Lífið

Fréttamynd

Þetta er pínulítið Júróvisjón!

Vortónleikar Kvennakórs Háskóla Íslands verða í Hátíðasal skólans í dag. Það eru síðustu tónleikar Margrétar Bóasdóttur sem stjórnanda kórsins, en hún stofnaði hann 2005 ásamt hópi nemenda þegar hún var í HÍ.

Menning

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Claire Denis heiðursgestur RIFF

Franski kvikmyndaleikstjórinn Claire Denis verður heiðursgestur RIFF í haust og hlýtur heiðursverðlaun hátíðarinnar fyrir framúrskarandi listræna sýn.

Menning
Fréttamynd

O komið til Argentínu

Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir tónskáld úr Fellabæ á verk sem tilnefnt er til þátttöku á alþjóðlega tónskáldaþinginu Rostrum of composers sem hefst í dag í Argentínu.

Menning
Fréttamynd

Mannanna misráðnu verk

Ófremdarástand ríkir á yfirstéttarheimili Orgeirs. Andlegur kuklari og smákrimmi að nafni Guðreður hefur smokrað sér inn á ættaróðalið undir verndarvæng heimilisföðurins sem sér ekki sólina fyrir afturendanum á honum.

Menning
Fréttamynd

Árni bjartsýnn á að klára heimildarmynd

Þingmaðurinn fyrrverandi segir heimildarmynd um Scoresbysund á Grænlandi hálfnaða. Gerð myndarinnar hafi tafist af ýmsum ástæðum. Fékk hundruð þúsunda í styrki til verkefnisins af skúffufé nokkurra ráðherra.

Menning
Fréttamynd

Pálmi Gunnarsson bæjarlistamaður Akureyrar

Í gær var tilkynnt á Vorkomu stjórnar Akureyrarstofu um val á bæjarlistamanni Akureyrar 2019-2020 og varð tónlistarmaðurinn, rithöfundurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Pálmi Gunnarsson þess heiðurs aðnjótandi.

Menning
Fréttamynd

Bein útsending: Opnunarathöfn Bókmenntahátíðar

Alþjóðlega bókmenntahátíðin í Reykjavík verður sett í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Er þetta í fyrsta sinn sem hún fer fram að vori. Allt frá árinu 1985 hefur hún verið í september, að jafnaði annað hvert ár.

Menning
Fréttamynd

Slær allt út sem ég hef áður kynnst

Kammerkórinn Hljómeyki syngur stórvirkið Path of Miracles eftir breska tónskáldið Joby Talbot í tveimur dómkirkjum landsins – fyrst annað kvöld í Landakotskirkju.

Menning
Fréttamynd

Skapandi óreiða Barns náttúrunnar

Í Landsbóksafni Íslands er sýning í tilefni af aldarafmæli Barns náttúrunnar, fyrstu skáldsögu Halldórs Laxness. Fræðimenn og listafólk skrifa greinar í veglega sýningarskrá.

Menning
Fréttamynd

Hátíð lesenda

Aðlögun er þema Bókmenntahátíðar í Reykjavík. Sérstök barnadagskrá, heiðursverðlaun til þýðenda og alþjóðleg bókmenntaverðlaun meðal þess sem er á dagskrá.

Menning
Fréttamynd

Er mest fyrir okkur gert

Skólahljómsveitin Rassar sem stofnuð var á Núpi í Dýrafirði 1969 er komin vestur á firði og fagnar þar hálfrar aldar afmæli með því að spila, sér og öðrum til gamans.

Menning
Fréttamynd

Ég held mig sé að dreyma

Fyrsta plata hins sjóndapra Suðurnesjamanns Más Gunnarssonar kemur út í dag. Hún heitir Söngur fuglsins. Veglegir útgáfutónleikar verða haldnir í kvöld í Hljómahöllinni.

Menning
Fréttamynd

Hansa í fótspor Judi Dench

Jóhann G. Jóhannsson og Jóhanna Vigdís Arnardóttir hafa bæst í leikarahóp stórsýningarinnar Shakespeare verður ástfanginn sem frumsýnd verður næsta haust í Þjóðleikhúsinu.

Menning
Fréttamynd

Kútalaus í djúpu lauginni

Leikferill Arons Más Ólafssonar, betur þekktur sem Aron Mola, fer kröftuglega af stað. Hann leikur eitt aðalhlutverkið í Kæru Jelenu sem er frumsýnt í Borgarleikhúsinu í næstu viku. Næsta haust mun hann svo standa á stóra sviði Þjóðleikhússins.

Menning
Sjá næstu 25 fréttir
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.