Tíska og hönnun

Fréttamynd

„Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“

„Ekki smætta þinn guðs gefna líkama fyrir neinn,“ segir plötusnúðurinn og listamaðurinn Mellí Þorkelsdóttir sem fer sannarlega eigin leiðir í tískunni og lætur álit annarra ekki þvælast fyrir sér. Hún á ekki langt að sækja glæsileikann en mamma hennar er óperusöngkonan Diddú og Páll Óskar móðurbróðir hennar.

Tíska og hönnun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hiti í Hring­ekjunni

Margar af aðalpæjum landsins komu saman í vistvænu versluninni Hringekjunni á dögunum til að skála, klæða sig upp og fagna nýju fatalínunni Hring eftir hring. DJ Sóley þeytti skífum og pæjustemningin tók yfir.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Virtist hvorki geta séð né andað

„Ég flaug Mario, uppáhalds förðunarfræðingnum mínum, út til að farða mig en ákvað svo þetta á síðustu stundu,“ segir stórstjarnan Kim Kardashian sem vakti gríðarlega athygli fyrir klæðnað sinn á galahátíð í Los Angeles um helgina. Hún rokkaði einhvers konar hátískuhöfuðpoka með rándýra förðun undir sem enginn sá. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Heitir pabbar í hlaupaklúbbi

Það var mikil gleði um helgina í verslun 66°Norður á Hafnartorgi þegar fyrirtækið hélt hlaupaviðburð ásamt vörumerkinu R8iant sem er í eigu tónlistarmannsins Aron Can. Frægir feður, hlaup og nóg af söltum og steinefnum einkenndu þessa morgunstund. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Skilnaðar-toppur í París

Nicole Kidman mætti með glænýjan topp og dætur sínar tvær á tískuvikuna í París þar sem hún var tilkynnt sem nýr sendiherra fyrir Chanel. Kidman bar sig vel þrátt fyrir að standa í miðjum skilnaði við Keith Urban, eiginmann sinn til tuttugu ára.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Fann ástina í ör­laga­ríkum kjól

„Ég trúi á mikilvægi þess að gera eitthvað skapandi á hverjum degi. Að klæða sig upp er hin fullkomna útrás fyrir sköpun,“ segir Auður Mist Eydal, betur þekkt sem Auja Mist. Auja er 24 ára gömul myndlistarkona úr vesturbænum sem ber af í klæðaburði. Blaðamaður fékk að taka púlsinn á hennar persónulega stíl, fataskáp og skemmtilegum tískusögum.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Kláraði lög­fræði meðan hún sat fyrir hjá Dior

„Gucci flaug mér til Parísar og svo bara degi fyrir sýningu hætta þau við að hafa mig á sýningunni,“ segir fyrirsætan og lögfræðingurinn Kristín Lilja Sigurðardóttir sem hefur upplifað ýmis ævintýri á síðustu árum og ferðast um allan heim við fjölbreytt fyrirsætustörf. Blaðamaður ræddi við hana og fékk að heyra nánar frá.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Heitasta handatískan í dag

Tískubylgjur koma fram á ýmsum sviðum og eru neglur og hendur þar engin undantekning. Ljósmyndari í New York fylgist grant með þessu á hverjum degi og myndaði á dögunum hendurnar á aðal tískusérfræðingunum á tískuvikunni í stórborginni.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ís­lenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar

Fatahönnuðurinn og listakonan Sól Hansdóttir er stödd á tískuviku í London þar sem hún sýndi nýjustu línuna sína við góðar viðtökur. Vogue blaðakonan Mosha Lundström Halbert lét sig ekki vanta og dró fyrrum forsetafrúna og tískudrottninguna Dorrit Moussaieff með sér á sýninguna.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Heklaði á sig forsýningarkjólinn

„Ég í raun gekk frá síðustu saumum rétt áður en ég mætti niður í Háskólabíó, ákveðinn stemning í því,“ segir leikkonan Hera Hilmar sem mætti á forsýningu Reykjavík Fusion í splunkunýjum kjól sem hún byrjaði að hekla í tökum í Búdapest í sumar.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ástin sigrar í nýrri her­ferð gegn of­beldi

„Útkoman var þessi bolur sem táknar það að jákvæðni og skilningur leiði gott af sér og ef maður einbeitir sér að því að sjá það fallega í fólki mun ástin sigra að lokum,“ segir Helga Lilja Magnúsdóttir, sem er hönnuðurinn á bak við nýjan FO-bol UN Women á Íslandi.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Í þrjá­tíu ára gömlum fötum af mömmu

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður hjá Sjálfstæðisflokknum, vakti athygli á þingsetningu í gær fyrir mjög einstakan klæðaburð. Hún var ólíklega í hættu á að rekast á annan þingmann í svipaðri múnderingu þar sem klæðin eru þrjátíu ára gömul.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Fá­klædd og flott á dreglinum

Margar af heitustu stjörnum tónlistarbransans komu saman í New York gærkvöldi á verðlaunahátíðinni VMA. Svo virðist sem Bianca Censori hafi haft mikil áhrif á tískuna á dreglinum eftir að hún mætti svo gott sem nakin á Grammy verðlaunin fyrr á árinu þar sem margar stjörnurnar leyfðu holdinu að njóta sín í gær. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Hugsa fal­lega til stelpunnar sem ég var þá“

„Ég held sérstaklega mikið upp á skósafnið mitt. Þetta eru skór sem ég hef keypt á nytjamörkuðum víða um heiminn og aðrir skór frá merkjum sem ég held upp á,“ segir hin 21 árs gamla Aníta Ósk, fyrirsæta, sporðdreki og tískudrottning. Aníta hætti í viðskiptafræði og ákvað að elta drauminn en hún flytur til Mílanó í október og hefur nám í skartgripahönnun við listaháskólann IED.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag

Í samfélaginu ríkir ákveðið þjóðbúningaæði og segja sumir tískuspekingar að slík flík sé ómissandi í fataskápinn fyrir þau sem kjósa að kalla sig alvöru skvísur. Þjóðbúningadagurinn verður haldinn hátíðlegur á Þjóðminjasafninu laugardaginn 6. september og blaðamaður tók í tilefni af því púlsinn á Kristínu Völu formanni Heimilisiðnaðarfélags Íslands.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Búið að krýna nýjan arf­taka Vogue-veldisins

Tískuheimurinn logaði þegar ritstjórinn Anna Wintour tilkynnti fyrr í sumar að hún hefði sagt upp starfi sínu hjá tímaritinu Vogue en blaðið er jafnan kallað tískubiblían. Aðdáendur tímaritsins hafa beðið í ofvæni eftir að arftaki Wintour verði kynntur til sögunnar og hafa jafnvel lagt töluverðar fjárhæðir í veðmál um það.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Klæddist brúðarkjólnum dag­lega í stúdents­prófunum

„Mér finnst það eigi ekki að vera nein bönn þegar það kemur að klæðaburði, allir eiga rétt á að klæða sig eins og þeir vilja,“ segir Nína Rajani Tryggvadóttir Davidsson sem fer eigin leiðir í klæðaburði. Hún ræddi við blaðamann um persónulegan stíl, fataskápinn og ógleymanleg stúdentspróf úr MR.

Tíska og hönnun