Erlent

Einangraðist í einangruninni

Osama bin Laden
Osama bin Laden
Bandaríkin, AP Hryðjuverkaleiðtoginn Osama bin Laden kvartaði undan samstöðuleysi og samskiptaerfiðleikum í al-Kaída í bréfum sem hann skrifaði síðustu árin meðan hann var í felum í Pakistan.

Þessi bréf fundust eftir að bandarískir sérsveitarmenn réðu bin Laden af dögum fyrir ári í bænum Obottabad í Pakistan. Þau hafa nú verið birt á vef miðstöðvar hryðjuverkarannsókna, sem rekin er í tengslum við herskóla Bandaríkjahers í West Point.

Í skjölunum kemur meðal annars ýmislegt fram um starfsemi al-Kaída. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×