Erlent

Greenpeace stöðvar finnskan ísbrjót í annað sinn

Hópi fólks frá Greenpeacesamtökunum hefur aftur tekist að stöðva ferð finnska ísbrjótsins Nordica sem er á leið til Alaska.

Að þessu sinni er ísbrjóturinn stopp skammt suður af Lálandi í Danmörku en þar hafa 14 Greenpeacemenn hoppað í sjóinn og svamla fyrir framn ísbrjótinn.

Í fyrradag var ísbrjóturinn stoppaður af Greenpeace fyrir utan Öland í Svíþjóð í eina tíu tíma þegar sex Greenpeacemenn náðu að komast um borð og hlekkja sig við skipið. Þeir voru handteknir af sérsveit sænsku lögreglunnar og fluttir í land í Karlskrona.

Ísbrjóturinn er á vegum Shell olíufélagsins sem ætlar að nota hann þegar félagið hefst handa við að bora fimm holur eftir olíu undan strönd Alaska.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×