Viðskipti innlent

Þrotabú Samson stefnir Nýja Kaupþingi

Fyrirtaka er í þar næstu viku í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna stefnu þrotabús Samson gegn Nýja Kaupþingi. Málið snýst um að Nýja Kaupþing tók fé, samtals 520 milljónir kr., af reikningi Samson í bankanum til að greiða inn á lán sem Björgólfsfeðgar fengu upphaflega í Búnaðarbankanum 2003 til að fjármagna þriðjung af kaupverði Landsbankans.

Viðskipti innlent

Góðar líkur á besta þjónustujöfnuði síðan 1990

„Af þróun kortaveltunnar má þannig ráða að talsverður afgangur muni reynast af þjónustujöfnuði á þriðja fjórðungi ársins, og teljum við ekki úr vegi að ætla að hann gæti orðið á bilinu 12-18 milljarðar kr. Ef grunur okkar reynist réttur verður afgangurinn á þriðja ársfjórðungi sá mesti síðan Seðlabankinn hóf að taka saman ársfjórðungslegar greiðslujafnaðartölur árið 1990."

Viðskipti innlent

Frekari lækkun íbúðaverðs er óhjákvæmileg

Í því efnahagsástandi sem nú ríkir hér á landi er frekari lækkun á íbúðaverði óhjákvæmileg að mati greiningar Íslandsbanka. Hin mikla uppsveifla undanfarinna ára á íbúðamarkaði hefur orðið til þess að nú þegar ládeyða hefur verið á þessum markaði situr eftir mikill fjöldi nýrra óseldra íbúða á framboðshlið markaðarins sem skapar frekari þrýsting til verðlækkunar.

Viðskipti innlent

Hagsjá: Spáir 8,9% ársverðbólgu í október

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga milli september og október mælist 0,4%. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga lækka þó nokkuð og mælast 8,9% í október samanborið við 10,8% í september. Þetta yrði því í fyrsta skipti í 18 mánuði sem 12 mánaða verðbólga mælist undir 10%.

Viðskipti innlent

Saxhóll óskar eftir gjaldþrotaskiptum

Eigendur einkahlutafélagsins Heiðarsólar ehf, sem áður hét Saxhóll ehf, óskaði í dag eftir því að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Í tilkynningu frá Heiðarsól kemur fram að helstu eignir Heiðarsólar ehf. séu fólgnar í skuldabréfum, hlutabréfum og fasteignum, en auk þess hafi handbært fé félagsins um áramót verið umtalsvert eða á fjórða milljarð króna.

Viðskipti innlent

Björgvin: Sáum tækifæri sem við ákváðum að grípa

Björgvin Guðmundsson sem sagt hefur starfi sínu lausu sem ritstjóri viðskiptablaðs Morgunblaðsins mun á næstu dögum taka við stöðu aðstoðarritstjóra Viðskiptablaðsins. Með honum á Viðskiptablaðið fara tveir aðrir blaðamenn af Morgunblaðinu. „Við sáum tækifæri sem við ákváðum að grípa," segir Björgvin um þessa ákvörðun þeirra þremenninganna.

Viðskipti innlent

EBÍ greiðir 300 milljóna arð til sveitarfélaga

Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands (EBÍ) greiðir í dag samtals 300 milljónir króna í framlag til ágóðahlutar. Greiðslan rennur til þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að Sameignarsjóði EBÍ í réttu hlutfalli við eignaraðild þeirra að sjóðnum.

Viðskipti innlent

Ísland á útsölu í Seattle

Bandaríska blaðið The Seattle Times birtir frétt undir fyrirsögninni „Ísland á útsölu frá Seattle" þar sem fjallað er um mjög hagstæð kjör sem í boði eru hjá Icelandair frá Seattle til Reykjavíkur í beinu flugi.

Viðskipti innlent

Viðskiptablaðamenn Morgunblaðsins hættir

Fjórir blaðamenn af viðskiptablaði Morgunblaðsins er hættir störfum á blaðinu. Auk Björgvins Guðmundssonar fréttaritstjóra viðskiptahlutans hafa þeir Þorbjörn Þórðarson, Þórður Snær Júlíusson og Magnús Halldórsson sagt upp störfum.

Viðskipti innlent

Fjórðungur fyrirtækja ætlar að fækka starfsmönnum

Sex af hverjum tíu aðildarfyrirtækjum Samtaka atvinnulífsins (SA) hyggjast ekki gera breytingar á starfsmannafjölda á næstu sex mánuðum, 14% áforma fjölgun starfsmanna en 26% hyggjast fækka þeim. Af þeim sem hyggjast fjölga starfsmönnum ætla tveir þriðju að fjölga um innan við fimm starfsmenn.

Viðskipti innlent

Portfarma gerir samning upp á hundruð milljóna

Íslenska samheitalyfjafyrirtækið Portfarma hefur skrifað undir samning við Grindeks, eitt stærsta lyfjasölufyrirtæki í Eystrasaltsríkjunum, um dreifingu og sölu á lyfjum fyrirtækisins í nær öll apótek í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Verðmæti samningsins hleypur á hundruðum milljóna íslenskra króna á ári.

Viðskipti innlent

Exista greiðir ekki vexti af skuldabréfum

Exista hefur ákveðið að greiða ekki vaxtagreiðslur af skuldabréfum sínum sem voru á gjalddaga í gær, 14. október. Þetta er gert með vísan í samningaviðræður sem eru í gangi við handhafa skráðra skuldabréfa og víxla félagsins um frestun á greiðslum.

Viðskipti innlent