Erlent

Allt að 90% nemenda í stórborgum Asíu þjást af nærsýni

Ný rannsókn sýnir að allt að 90% af þeim nemendum sem útskrifast úr skólum í stórborgum í Asíu þjást af nærsýni.

Ástæðan fyrir þessu er mikil heimavinna og lestur nemendanna sem verða þar með af dagsljósi.

Fjallað er um málið í breska læknablaðinu Lancet. Þar segir að til samanburðar megi nefna að 20% til 30% nemenda í Bretlandi glíma við nærsýni eftir nám sitt.

Fram kemur í rannsókninni að allt að einn af hverjum fimm nemendum í stórborgum í Asíu þjást af alvarlegri sjónskekkju en nærsýni og að þeir verði jafnvel blindir.

Nemendur í Asíu, og þó einkum Japan, eru yfirleitt undir miklum þrýstingi frá foreldrum sínum að ná góðum prófum og því leggja þeir hart að sér með þessum afleiðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×