Hvellir hvekktu flugfarþega 22. júní 2004 00:01 "Það komu þrír háværir hvellir hver á eftir öðrum og eldtungur stóðu úr einum hreyflinum í smástund," segir Vernharður Linnet dagskrárgerðarmaður, en hann var ásamt 150 öðrum Íslendingum á leið úr sumarfríi á eynni Krít þegar miklir hvellir heyrðust í hreyfli vélar Icelandair við flugtak. Fengu allmargir farþegar nokkuð áfall en vélin hélt þó áfram flugi sínu og lenti heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli í fyrrakvöld. Boðið var upp á áfallahjálp við komuna þangað. "Það sem kannski var erfiðast var að allt rafmagn fór af um tíma eftir að þetta gerðist og ljóslaust var á meðan en ég tók þó eftir að yfirflugfreyjunni stóð ekki á sama. Innan skamms tilkynnti flugstjórinn þó að allt væri með felldu og að líkindum hefði verið um yfirfyllingu af eldsneyti að ræða. Flugbrautin þarna er fremur stutt og þeir þurfa að gefa vel inn fyrir flugtak en ferðin gekk að óskum eftir þetta." Um borð í vélinni voru ásamt öðrum tveir þjóðkunnir alþingismenn, Steingrímur J. Sigfússon og Jónína Bjartmarz. Steingrímur gerir lítið úr atvikinu og segir að hann gæti eins hætt í starfi sínu sem stjórnmálamaður ef hann kippti sér upp við slík óhöpp. "Eðlilega fór þó um marga sem um borð voru en viðbrögð flugmanns og áhafnar voru til fyrirmyndar. Það tóku einhverjir það nærri sér að flugstjórinn tilkynnti ekki strax hvað hefði átt sér stað eða hvort allt væri með felldu en auðvitað þurfti hann að kanna tékklista sína og mæla áður en hann gat vitað eitthvað sjálfur. Öll áhöfnin stóð sig með mestu prýði alla leiðina og á þakkir skildar en vitaskuld er auðvelt að gera sér í hugarlund að fyrir fólk sem er flughrætt að þetta hafi skotið þeim skelk í bringu. Icelandair bauð svo upp á áfallahjálp og veitingar þegar lent var og einhverjir notfærðu sér það." Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
"Það komu þrír háværir hvellir hver á eftir öðrum og eldtungur stóðu úr einum hreyflinum í smástund," segir Vernharður Linnet dagskrárgerðarmaður, en hann var ásamt 150 öðrum Íslendingum á leið úr sumarfríi á eynni Krít þegar miklir hvellir heyrðust í hreyfli vélar Icelandair við flugtak. Fengu allmargir farþegar nokkuð áfall en vélin hélt þó áfram flugi sínu og lenti heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli í fyrrakvöld. Boðið var upp á áfallahjálp við komuna þangað. "Það sem kannski var erfiðast var að allt rafmagn fór af um tíma eftir að þetta gerðist og ljóslaust var á meðan en ég tók þó eftir að yfirflugfreyjunni stóð ekki á sama. Innan skamms tilkynnti flugstjórinn þó að allt væri með felldu og að líkindum hefði verið um yfirfyllingu af eldsneyti að ræða. Flugbrautin þarna er fremur stutt og þeir þurfa að gefa vel inn fyrir flugtak en ferðin gekk að óskum eftir þetta." Um borð í vélinni voru ásamt öðrum tveir þjóðkunnir alþingismenn, Steingrímur J. Sigfússon og Jónína Bjartmarz. Steingrímur gerir lítið úr atvikinu og segir að hann gæti eins hætt í starfi sínu sem stjórnmálamaður ef hann kippti sér upp við slík óhöpp. "Eðlilega fór þó um marga sem um borð voru en viðbrögð flugmanns og áhafnar voru til fyrirmyndar. Það tóku einhverjir það nærri sér að flugstjórinn tilkynnti ekki strax hvað hefði átt sér stað eða hvort allt væri með felldu en auðvitað þurfti hann að kanna tékklista sína og mæla áður en hann gat vitað eitthvað sjálfur. Öll áhöfnin stóð sig með mestu prýði alla leiðina og á þakkir skildar en vitaskuld er auðvelt að gera sér í hugarlund að fyrir fólk sem er flughrætt að þetta hafi skotið þeim skelk í bringu. Icelandair bauð svo upp á áfallahjálp og veitingar þegar lent var og einhverjir notfærðu sér það."
Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira