Erlent

Nærri 15% jarðarbúa trúa á heimsendi í ár

Nærri 15% jarðarbúa trúa því að heimsendir verði á þessu ári og 10% þeirra telja að dagatal Mayanna gefi í skyn að svo muni verða en dagatalinu lýkur þann 12. desember næstkomandi eftir að hafa spannað undanfarin 5.125 ár.

Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunnar á heimsvísu sem náði til yfir 16.000 manns í 20 löndum.

Reuters greinir frá þessu og þar segir að hlutfall þeirra sem trúa á heimsendi sé mjög mismunandi eftir löndum. Þannig telja aðeins 6% Frakka að heimsendir verði á árinu og 7% Breta en 22% Bandaríkjamanna og Tyrkja trúa því að komið sé að leiðarlokum fyrir mannkynið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×