Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Húsfyllir var í Íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar á annan í jólum þegar jólasýning Þjóðleikhússins, gríski harmleikurinn Óresteia eftir Benedict Andrews, var frumsýnd. Ýmis þekkt nöfn létu sjá sig, Gísli Marteinn, Halla Tómasdóttir og Egill Ólafsson þar á meðal. Menning 30.12.2025 17:04
Tekur yfir borgina á nýársdag Auglýsingahlé verður á yfir 550 skjáum Billboard um alla Reykjavíkurborg frá 1. til 3. janúar 2026 þegar verkið Sólarhringur eftir Þórdísi Erlu Zoëga tekur yfir þá. Í verkinu breytast skjáir borgarrýmisins með birtu dagsins, taka mið af litbrigðum sólarljóssins og verða þannig að stafrænni sólarklukku. Menning 30.12.2025 13:23
Græna gímaldið ljótast Niðurstöður liggja fyrir í kosningu Arkitektúruppreisarinnar, áhugamannahóps um framtíð arkitektúrs, um nýbyggingu ársins, bæði þá fallegustu og ljótustu. Græna gímaldið við Álfabakka 2a var valin ljótasta nýbyggingin og Hafnarstræti 75 á Akureyri sú fallegasta. Menning 30.12.2025 11:22
Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Á annan dag jóla frumsýnir Þjóðleikhúsið harmleikinn Óresteiu eftir Benedict Andrews. Jólafrumsýningin verður í fyrsta sinn ekki á stóra sviðinu heldur í Kassanum og hefst klukkutíma fyrr en vanalega enda rúmir fjórir tímar að lengd. Menning 19.12.2025 16:08
Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Árnastofnun hefur valið orðið vangreiðslugjald sem orð ársins í ár. Um er að ræða gjald sem bílastæðafyrirtæki innheimta þegar ekki er greitt fyrir gjaldskylt bílastæði innan tiltekins tímaramma. Önnur orð sem komu til greina voru tollastríð, fjölþáttaógnir, gímald, kjarnorkuákvæði, frelsisfloti, ofbeldisvandi og vók/vókismi. Menning 19.12.2025 10:30
Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Áhorfendum býðst að skrifa jólakort på gamle moden og fá sér heitt kakó fyrir danssýninguna Jóladrauma og eftir sýningu er öllum boðið upp á svið í alvöru jólaball. Fyrir óvana áhorfendur virðast danssýningar oft óaðgengilegar og flóknar en það er algjör mýta að sögn listdansstjóra Íslenska dansflokksins. Menning 18.12.2025 14:19
„Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Sjaldan eða aldrei hefur nýliði hlaupið inn á ritvöllinn með öðrum eins látum og Reynir Finndal Grétarsson. Hann er mættur til leiks ekki með eina heldur tvær bækur í jólabókaflóðið; Fjórar árstíðir sem er opinská sjálfsævisaga Reynis og svo er hann með afar dimman krimma, eða trylli, sem heitir Líf. Menning 18.12.2025 07:02
Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Vísir birtir glænýjan bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda og felur hann í sér söguleg tíðindi. Æsast nú leikar þegar rétt rúm vika er til jóla. Menning 16.12.2025 12:42
Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Staðreyndirnar eftir Hauk Má Helgason eru meðal þeirra verka sem tilnefnd eru til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna, og maklega svo, þetta er afar athyglisverð og vel heppnuð saga. Menning 16.12.2025 07:03
Auður segir skilið við Gímaldið Auður Jónsdóttir, rithöfundur og blaðamaður, hefur ákveðið að ljúka störfum hjá Gímaldinu, nýstofnuðum menningarfjölmiðli en hún er annar stofnenda miðilsins. Auður hyggst einbeita sér að skrifum en hún er meðal rithöfunda sem fá listamannalaun í hálft ár á næsta ári. Menning 14.12.2025 17:02
Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Jóhann Páll Jóhannsson settur menningarráðherra þegar kemur að ráðningu nýs óperustjóra hefur boðað þrjá umsækjendur í viðtal. Þrír hafa verið metnir hæfir til að gegna stöðunni en til stóð að skipa í stöðuna fyrir 15. nóvember síðastliðinn. Menning 13.12.2025 16:00
Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason stofnaði Facebook-þráð um óþolandi orð og viðbrögðin stóðu ekki á sér. Sjálfur valdi Egill orðin bókakonfekt, leikhúskonfekt og ástríðukokk en í þokkabót rigndi inn tillögum í hundruðatali. Þar mátti sjá vegferð, fjöllu, bataknús, bumbubúa og ýmislegt annað. Menning 12.12.2025 17:27
Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Er ákvörðunin um að taka ekki þátt í Eurovision heigulsleg? Hvers vegna er svona mikið rof milli vinsældarlista og tilnefninga til Íslensku bókmenntaverðlaunanna? Getur gagnrýni þrifist á Íslandi þegar listamenn eru svona hörundssárir og hefnigjarnir? Ofmetnuðust Katrín Jakobsdóttir og Ragnar Jónasson við skrif nýjustu glæpasögu sinnar eða runnu þau út á tíma? Menning 12.12.2025 15:35
Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Myndlistarmaðurinn Sigurður Sævar Magnúsarson opnaði einkasýningu með pomp og prakt í Landsbankahúsinu í Austurstræti í gær. Margt var um manninn á opnuninni en um er að ræða verk sem spanna tíu ár á ferli listamannsins. Menning 12.12.2025 13:00
„Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Er beef-ið komið aftur í tónlistarbransann? Svo virðist vera ef marka má skeytasendingar milli rapparans Jóhanns Kristófers Stefánssonar og popparans Eyþórs Arons Wöhler í Húbbabúbba. Jóhann sagði sveitina vera þá verstu í Íslandssögunni en Eyþór telur hinn 32 ára Jóhann vera með Húbbabúbba á heilanum. Menning 10.12.2025 12:39
Kanónur í jólakósí Einhverjir ástsælustu rithöfundar landsins buðu desember velkominn með huggulegu jólakvöldi í Ásmundarsal. Margt var um manninn og jólastemningin tók yfir. Menning 9.12.2025 20:03
„Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Bókin Jötunsteinn eftir Andra Snæ Magnason er viðbragð við yfirstandandi uppbygingarskeiði sem höfundur lýsir sem „stóra lúffinu“. Fólk sé ekki stolt af byggingum sem rísi á Íslandi líkt og áður fyrr heldur skammist sín ef eitthvað er. Ekki sé hægt að benda á sökudólga heldur sé ástandið afleiðing djúpstæðrar menningar. Jötunsteinn er hróp til fólks um að beygja af þessari leið. Menning 9.12.2025 07:09
Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Jólastemningin náði nýjum hæðum í Ásmundarsal um helgina þegar Jólasýningin 2025, Brjálað að gera!, var opnuð við frábæra þátttöku gesta. Nafnið reyndist sannarlega lýsandi – frá fyrstu mínútu var líf og fjör í salnum og aðsóknin sló öll fyrri met. Menning 8.12.2025 20:01
Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Einhverjir koma kannski af fjöllum þegar rætt er um hljóðdempandi listaverk en hönnuðurinn og listamaðurinn Markús Bjarnason hefur á undanförnum árum sérhæft sig í þeim. Hann var að opna sýningu með þessu listformi sem einkennist af miklu notagildi. Menning 8.12.2025 16:03
Munur er á manviti og mannviti Helstu tíðindi fyrir þessi bókajól koma á óvart. Rímur! Svo það sé sagt þá hafa kvæði ekki beinlínis verið minn tebolli. En út er komin bókin Láka rímur eftir Bjarka Karlsson sem fara langt með að umturna minni afstöðu til kveðskapar. Menning 6.12.2025 07:02
Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Uppskriftabókin Vatn og Brauð - Fangaréttir kom út í dag en þar er að finna fimmtíu uppskriftir eftir 35 fanga í íslenskum fangelsum. Fangavörðurinn Margrét Birgitta Davíðsdóttir er hugmyndasmiður og ritstjóri bókarinnar en bókin kemur loksins út fimm árum eftir að hún fékk hugmyndina. Menning 5.12.2025 17:16
Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Dóra Jóhannsdóttir, leikstjóri og handritshöfundur, er að gefa út bók um reynslu sína af íslenska kvikmyndabransanum í kringum sjónvarpsseríuna Húsó og Áramótaskaupið 2022. Dóra sagði framleiðendur Skaupsins hafa slitið samskiptum við hana þegar hún bað um aðgang að fjárhagsáætlun og telur hún að hvorki höfundaréttur hennar né réttur til nafngreiningar hafi verið virtur í Húsó. Menning 5.12.2025 07:03
Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Kærleikskúlan hefur í 22 ár verið órjúfanlegur hluti af jólahefð margra en í byrjun desember á hverju ári er staðið að útgáfu til styrktar Gló stuðningsfélagi. Tilgangurinn með sölu Kærleikskúlunnar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna, með því að efla starfsemi Reykjadals sem félagið á og rekur. Menning 2.12.2025 12:00
Sýnilegri í senunni á meðgöngunni „Það er auðvitað smá klikkun að vera í vinnu á leikskóla og setja upp tvær sýningar á sama tíma og líkami manns sér um að baka barn en ég hef alltaf haft nóg að gera og mér fyndist líklega erfiðara ef það myndi allt í einu stoppa,“ segir kraftmikli dansarinn Birta Ásmundsdóttir en hún og leikarinn og tónlistarmaðurinn Kristinn Óli, betur þekktur sem Króli, eiga von á sínu fyrsta barni. Menning 2.12.2025 07:01