur en hitt. „Svo mikið er víst að ég hef ekki trú á því að Davíð Oddsson fari að leggja lykkjur á leið sína, í hverri einustu ræðu sem hann heldur um utanríkismál, til að nudda okkur upp við Evrópusambandið eins og væntanlegur forveri hans gerði,“ segir Steingrímur. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir Davíð hafa reynsluna, þekkinguna og samböndin til að geta sinnt starfi utanríkisráðherra prýðilega. Hann segist hins vegar hafa talið að Geir H. Haarde fjármálaráðherra myndi setjast í stól utanríkisráðherra, meðal annars vegna þess að Geir hafi lýst því yfir að hann vildi breyta til. Formaður Samfylkingarinnar taldi töluverða samstöðu ríkja um þetta innan Sjálfstæðisflokksins en togstreita innan flokksins hafi hugsanlega komið í veg fyrir það. Formaður Vinstri grænna segir til greina koma að fjölga utanríkisráðherrum eins og þekkist víða, enda viðamikið starf, ekki síst fyrir flokksformann. Hann segir það „jafnvel ómennskt“ fyrir einn mann að ætla sér að sinna öllu því alþjóðlegu samstarfi sem nú tíðkist. Hann kveðst eiga alveg eins von á því að Davíð reyni að draga úr utanferðunum sem Steingrímur segir Halldór hafa ástundað í miklum mæli. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna telja eðlilegt að Davíð Oddsson forsætisráðherra taki við embætti utanríkisráðherra. Formaður Vinstri grænna vonast til að utanlandsferðum utanríkisráðherra fækki og minni áhersla verði lögð á Evrópusambandið. Formaður Samfylkingarinnar segir farsælast fyrir ríkisstjórnina að Davíð fari með varnar- og öryggismál, en undrast að Geir H. Haarde skuli ekki hafa verið gerður að utanríkisráðherra. Davíð Oddsson ræddi við fjölmiðla í gær í fyrsta sinn frá því hann veiktist og var lagður inn á sjúkrahús. Við það tækifæri greindi hann frá því að hann tæki við embætti utanríkisráðherra 15. september, þegar Halldór Ásgrímsson verður forsætisráðherra. Steingrímur J. Sigfúusson, formaður Vinstri grænna, segir að í fyrsta lagi sé ákaflega ánægjulegt að forsætisráðherra sé að ná heislu og starfsorku og að hann vilji senda honum bestu óskir í því sambandi. Hann telur eðlilegt að Davíð, sem formaður annars stjórnarflokksins, fari í utanríkisráðuneytið þar sem það sé næst veigamesta ráðuneytið og efst í goggunarröðinni. Steingrímur kveðst ekki hafa átt von á öðru en að Davíð myndi undirstrika stöðu sína með því að fara í það ráðuneyti, ef hann héldi áfram á annað borð. Steingrímur segir Davíð vel hæfan til að gegna starfinu og hann hafi mikil sambönd. Hann kvíðir því ekki að hafa forsætisráðherrann fráfarandi sem utanríkisráðherra þar sem stefnan í þeim málaflokki geti ekki orðið hægrisinnaðri. Halldór Ásgrímsson hafi verið kominn eins langt til hægri og hægt var og því segist Steingrímur jafnvel geta bundið vonir við að stefnan batnaði heldur en hitt. „Svo mikið er víst að ég hef ekki trú á því að Davíð Oddsson fari að leggja lykkjur á leið sína, í hverri einustu ræðu sem hann heldur um utanríkismál, til að nudda okkur upp við Evrópusambandið eins og væntanlegur forveri hans gerði,“ segir Steingrímur. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir Davíð hafa reynsluna, þekkinguna og samböndin til að geta sinnt starfi utanríkisráðherra prýðilega. Hann segist hins vegar hafa talið að Geir H. Haarde fjármálaráðherra myndi setjast í stól utanríkisráðherra, meðal annars vegna þess að Geir hafi lýst því yfir að hann vildi breyta til. Formaður Samfylkingarinnar taldi töluverða samstöðu ríkja um þetta innan Sjálfstæðisflokksins en togstreita innan flokksins hafi hugsanlega komið í veg fyrir það. Formaður Vinstri grænna segir til greina koma að fjölga utanríkisráðherrum eins og þekkist víða, enda viðamikið starf, ekki síst fyrir flokksformann. Hann segir það „jafnvel ómennskt“ fyrir einn mann að ætla sér að sinna öllu því alþjóðlegu samstarfi sem nú tíðkist. Hann kveðst eiga alveg eins von á því að Davíð reyni að draga úr utanferðunum sem Steingrímur segir Halldór hafa ástundað í miklum mæli.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira