Fiskveiðihagsmunir mikilvægir 15. september 2004 00:01 Mikill munur er á stöðu sjávarútvegs í Evrópusambandinu og á Íslandi, að því er fram kemur í nýrri frumskýrslu nefndar er Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra setti saman um fiskveiðistefnu Íslands og Evrópusambandsins. Grundvallarmunurinn er fólginn í því að ríki ESB hafa framselt ákvörðunarvald til sambandsins en Íslendingar fara sjálfir með stjórn fiskveiðimála. Þá hefur sjávarútvegur litla efnahagslega þýðingu fyrir ESB miðað við þjóðarframleiðslu en gífurlega þýðingu fyrir íslenskan efnahag. Sjávarútvegur stendur undir 63 prósentum af verðmæti vöruútflutnings Íslendinga. Skýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að stjórnsýsla í kring um sjávarútveg sé einfaldari á Íslandi. Allir þeir sem komi að málum hafi sameiginlega hagsmuni í því að tryggja skynsamlega nýtingu auðlindarinnar til að ná fram hámarks efnahagslegum ávinningi á ábyrgan hátt. Í ESB eru ákvarðanir teknar af ráðherraráði þar sem öll ríki sambandsins hafa atvkæðarétt þótt hagsmunir þeirra af sjávarútvegi séu engir. Ákvarðanir um fiskveiðistjórnun geta því verið notaðar sem skiptimynt í óskyldum málum. Einnig segja nefndarmenn að ítrekað sé gengið gegn tillögum framkvæmdastjórnar ESB í fiskveiðimálum, sem byggð er á ráðgjöf vísindamanna um leyfilegan hámarksafla. Grundvallarmunur er á nálgun ESB og Íslands varðandi meðafla og brottkast. Sjómenn ESB eru skikkaðir til að kasta frá borði fiski sem er undir viðmiðunarmörkum, eða sem óheimilt er að veiða, hvort sem hann er lifandi eða ekki. Talið er að fiskur sem dreginn er um borð í skip drepist í flestum tilfellum þótt honum sé sleppt lifandi í sjóinn. Á Íslandi er brottkast bannað og margvíslegar reglur eru í gildi til að koma í veg fyrir það. Helsta niðurstaða skýrslunnar er sú að ýmsir þættir sameiginlegrar fiskveiðistefnu Evrópusambandsins fari í bága við hagsmuni og réttindi Íslendinga. Það sé almenn skoðun meðal Íslendinga að við getum ekki gerst aðildarríki ESB án þess að sérstaða okkar gagnvart sjávarútvegi verði metin og tryggði til frambúðar í aðildarsamningi með varanlegu fyrirkomulagi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Mikill munur er á stöðu sjávarútvegs í Evrópusambandinu og á Íslandi, að því er fram kemur í nýrri frumskýrslu nefndar er Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra setti saman um fiskveiðistefnu Íslands og Evrópusambandsins. Grundvallarmunurinn er fólginn í því að ríki ESB hafa framselt ákvörðunarvald til sambandsins en Íslendingar fara sjálfir með stjórn fiskveiðimála. Þá hefur sjávarútvegur litla efnahagslega þýðingu fyrir ESB miðað við þjóðarframleiðslu en gífurlega þýðingu fyrir íslenskan efnahag. Sjávarútvegur stendur undir 63 prósentum af verðmæti vöruútflutnings Íslendinga. Skýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að stjórnsýsla í kring um sjávarútveg sé einfaldari á Íslandi. Allir þeir sem komi að málum hafi sameiginlega hagsmuni í því að tryggja skynsamlega nýtingu auðlindarinnar til að ná fram hámarks efnahagslegum ávinningi á ábyrgan hátt. Í ESB eru ákvarðanir teknar af ráðherraráði þar sem öll ríki sambandsins hafa atvkæðarétt þótt hagsmunir þeirra af sjávarútvegi séu engir. Ákvarðanir um fiskveiðistjórnun geta því verið notaðar sem skiptimynt í óskyldum málum. Einnig segja nefndarmenn að ítrekað sé gengið gegn tillögum framkvæmdastjórnar ESB í fiskveiðimálum, sem byggð er á ráðgjöf vísindamanna um leyfilegan hámarksafla. Grundvallarmunur er á nálgun ESB og Íslands varðandi meðafla og brottkast. Sjómenn ESB eru skikkaðir til að kasta frá borði fiski sem er undir viðmiðunarmörkum, eða sem óheimilt er að veiða, hvort sem hann er lifandi eða ekki. Talið er að fiskur sem dreginn er um borð í skip drepist í flestum tilfellum þótt honum sé sleppt lifandi í sjóinn. Á Íslandi er brottkast bannað og margvíslegar reglur eru í gildi til að koma í veg fyrir það. Helsta niðurstaða skýrslunnar er sú að ýmsir þættir sameiginlegrar fiskveiðistefnu Evrópusambandsins fari í bága við hagsmuni og réttindi Íslendinga. Það sé almenn skoðun meðal Íslendinga að við getum ekki gerst aðildarríki ESB án þess að sérstaða okkar gagnvart sjávarútvegi verði metin og tryggði til frambúðar í aðildarsamningi með varanlegu fyrirkomulagi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði