Sigurlíkur Sarkozys virðast hverfandi 4. maí 2012 08:45 Francois Hollande og Nicolas Sarkozy mættust í síðustu sjónvarpskappræðum sínum á miðvikudagskvöld. nordicphotos/AFP Sarkozy tókst engan veginn að tryggja sér sigur með frammistöðu sinni í sjónvarpskappræðum á miðvikudagskvöld. Hollande varðist harðskeyttum árásum Sarkozys af fimi og virðist hafa komið á óvart. Kosið verður á sunnudag. Francois Hollande, forsetaefni franska Sósíalistaflokksins, er spáð 53 til 54 prósenta atkvæða í seinni umferð forsetakosninganna um næstu helgi. Nicolas Sarkozy, núverandi forseti, fær varla nema 46 til 47 prósent, verði úrslitin nálægt því sem skoðanakannanir spá. Sarkozy virðist engan veginn hafa tekist að saxa á forskot Hollandes í sjónvarpskappræðum á miðvikudagskvöld, sem urðu líklega þær heiftarlegustu í sögu slíkra kappræðna í frönsku sjónvarpi. Sarkozy greip hvert tækifæri til að ráðast að Hollande, sakaði hann um lygar og sagði að stefna hans myndi leiða Frakkland í glötun. Hollande hélt hins vegar ró sinni og varð aldrei svara vant, sem virðist hafa komið áhorfendum á óvart því Hollande hefur oft komið þeim fyrir sjónir sem heldur litlaus og atkvæðalítill stjórnmálamaður. Hollande kom líka nokkrum skotum á Sarkozy, til dæmis þegar hann sagði: „Þú ert stöðugt með orðið „lygar“ á vörunum. Er það persónulegt vandamál hjá þér?“ Hollande hefur boðað kúvendingu í sumum helstu stefnumálum Sarkozys. Meðal annars hefur hann lofað því að kalla franska herinn heim frá Afganistan hið fyrsta, og svo þverneitar hann að taka þátt í hinu nýja fjármálabandalagi evruríkjanna, sem Bretar hafa heldur ekki viljað taka þátt í. Þegar Hollande var spurður að því hvers konar forseti hann ætlaði sér að vera, þá svaraði hann með nokkuð langri ræðu í fimmtán liðum, sem hver hófst á orðunum: „Ég, sem forseti lýðveldisins, …“ Þar lofaði hann því meðal annars að láta dómsvaldið afskiptalaust, að ætla sér ekki að taka þátt í fjársöfnun fyrir flokk sinn og að ráðherrum verði settar siðareglur, sem tryggi að þeir lendi ekki í hagsmunaárekstrum. Þá lofar hann því að framkoma sín muni ávallt verða til fyrirmyndar. Hann ætli sér ekki að verða forseti „sem ræður öllu en ber í raun ekki ábyrgð á neinu“. Fari svo að Hollande komist til valda verður væntanlega grannt fylgst með hvort hann efnir þessi hátíðlegu loforð. Staða Sarkozys skánaði svo vart í gær þegar Bagdadi Ali Al-Mahmoudi, fyrrverandi forsætisráðherra Líbíu, staðfesti að stjórn Múammars Gaddafí hefði stutt kosningabaráttu Sarkozys fyrir forsetakosningarnar árið 2007 með 50 milljónum evra. Sarkozy var þá nýbúinn að vísa fréttum um slíkt algerlega á bug. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira
Sarkozy tókst engan veginn að tryggja sér sigur með frammistöðu sinni í sjónvarpskappræðum á miðvikudagskvöld. Hollande varðist harðskeyttum árásum Sarkozys af fimi og virðist hafa komið á óvart. Kosið verður á sunnudag. Francois Hollande, forsetaefni franska Sósíalistaflokksins, er spáð 53 til 54 prósenta atkvæða í seinni umferð forsetakosninganna um næstu helgi. Nicolas Sarkozy, núverandi forseti, fær varla nema 46 til 47 prósent, verði úrslitin nálægt því sem skoðanakannanir spá. Sarkozy virðist engan veginn hafa tekist að saxa á forskot Hollandes í sjónvarpskappræðum á miðvikudagskvöld, sem urðu líklega þær heiftarlegustu í sögu slíkra kappræðna í frönsku sjónvarpi. Sarkozy greip hvert tækifæri til að ráðast að Hollande, sakaði hann um lygar og sagði að stefna hans myndi leiða Frakkland í glötun. Hollande hélt hins vegar ró sinni og varð aldrei svara vant, sem virðist hafa komið áhorfendum á óvart því Hollande hefur oft komið þeim fyrir sjónir sem heldur litlaus og atkvæðalítill stjórnmálamaður. Hollande kom líka nokkrum skotum á Sarkozy, til dæmis þegar hann sagði: „Þú ert stöðugt með orðið „lygar“ á vörunum. Er það persónulegt vandamál hjá þér?“ Hollande hefur boðað kúvendingu í sumum helstu stefnumálum Sarkozys. Meðal annars hefur hann lofað því að kalla franska herinn heim frá Afganistan hið fyrsta, og svo þverneitar hann að taka þátt í hinu nýja fjármálabandalagi evruríkjanna, sem Bretar hafa heldur ekki viljað taka þátt í. Þegar Hollande var spurður að því hvers konar forseti hann ætlaði sér að vera, þá svaraði hann með nokkuð langri ræðu í fimmtán liðum, sem hver hófst á orðunum: „Ég, sem forseti lýðveldisins, …“ Þar lofaði hann því meðal annars að láta dómsvaldið afskiptalaust, að ætla sér ekki að taka þátt í fjársöfnun fyrir flokk sinn og að ráðherrum verði settar siðareglur, sem tryggi að þeir lendi ekki í hagsmunaárekstrum. Þá lofar hann því að framkoma sín muni ávallt verða til fyrirmyndar. Hann ætli sér ekki að verða forseti „sem ræður öllu en ber í raun ekki ábyrgð á neinu“. Fari svo að Hollande komist til valda verður væntanlega grannt fylgst með hvort hann efnir þessi hátíðlegu loforð. Staða Sarkozys skánaði svo vart í gær þegar Bagdadi Ali Al-Mahmoudi, fyrrverandi forsætisráðherra Líbíu, staðfesti að stjórn Múammars Gaddafí hefði stutt kosningabaráttu Sarkozys fyrir forsetakosningarnar árið 2007 með 50 milljónum evra. Sarkozy var þá nýbúinn að vísa fréttum um slíkt algerlega á bug. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira