Erlent

Krefjast þess að Loch Ness skrímslið verði fjarlægt

Skrímslið sást óvænt einn daginn. Það verður fjarlægt á næstu 10 dögum.
Skrímslið sást óvænt einn daginn. Það verður fjarlægt á næstu 10 dögum.
Svo virðist sem Loch Ness skrímslið dularfulla hafi brugðið sér í stutt frí til bæjarins Eau Claire í Wisconsin. Þó við litla hrifningu yfirvalda þar í bæ. Þannig hefur talsmaður náttúrulífsyfirvalda þar í borg skipað hverjum þeim sem kom fyrir líkneski af skrímslinu í Chippewa ánni að fjarlægja það hið fyrsta.

Styttan, sem er í miðri ánni, birtist einn daginn og ekki er vitað hver var að verki. Um er að ræða nokkurskonar skæruliðalistaverk sem yfirvöld í bænum þóknast ekki.Yfirvöld í bænum segjast þó alveg vera opin fyrir því að vista listaverkið í tjörnum í bænum sjálfum.

Listamaðurinn sendi nafnlausan póst á bæjaryfirvöld eftir að talsmaðurinn óskaði eftir því að verkið yrði fjarlægt. Þar kom fram að verkið yrði fjarlægt á næstu 10 dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×