Erlent

Miðjumaður jarðar framboð Sarkozy

Miðjumaðurinn Francois Bayrou hefur svo gott sem jarðað möguleika Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta á að ná endurkjöri í seinni umferð forsetakosninganna í Frakklandi um helgina.

Bayrou hefur lýst yfir stuðningi við framboð sósíalistans Francois Hollande. Bayrou varð í fimmta sæti í fyrri umferð kosninganna með 9% atkvæða.

Skoðanakannanir í vikunni höfðu sýnt að Sarkozy var að vinna upp forskot Hollande og í könnun sem gerð var eftir sjónvarpseinvígi þeirra var munurin orðinn 6%. Sarkozy þarf hinsvegar kraftaverk til að ná frekara fylgi til sín fyrir kjördag á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×