Aðeins kristnir menn borða mýs 14. júní 2004 00:01 Tumi Tómasson, skólastjóri Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, hefur ferðast um allan heim í leit að efnilegum nemendum í skólann. Á ferðum sínum hefur hann komist í tæri við alls konar matargerð og er löngu hættur að kalla allt ömmu sína í þeim efnum. "Þegar ég bjó í Malaví fór ég með Malövum til Tansaníu og þar var okkur boðið upp á dýrindis risarækjur. Malavarnir höfðu nú ekki mikinn hug á því að borða þennan óþverra en létu til leiðast eftir þrábeiðni mína og smökkuðu rækjurnar og sögðu þá að þær brögðuðust alveg eins og engisprettur. Í framhaldi af því spurðu þeir hvort ég hefði nokkurn tímann smakkað matinn þeirra og áður en ég vissi af var ég búinn að lofa því að borða maura, engisprettur og mýs. En þegar ég kom heim einn daginn með mýs til að láta elda í kvöldmatinn, henti kokkurinn þeim sveiandi í ruslið með þeim orðum að aðeins kristnir menn ætu mýs," segir Tumi. Hann hefur ekki lagt sig eftir því að borða skrýtinn mat á ferðum sínum en segist hinsvegar vera kurteis og því eiga erfitt með að neita þegar menn vilja gefa honum þjóðarrétti að smakka. "Ég hef borðað krókódíl, snák, skjaldböku, sæbjúgu og marglyttur, sem voru mjög góðar. Sérkennilegast var samt að borða lifandi fisk í Kína. Fyrst var okkur sýndur lifandi koli og svo var náð í salatblað og flökin skorin af fisknum lifandi og borin fram á salatblaðinu. Svo horfði fiskurinn á okkur og ranghvolfdi í sér augunum á meðan við gæddum okkur á honum." Tumi segist ekki óttast matareitrun þegar hann snæðir framandi rétti. "Það er alltaf best að borða það sem heimamenn borða því þá eru minnstar líkur á að eitthvað fari úrskeiðis við matreiðslu. Og svæsnasta matareitrun sem ég hef fengið stafaði af samloku sem ég fékk í flugvél á Íslandi." Matur Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Tumi Tómasson, skólastjóri Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, hefur ferðast um allan heim í leit að efnilegum nemendum í skólann. Á ferðum sínum hefur hann komist í tæri við alls konar matargerð og er löngu hættur að kalla allt ömmu sína í þeim efnum. "Þegar ég bjó í Malaví fór ég með Malövum til Tansaníu og þar var okkur boðið upp á dýrindis risarækjur. Malavarnir höfðu nú ekki mikinn hug á því að borða þennan óþverra en létu til leiðast eftir þrábeiðni mína og smökkuðu rækjurnar og sögðu þá að þær brögðuðust alveg eins og engisprettur. Í framhaldi af því spurðu þeir hvort ég hefði nokkurn tímann smakkað matinn þeirra og áður en ég vissi af var ég búinn að lofa því að borða maura, engisprettur og mýs. En þegar ég kom heim einn daginn með mýs til að láta elda í kvöldmatinn, henti kokkurinn þeim sveiandi í ruslið með þeim orðum að aðeins kristnir menn ætu mýs," segir Tumi. Hann hefur ekki lagt sig eftir því að borða skrýtinn mat á ferðum sínum en segist hinsvegar vera kurteis og því eiga erfitt með að neita þegar menn vilja gefa honum þjóðarrétti að smakka. "Ég hef borðað krókódíl, snák, skjaldböku, sæbjúgu og marglyttur, sem voru mjög góðar. Sérkennilegast var samt að borða lifandi fisk í Kína. Fyrst var okkur sýndur lifandi koli og svo var náð í salatblað og flökin skorin af fisknum lifandi og borin fram á salatblaðinu. Svo horfði fiskurinn á okkur og ranghvolfdi í sér augunum á meðan við gæddum okkur á honum." Tumi segist ekki óttast matareitrun þegar hann snæðir framandi rétti. "Það er alltaf best að borða það sem heimamenn borða því þá eru minnstar líkur á að eitthvað fari úrskeiðis við matreiðslu. Og svæsnasta matareitrun sem ég hef fengið stafaði af samloku sem ég fékk í flugvél á Íslandi."
Matur Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist