Erlent

Chen getur sótt um skólavist í Bandaríkjunum

Mynd/AP
Kínversk stjórnvöld segja nú að andófsmaðurinn Chen Guancheng, sem flúði úr stofufangelsi og leitaði skjóls í sendiráði Bandaríkjanna í Kína um tíma, geti nú sótt um háskólavist í Bandaríkjunum.

Mál Chens hefur vakið mikla athygli en hann yfirgaf sendiráðið í byrjun vikunnar og hafa ástæður þess verið óljósar. Bandaríkjamenn og Kínverjar hafa sagt hann hafa farið af fúsum og frjálsum vilja en stuðningsmenn hans fullyrða að fjölskyldu hans hafi verið hótað.

Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins segir að Chen hafi fengið tilboð frá bandarískum háskóla og að hann geti þá tekið konu sína og tvö börn með sér og því líti út fyrir að málið sé að leysast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×