Erlent

Gilani stefnt fyrir vanvirðingu

Hæstiréttur í Pakistan hefur stefnt forsætisráðherra landsins, Yusuf Raza Gilani, fyrir vanvirðingu við réttinn. Hann hefur þráfaldlega neitað tilmælum réttarins um að taka upp á ný rannsókn á meintum auðgunarbrotum forseta landsins, Asif Ali Zardari. Gilani hefur verið boðaður fyrir dóminn á fimmtudag til að standa fyrir máli sínu.

Erlent

Bað áhorfendur um að "googla" lítt þekktan Breta

Leikarinn Peter Dinklage lauk þakkarræðu sinni á Golden Globe-hátíðinni í gær með því að biðja áhorfendur um að "googla" mann að nafni Martin Henderson. Fjöldi fólks gerði það og er Henderson nú eitt vinsælasta efnisorðið á samskiptasíðunni Twitter.

Erlent

Jon Huntsman hættir við framboð sitt

Jon Huntsman fyrrum ríkisstjóri Utah er hættur við að sækjast eftir að verða næsta forsetaefni Repúblikanaflokksins. Hann mun í staðinn lýsa yfir stuðningi sínum við Mitt Romney.

Erlent

Enn eitt líkið fannst í Costa Concordia

Enn eitt líkið fannst í skemmtiferðaskipunu Costa Concordia í morgun. Talsmaður eigenda skipsins hefur sakað skipstjóra þess um dómgreindarskort og að hann hafi gert alvarleg mistök í starfi sínu sem leiddi til þess að skipið strandaði og það lagðist á hliðina um helgina.

Erlent

Uppgötvuðu örlítið hryggdýr

Bandarískir vísindamenn hafa uppgötvað nýja frosktegund í frumskógi á Papúa Nýju-Gíneu. Frosktegundin nefnist Paedophryne amauensis og er sú minnsta sem sést hefur. Raunar er þetta minnsta hryggdýr sem fundist hefur.

Erlent

Stúlka sætti pyntingum mánuðum saman

Í kjölfar máls þar sem 15 ára stúlka sætti pyntingum mánuðum saman af hálfu eiginmanns síns og fjölskyldu hans hefur Hamid Karzai, forseti Afganistan, lofað aðgerðum gegn „aumingjahætti“ þeirra sem beita konur ofbeldi.

Erlent

Leið kúgunar er blindgata

Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hvetur Bashar al-Assad Sýrlandsforseta til að hætta að „drepa fólkið sitt“. Í ræðu á ráðstefnu um lýðræði í arabaríkjunum sem haldin var í Beirút í gær sagði hann: „Láttu af ofbeldi og hættu að drepa þína eigin þegna. Leið kúgunar er blindgata.“

Erlent

Fundu tvö lík til viðbótar

Tveir til viðbótar hafa fundist látnir í skemmtiferðaskipinu Costa Concordia samkvæmt ítölskum og breskum fjölmiðlum. Því er tala látinna komin upp í fimm. Hinir látnu fundust skömmu eftir að tveimur farþegum og starfsmanni skipsins var bjargað. Hinir látnu eru eldri borgarar.

Erlent

Skipstjórinn með þeim fyrstu sem flúði frá borði

Ekki er vitað um sex starfsmenn og ellefu farþega ítalska skemmtiferðaskipsins Costa Concordia, sem strandaði við eyjuna Grigio aðfaranótt laugardags. Alls er því leitað að sautján manns í skemmtiferðaskipinu, en staðfest hefur verið að þrír hafi látist þegar skipið strandaði.

Erlent

Bandarískir myndlistarmenn fá inn á Louvre safnið

Bandarísk myndlist hefur ekki átt mikið upp á pallborðið í Louvre safninu í París í Frakklandi undanfarin ár. Það varð þó breyting á því á laugardaginn þegar sýning með bandarískum landslagsmyndum frá átjándu og nítjándu öld opnaði.

Erlent

Stálu átján kanínum kvöldið áður en það átti að elda þær

Átján kanínum, sem hafði verið stolið kvöldið áður en það átti að slátra þeim og elda, var skilað til eiganda síns í vikunni. Það var kokkur í Portland, Oreagon í Bandaríkjunum sem átti kanínurnar, en hann ætlaði að halda matreiðslunámskeið, þar sem nemendum yrði kennt að slátra, verka og elda kanínur.

Erlent

Geimrusl fellur á sunnudaginn

Nokkurri óvissu er háð hvar brak úr rússneska geimfarinu Phobos-Grunt fellur til jarðar eftir miðjan dag á sunnudag. Breska ríkisútvarpið BBC segir að brak kunni að koma niður einhvers staðar á jarðarkringlunni 51,5 gráður til norðurs og suðurs frá miðbaug.

Erlent

Ungverjar breyti lögunum

Stjórnvöld í Ungverjalandi eru reiðubúin að falla frá umdeildum breytingum á stjórnarskrá og löggjöf landsins, komi í ljós að þær brjóti í bága við Evrópurétt. Þetta sagði José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í fyrradag.

Erlent

Fáðu myndir frá Mars í snjallsímann

Geimferðastofnun Bandaríkjanna hefur þróað smáforrit sem birtir nýjustu ljósmyndir frá plánetunni Mars. Hægt er að nota forritið í Android snjallsímum sem og iPhone og iPad.

Erlent