Erlent

Eigandi mótorhjólsins fundinn

Mótorhjólið skolaði upp á land í Kanada.
Mótorhjólið skolaði upp á land í Kanada. mynd/AP
Eigandi mótorhjólsins sem flóðbylgjan í Japan hreif með sér og skolaði upp á landi í Kanada er loks fundinn.

Mótorhjólið fannst í gámi á ströndinni en í honum voru einnig golfkylfur og útilegubúnaður.

Með því að nota upplýsingar af númeraplötu mótorhjólsins, sem er af gerðinni Harley-Davidson, var hægt að hafa upp á eigandanum.

Ikuo Yokoyama
Hann heitir Ikuo Yokoyama. Fjölskylda hans lést þegar flóðbylgjan skall á strönd Japan í mars á síðasta ári. Hann glataði einnig heimili sínu hamförunum.

Verslunin sem seldi Ikuo hjólið vonast nú til að fá það til baka og verður það gert upp í kjölfarið.

Mótorhjólið er á meðal fyrstu hluta til að reka að landi í kjölfar flóðbylgjunnar. Mörg þúsund tonn af braki er enn úti á rúmsjó en talið er að það muni nálgast strendur Norður-Ameríku á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×