Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 27. janúar 2026 20:00 Markaðssérfræðingurinn og ofurskvísan Hildur Sif Hauksdóttir ræddi við blaðamann um tískuna. Aðsend „Mér getur fundist það mjög erfitt þegar „outfittið“ verður ekki eins og ég sá fyrir mér,“ segir hin 32 ára gamla Hildur Sif Hauksdóttir, markaðssérfræðingur hjá Arion banka. Tískan er stór hluti af hennar lífi og deilir hún ýmsum ofur smart skvísulúkkum með sínum rúmlega 8000 fylgjendum á Instagram. Hildur Sif ræddi við blaðamann um tískuna, persónulegan stíl og fataskápinn. Hildur Sif er alltaf smart.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Að maður geti tjáð sig sem manneskja í fatavali og verið skapandi í að finna nýjar leiðir til þess að klæða sig sem best. Hildur elskar að fara skapandi leiðir í klæðaburði.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Uppáhalds flíkin mín er klárlega pelsinn sem við fjölskyldan erfðum frá ömmu minni. Pelsinn frá ömmu er í miklu uppáhaldi.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Já ég myndi segja það, en ég hef eytt miklum tíma að byggja upp fataskápinn minn með flíkum sem passa saman þannig það sé auðveldara að setja saman outfit. Hildur hefur á undanförnum árum reynt að auðvelda sér lífið með góðu skipulagi á fataskápnum.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég myndi lýsa honum sem einföldum, stílhreinum, skandinavískum og kvenlegum. Þau sem þekkja mig líka vel vita að mér líður einfaldlega best í hvítum eða ljósum fötum. Ljós fatnaður er einkennandi fyrir Hildi Sif.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Klárlega. Þegar ég var yngri var ég oftar að fylgja „micro“ trendum og átti það til að klæða mig í eitthvað sem var einungis í tísku þessa stundina en fór mér ekkert rosalega vel. Það getur verið fyndið að skoða gamlar myndir af sér og sjá þetta í dag. Einnig hef ég lært með tímanum hvaða litir fara mér vel og finnst það hjálpa mikið við fataval í dag, þrátt fyrir að ég sé ekki þekkt fyrir að vera litrík. Hildur er hætt að elta litlu trendin og betur farin að þekkja hvað hún fílar og hvað virkar best fyrir hana.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Mér finnst það æði og þá sérstaklega ef ég er ánægð með heildar outfittið. Mér getur fundist það mjög erfitt þegar „outfittið“ verður ekki eins og ég sá fyrir mér. Hildur elskar vel heppnaðan klæðaburð eins og þetta stórglæsilega fitt. Aðsend Hvað skiptir þig mestu máli í klæðaburði? Að fötin sem ég er í gefi mér aukið sjálfstraust og að klæðast því sem mér líður vel í. Sjálfstraust og vellíðan eru lykilhráefni í klæðaburði.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? 100 prósent Pinterest, það er svo notalegt að skrolla þar í rólegheitum og finna innblástur fyrir outfittum og fleira. Hildur Sif sækir mikinn tískuinnblástur á samfélagsmiðilinn Pinterest.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Ég get eiginlega ekki sagt það og það er svo skemmtilegt við tísku, hún breytist svo hratt og er óútreiknanleg. Hildur hefur gaman að bannleysi tískunnar og fjölbreytileika.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ætli það sé ekki afmæliskjóllinn á þrítugsafmælinu mínu sem ég var í París á mínu uppáhalds veitingastað. Ég var búin að vera í dauðaleit í marga mánuði af draumakjólnum en endaði svo að fá lánaðan þennan fallega kjól frá góðri vinkonu minni og elskaði hann. View this post on Instagram A post shared by hildur sif hauks (@hildursifhauks) Hvað finnst þér heitast fyrir 2026? Það sem ég er spennt fyrir árið 2026 í tísku er færa mig aðeins meira í beinar gallabuxur eða straight leg jeans frekar en að hafa þær of víðar. Mig langar einnig mjög mikið í góða loafers skó. Allir jakkar sem eru háir upp í háls eru mikið æði núna, hef fjárfest í tveimur nú þegar. Svo eru það stórar töskur, ég er mjög hrifin af þessu trendi þar sem það er bara þægilegra að vera með stærri tösku frekar en þessar mini bags sem hafa verið að trenda síðustu ár og síðasta er dýramunstrið bambi. Beinar buxur verða heitar í ár. Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Prófa sig áfram í að finna sinn persónulega stíl. Maður finnur með tímanum hvað fer manni best og manni líður best í. Gott ráð er að versla eftir þeirri reglu og fjárfesta frekar í flíkum sem eru úr gæða efnum og eru með betra notagildi. Hildur hefur prófað sig áfram í tískunni undanfarin ár og er búin að finna sinn persónulega stíl.Aðsend Tíska og hönnun Tískutal Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Robyn í hönnun Sólar Hansdóttur Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Kjólasaga Brooklyns loðin Valentino er allur Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Hildur Sif ræddi við blaðamann um tískuna, persónulegan stíl og fataskápinn. Hildur Sif er alltaf smart.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Að maður geti tjáð sig sem manneskja í fatavali og verið skapandi í að finna nýjar leiðir til þess að klæða sig sem best. Hildur elskar að fara skapandi leiðir í klæðaburði.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Uppáhalds flíkin mín er klárlega pelsinn sem við fjölskyldan erfðum frá ömmu minni. Pelsinn frá ömmu er í miklu uppáhaldi.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Já ég myndi segja það, en ég hef eytt miklum tíma að byggja upp fataskápinn minn með flíkum sem passa saman þannig það sé auðveldara að setja saman outfit. Hildur hefur á undanförnum árum reynt að auðvelda sér lífið með góðu skipulagi á fataskápnum.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég myndi lýsa honum sem einföldum, stílhreinum, skandinavískum og kvenlegum. Þau sem þekkja mig líka vel vita að mér líður einfaldlega best í hvítum eða ljósum fötum. Ljós fatnaður er einkennandi fyrir Hildi Sif.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Klárlega. Þegar ég var yngri var ég oftar að fylgja „micro“ trendum og átti það til að klæða mig í eitthvað sem var einungis í tísku þessa stundina en fór mér ekkert rosalega vel. Það getur verið fyndið að skoða gamlar myndir af sér og sjá þetta í dag. Einnig hef ég lært með tímanum hvaða litir fara mér vel og finnst það hjálpa mikið við fataval í dag, þrátt fyrir að ég sé ekki þekkt fyrir að vera litrík. Hildur er hætt að elta litlu trendin og betur farin að þekkja hvað hún fílar og hvað virkar best fyrir hana.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Mér finnst það æði og þá sérstaklega ef ég er ánægð með heildar outfittið. Mér getur fundist það mjög erfitt þegar „outfittið“ verður ekki eins og ég sá fyrir mér. Hildur elskar vel heppnaðan klæðaburð eins og þetta stórglæsilega fitt. Aðsend Hvað skiptir þig mestu máli í klæðaburði? Að fötin sem ég er í gefi mér aukið sjálfstraust og að klæðast því sem mér líður vel í. Sjálfstraust og vellíðan eru lykilhráefni í klæðaburði.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? 100 prósent Pinterest, það er svo notalegt að skrolla þar í rólegheitum og finna innblástur fyrir outfittum og fleira. Hildur Sif sækir mikinn tískuinnblástur á samfélagsmiðilinn Pinterest.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Ég get eiginlega ekki sagt það og það er svo skemmtilegt við tísku, hún breytist svo hratt og er óútreiknanleg. Hildur hefur gaman að bannleysi tískunnar og fjölbreytileika.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ætli það sé ekki afmæliskjóllinn á þrítugsafmælinu mínu sem ég var í París á mínu uppáhalds veitingastað. Ég var búin að vera í dauðaleit í marga mánuði af draumakjólnum en endaði svo að fá lánaðan þennan fallega kjól frá góðri vinkonu minni og elskaði hann. View this post on Instagram A post shared by hildur sif hauks (@hildursifhauks) Hvað finnst þér heitast fyrir 2026? Það sem ég er spennt fyrir árið 2026 í tísku er færa mig aðeins meira í beinar gallabuxur eða straight leg jeans frekar en að hafa þær of víðar. Mig langar einnig mjög mikið í góða loafers skó. Allir jakkar sem eru háir upp í háls eru mikið æði núna, hef fjárfest í tveimur nú þegar. Svo eru það stórar töskur, ég er mjög hrifin af þessu trendi þar sem það er bara þægilegra að vera með stærri tösku frekar en þessar mini bags sem hafa verið að trenda síðustu ár og síðasta er dýramunstrið bambi. Beinar buxur verða heitar í ár. Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Prófa sig áfram í að finna sinn persónulega stíl. Maður finnur með tímanum hvað fer manni best og manni líður best í. Gott ráð er að versla eftir þeirri reglu og fjárfesta frekar í flíkum sem eru úr gæða efnum og eru með betra notagildi. Hildur hefur prófað sig áfram í tískunni undanfarin ár og er búin að finna sinn persónulega stíl.Aðsend
Tíska og hönnun Tískutal Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Robyn í hönnun Sólar Hansdóttur Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Kjólasaga Brooklyns loðin Valentino er allur Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira