Erlent

Annar hver kirkjugestur í Danmörku er innflytjandi

Annar hver kirkjugestur sem sækir guðsþjónustur á sunnudögum í Danmörku er innflytjandi til landsins.

Þessir innflytjendur hafa stofnað söfnuði sín í millum að meðaltali einu sinni á mánuði undanfarin sjö ár.

Þetta skýrist að stórum hluta af breyttu munstri meðal innflytjenda til Danmerkur. Áður voru það einkum múslimar sem komu til landsins en nú er það fólk frá austurhluta Evrópu.

Þessir nýju söfnuðir eru sífellt á höttunum eftir kirkjum undir starfsemi sína. Í frétt um málið á Jyllands Posten segir að nú sé rætt um að láta þessa söfnuði fá til afnota þær dönsku kirkjur sem lagðar hafa verið niður. Nýlega var ákveðið að leggja niður 16 kirkjur í Kaupmannahöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×