Erlent

Frelsisturninn rís í New York

Alþjóðlega fyrirtækið EarthCam hefur birt líðandi myndband þar sem bygging One World Trace Center er sýnd.

Turninn stendur á sömu lóð og tvíburaturnarnir stóðu á og er byggingin nú orðin sú hæsta í New York borg eða tæpir 400 metrar.

Talsmaður Port Authority, félagsins sem á lóðina sem turninn stendur á, segir að One World Trace Center sé sannarlega mikið afrek og í raun verkfræðilegt undur.

Fullkláraður mun turninn gnæfa yfir New York í 540 metra hæð.

Myndbandið sem EarthCam birti nýlega sýnir þróun One World Trade Center frá því að bygging hans hófst. Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×