Sigurlíkur Sarkozys virðast hverfandi 4. maí 2012 08:45 Francois Hollande og Nicolas Sarkozy mættust í síðustu sjónvarpskappræðum sínum á miðvikudagskvöld. nordicphotos/AFP Sarkozy tókst engan veginn að tryggja sér sigur með frammistöðu sinni í sjónvarpskappræðum á miðvikudagskvöld. Hollande varðist harðskeyttum árásum Sarkozys af fimi og virðist hafa komið á óvart. Kosið verður á sunnudag. Francois Hollande, forsetaefni franska Sósíalistaflokksins, er spáð 53 til 54 prósenta atkvæða í seinni umferð forsetakosninganna um næstu helgi. Nicolas Sarkozy, núverandi forseti, fær varla nema 46 til 47 prósent, verði úrslitin nálægt því sem skoðanakannanir spá. Sarkozy virðist engan veginn hafa tekist að saxa á forskot Hollandes í sjónvarpskappræðum á miðvikudagskvöld, sem urðu líklega þær heiftarlegustu í sögu slíkra kappræðna í frönsku sjónvarpi. Sarkozy greip hvert tækifæri til að ráðast að Hollande, sakaði hann um lygar og sagði að stefna hans myndi leiða Frakkland í glötun. Hollande hélt hins vegar ró sinni og varð aldrei svara vant, sem virðist hafa komið áhorfendum á óvart því Hollande hefur oft komið þeim fyrir sjónir sem heldur litlaus og atkvæðalítill stjórnmálamaður. Hollande kom líka nokkrum skotum á Sarkozy, til dæmis þegar hann sagði: „Þú ert stöðugt með orðið „lygar“ á vörunum. Er það persónulegt vandamál hjá þér?“ Hollande hefur boðað kúvendingu í sumum helstu stefnumálum Sarkozys. Meðal annars hefur hann lofað því að kalla franska herinn heim frá Afganistan hið fyrsta, og svo þverneitar hann að taka þátt í hinu nýja fjármálabandalagi evruríkjanna, sem Bretar hafa heldur ekki viljað taka þátt í. Þegar Hollande var spurður að því hvers konar forseti hann ætlaði sér að vera, þá svaraði hann með nokkuð langri ræðu í fimmtán liðum, sem hver hófst á orðunum: „Ég, sem forseti lýðveldisins, …“ Þar lofaði hann því meðal annars að láta dómsvaldið afskiptalaust, að ætla sér ekki að taka þátt í fjársöfnun fyrir flokk sinn og að ráðherrum verði settar siðareglur, sem tryggi að þeir lendi ekki í hagsmunaárekstrum. Þá lofar hann því að framkoma sín muni ávallt verða til fyrirmyndar. Hann ætli sér ekki að verða forseti „sem ræður öllu en ber í raun ekki ábyrgð á neinu“. Fari svo að Hollande komist til valda verður væntanlega grannt fylgst með hvort hann efnir þessi hátíðlegu loforð. Staða Sarkozys skánaði svo vart í gær þegar Bagdadi Ali Al-Mahmoudi, fyrrverandi forsætisráðherra Líbíu, staðfesti að stjórn Múammars Gaddafí hefði stutt kosningabaráttu Sarkozys fyrir forsetakosningarnar árið 2007 með 50 milljónum evra. Sarkozy var þá nýbúinn að vísa fréttum um slíkt algerlega á bug. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Sarkozy tókst engan veginn að tryggja sér sigur með frammistöðu sinni í sjónvarpskappræðum á miðvikudagskvöld. Hollande varðist harðskeyttum árásum Sarkozys af fimi og virðist hafa komið á óvart. Kosið verður á sunnudag. Francois Hollande, forsetaefni franska Sósíalistaflokksins, er spáð 53 til 54 prósenta atkvæða í seinni umferð forsetakosninganna um næstu helgi. Nicolas Sarkozy, núverandi forseti, fær varla nema 46 til 47 prósent, verði úrslitin nálægt því sem skoðanakannanir spá. Sarkozy virðist engan veginn hafa tekist að saxa á forskot Hollandes í sjónvarpskappræðum á miðvikudagskvöld, sem urðu líklega þær heiftarlegustu í sögu slíkra kappræðna í frönsku sjónvarpi. Sarkozy greip hvert tækifæri til að ráðast að Hollande, sakaði hann um lygar og sagði að stefna hans myndi leiða Frakkland í glötun. Hollande hélt hins vegar ró sinni og varð aldrei svara vant, sem virðist hafa komið áhorfendum á óvart því Hollande hefur oft komið þeim fyrir sjónir sem heldur litlaus og atkvæðalítill stjórnmálamaður. Hollande kom líka nokkrum skotum á Sarkozy, til dæmis þegar hann sagði: „Þú ert stöðugt með orðið „lygar“ á vörunum. Er það persónulegt vandamál hjá þér?“ Hollande hefur boðað kúvendingu í sumum helstu stefnumálum Sarkozys. Meðal annars hefur hann lofað því að kalla franska herinn heim frá Afganistan hið fyrsta, og svo þverneitar hann að taka þátt í hinu nýja fjármálabandalagi evruríkjanna, sem Bretar hafa heldur ekki viljað taka þátt í. Þegar Hollande var spurður að því hvers konar forseti hann ætlaði sér að vera, þá svaraði hann með nokkuð langri ræðu í fimmtán liðum, sem hver hófst á orðunum: „Ég, sem forseti lýðveldisins, …“ Þar lofaði hann því meðal annars að láta dómsvaldið afskiptalaust, að ætla sér ekki að taka þátt í fjársöfnun fyrir flokk sinn og að ráðherrum verði settar siðareglur, sem tryggi að þeir lendi ekki í hagsmunaárekstrum. Þá lofar hann því að framkoma sín muni ávallt verða til fyrirmyndar. Hann ætli sér ekki að verða forseti „sem ræður öllu en ber í raun ekki ábyrgð á neinu“. Fari svo að Hollande komist til valda verður væntanlega grannt fylgst með hvort hann efnir þessi hátíðlegu loforð. Staða Sarkozys skánaði svo vart í gær þegar Bagdadi Ali Al-Mahmoudi, fyrrverandi forsætisráðherra Líbíu, staðfesti að stjórn Múammars Gaddafí hefði stutt kosningabaráttu Sarkozys fyrir forsetakosningarnar árið 2007 með 50 milljónum evra. Sarkozy var þá nýbúinn að vísa fréttum um slíkt algerlega á bug. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira