Erlent Fyrsta Gay-Pride í Víetnam Yfir hundrað reiðhjólamenn tóku þátt í fyrstu gay-pride hátíð Víetnama í dag og fóru þeir um höfuðborgina til að vekja athygli á réttindum samkynhneigðra. Erlent 5.8.2012 21:45 Sjö látnir - þar á meðal árásarmaður Að minnsta kosti sjö eru látnir, þar á meðal einn árásarmaður, í bænahúsi trúarsafnaðar í bænum Oak Creek í Wisconsin í Bandaríkjunum nú síðdegis. Tugir eru særðir eftir að maðurinn réðist þangað inn. Þetta staðfestir lögreglustjórinn í bænum. Sumar fréttir benda til þess að börn séu í gíslingu í kjallara trúarsafnaðarins en það hefur ekki fengið staðfest. Þá eru einhverjir fjölmiðlar sem halda því fram að aðeins einn árásarmaður hafi ráðist inn í bænahúsið en aðrir segja árásarmennina vera nokkra. Fregnir af málinu eru enn óljósar en fylgst verður með gangi mála hér á Vísi í kvöld. Erlent 5.8.2012 19:11 Skotárás í Wisconsin - einn látinn og börn í gíslingu Talið er að einn, hið minnsta, sé látnn eftir skotárás á trúarsöfnuð í bænum Oak Creek í Wisconsin í Bandaríkjunum nú fyrir stundu. Samkvæmt fréttastofunni CNN eru árásarmennirnir nokkrir og haldi nú hluta af söfnuðinum í gíslingu, þar á meðal nokkrum börnum. Málsatvik eru óljós en talið er að fjölmargir hafi verið skotnir. Fréttir benda til þess að árásarmennirnir hafi farið með börnin í kjallara trúarsafnaðirns þar sem þau eru í gíslingu. Nánari fréttir þegar þær berast. Um hundrað manns eru inni í húsnæðinu. Erlent 5.8.2012 17:42 Hitabeltisstormur við Jamaíka Hitabeltisstormurinn Ernesto gekk nærri landi við eyjuna Jamaíku í morgun en vindhraði stormsins er um hundrað kílómetra hraði á klukkustund. Mikil rigning fylgdi storminum á eyjunni í morgun og flyktust íbúar út í verslanir og keyptu vatn, brauð og niðursoðinn mat ef vera skildi að rafmagn færi af eyjunni. Veðurathugunarstöð bandaríkjanna fylgist grannt með gangi mál. Samkvæmt veðurspám er talið að stormurinn verði flokkaður sem fellibylur annað kvöld haldi hann áfram að stækka og eflast. Búist er við að stormurinn gangi yfir Cayman-eyjar á morgun, norðurhluta Hondúras á þriðjudag og Mexíkó á miðvikudag. Erlent 5.8.2012 15:11 Tugir fórust í sprengjuárás Minnst 35 eru látnir eftir sprengjuárás í borginni Jaar í Jemen, og hafa þar með tíu látist á sjúkrahúsi síðasta sólarhringinn af sárum sínum. Erlent 5.8.2012 10:45 50 ár frá dauða Monroe Hálf öld er í dag liðin frá því að bandaríska leikkonan Marilyn Monroe lést og er fjöldi dyggra aðdáenda þokkagyðjunnar nú samankominn í heimabæ hennar. Erlent 5.8.2012 10:36 Sprengjum rigndi í Aleppo í nótt Sprengjum stjórnarhersins í Sýrlandi hefur ringt yfir borgina Aleppo í nótt og í morgun. Fjöldi uppreisnarmanna hefur hörfað úr borginni en þeir sem eftir eru búa sig undir stórbardaga. Erlent 5.8.2012 09:30 Sendiherra Svíþjóðar rekinn Sendiherra Svíþjóðar í Hvíta-Rússlandi hefur verið rekinn úr landi. Að sögn Carl Bildts, utanríkisráðherra Svíþjóðar, er ástæðan sú að sendiherrann hafi sýnt mannréttindamálum of mikinn áhuga. Erlent 4.8.2012 22:30 Hollenskt Gay-Pride Hundruð þúsúndir manna komu saman við árbakka Amsterdam í dag. En þar var haldið upp á aðalhátíð Gay-pride vikunnar í borginni sem hefur það að markmiði að vekja athygli á réttindabaráttu samkynhneigðra. Erlent 4.8.2012 21:30 Stórbruni í Osló Slökkviliðsmenn í Osló hafa náð tökum á eldi sem kom upp í fjölbýlishúsi í miðborginni um klukkan hálf tvö í dag. Samkvæmt frétt Verdens Gang voru einhverjir íbúar blokkarinnar fluttir á brott en yfir tuttugu og fimm sjúkrabílar voru á staðnum og allt tiltækt slökkvilið. Á tímabili leit eldsvoðinn mjög illa út og óttuðust menn að hann næðist að berast um alla blokkina en slökkviliðsmenn náðu að koma í veg fyrir það. Erlent 4.8.2012 15:54 Stevie Wonder sækir um skilnað Söngvarinn Stevie Wonder hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni til ellefu ára, tískuhönnuðinum Kai Morris en saman eiga þau tvo syni, tíu og sjö ára. Breska götublaðið The Sun greinir frá því að hjónin hafi ekki búið saman síðustu þrjú ár og hefur söngvarinn farið fram á fullt forræði yfir sonunum. Wonder er sextíu og tveggja ára gamall en óljóst er hvort að eiginkonan fái hlut auðævum hans þar sem hann þjénaði nær allt sem hann á áður en þau giftu sig. Hann á sjö börn en tískuhönnuðurinn er hans önnur eiginkona. Erlent 4.8.2012 14:26 Blóðbað í Sýrlandi í morgun Þrettán hið minnsta hafa látið lífið í átökum í Damaskus og Aleppo í Sýrlandi það sem af er degi. Erlent 4.8.2012 12:00 Biður pönkurum vægðar Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvetur rússneska dómara til að fara mildum höndum um femínistana í pönkhljómsveitinni Pussy Riot, sem gerðu usla í helstu kirkju rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í Moskvu í vor. Erlent 4.8.2012 08:00 Allsherjarþingið fordæmir stjórn Assads Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fordæmir Sýrlandsstjórn fyrir að beita þungavopnum á almenning og skorar á öryggisráðið að grípa til aðgerða. Ísland er meðal þeirra ríkja sem stóðu að ályktuninni, sem 133 ríki samþykktu. Erlent 4.8.2012 00:15 Níræður stangastökkvari sló heimsmet Á meðan bestu íþróttamenn veraldar etja kappi í Lundúnum heldur hinn 90 ára gamli William Bell áfram að setja heimsmet litlum skúr í Arkansas í Bandaríkjunum. Erlent 3.8.2012 22:30 Allsherjarþing fordæmir öryggisráð Fulltrúar á Allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna samþykktu í dag ályktun þar sem öryggisráðið er fordæmt fyrir að bregðast ekki við óöldinni í Sýrlandi. Erlent 3.8.2012 17:25 Beyoncé leiðir herferð fyrir mannúðarstarf Beyoncé verður í broddi fylkingar í herferð sem Sameinuðu Þjóðirnar hófu í dag til að hvetja fólk til að vinna að velferð annarra. Á alþjóðlega degi mannúðarstarfs, sem verður 19. ágúst, er vonast til að herferðin hafi náð til eins milljarðs manna. Erlent 3.8.2012 16:45 Móðir Assange óttast að sonur sinn hljóti dauðarefsingu Móðir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, fullyrðir að málatilbúnaðurinn á hendur syni sínum séu pólitískar ofsóknir. Hún hefur áhyggjur af því að hann verði dæmdur til dauða ef hann verður framseldur til Bandaríkjanna. Hún hitti forseta Ekvador á miðvikudaginn, en Assange hefur sótt um pólitískt hæli í Ekvador. Erlent 3.8.2012 10:38 Allar skýrslur FBI um Marilyn Monroe eru horfnar Allar skýrslur bandarísku alríkislögreglunnar FBI um leikkonuna Marilyn Monroe eru horfnar. Það sama gildir um Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna en þar finnst hvorki tangur né tetur af skjölum FBI. Erlent 3.8.2012 07:44 Putin vill væga dóma yfir Pussy Riot Vladimir Putin forseti Rússlands segir að stúkurnar þrjár í pönkhljómsveitinni Pussy Riot eigi ekki að hljóta þunga dóma fyrir mótmælaaðgerðir þeirra gegn sér. Erlent 3.8.2012 06:45 Kostnaður vegna hælisleitenda þrefaldast á fjórum árum Kostnaður danska ríkisins vegna hælisleitenda hefur þrefaldast á undanförnum fjórum árum. Erlent 3.8.2012 06:38 Þrjár farþegavélar rákust nær saman yfir Washington Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú hvernig á því stóð að þrjár farþegavélar næstum því rákust saman á flugi skammt frá Ronald Reagan flugvellinum í Washington á þriðjudaginn var. Erlent 3.8.2012 06:34 Allsherjarþing SÞ ætlar að fordæma öryggisráðið Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna mun greiða atkvæði í dag um ályktun þar sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er fordæmt fyrir að hafa ekki tekist að stöðva átökin í Sýrlandi. Erlent 3.8.2012 06:29 Elsti flóðhestur heimsins er dáinn Elsti flóðhestur heimsins er allur. Um var að ræða flóðhestinn Donnu sem verið hafði til sýnis í dýragarðinum í bænum Evansville í Indíana í Bandaríkjunum frá árinu 1956. Erlent 3.8.2012 06:26 Stradivarius fiðla lenti meðal óskilamuna á lögreglustöð Sá einstæði atburður átti sér stað í vikunni að Stradivarius fiðla lenti meðal óskilamuna á lögreglustöð í borginni Bern í Sviss. Erlent 3.8.2012 06:21 Annan hættir sem friðarsamningamaður Kofi Annan hefur sagt starfi sínu sem sérstakur friðarsamningamaður Arabandalagsins og Sameinuðu Þjóðanna lausu. Annan tilkynnti þetta í kvöld. Erlent 3.8.2012 01:16 Stórveldatafl iðkað í Sýrlandi Andstaða Rússa við að þrýsta á Assadstjórnina í Sýrlandi með refsiaðgerðum á sér djúpar sögulegar rætur og tengist hagsmunum gömlu stórveldanna. Guðsteinn Bjarnason ræddi við Hauk Hauksson stjórnmálafræðing sem búið hefur í Moskvu í tvo áratugi. Erlent 3.8.2012 00:15 Rís raunverulegur Júragarður í Ástralíu? Orðrómur er nú á kreiki um að umdeildur auðmaður frá Ástralíu muni brátt leggjast í framkvæmdir á raunverulegum Júragarði. Talið er vísindamenn sem komu að klónun kindarinnar Dolly vinni að verkefninu. Erlent 2.8.2012 23:34 Prometheus verður þríleikur Svo virðist sem að breski leikstjórinn Ridley Scott sé ekki reiðubúinn að yfirgefa söguheim Prometheus. Hann tilkynnti í dag að tvær framhaldsmyndir væru í bígerð. Erlent 2.8.2012 22:07 Óhugnanlegar myndir frá æfingum kínverskra barna Fjölmiðlar veltu því fyrir sér á dögunum hvort að Ye Shiwen, kínversk sundkona, sem sló heimsmet í 400 metra fjórsundi um meira en sekúndu, og synti hraðar en karlkyns sundkappi í sömu grein, hafi verið á ólöglegum lyfjum þegar hún sló heimsmetið. Erlent 2.8.2012 16:38 « ‹ ›
Fyrsta Gay-Pride í Víetnam Yfir hundrað reiðhjólamenn tóku þátt í fyrstu gay-pride hátíð Víetnama í dag og fóru þeir um höfuðborgina til að vekja athygli á réttindum samkynhneigðra. Erlent 5.8.2012 21:45
Sjö látnir - þar á meðal árásarmaður Að minnsta kosti sjö eru látnir, þar á meðal einn árásarmaður, í bænahúsi trúarsafnaðar í bænum Oak Creek í Wisconsin í Bandaríkjunum nú síðdegis. Tugir eru særðir eftir að maðurinn réðist þangað inn. Þetta staðfestir lögreglustjórinn í bænum. Sumar fréttir benda til þess að börn séu í gíslingu í kjallara trúarsafnaðarins en það hefur ekki fengið staðfest. Þá eru einhverjir fjölmiðlar sem halda því fram að aðeins einn árásarmaður hafi ráðist inn í bænahúsið en aðrir segja árásarmennina vera nokkra. Fregnir af málinu eru enn óljósar en fylgst verður með gangi mála hér á Vísi í kvöld. Erlent 5.8.2012 19:11
Skotárás í Wisconsin - einn látinn og börn í gíslingu Talið er að einn, hið minnsta, sé látnn eftir skotárás á trúarsöfnuð í bænum Oak Creek í Wisconsin í Bandaríkjunum nú fyrir stundu. Samkvæmt fréttastofunni CNN eru árásarmennirnir nokkrir og haldi nú hluta af söfnuðinum í gíslingu, þar á meðal nokkrum börnum. Málsatvik eru óljós en talið er að fjölmargir hafi verið skotnir. Fréttir benda til þess að árásarmennirnir hafi farið með börnin í kjallara trúarsafnaðirns þar sem þau eru í gíslingu. Nánari fréttir þegar þær berast. Um hundrað manns eru inni í húsnæðinu. Erlent 5.8.2012 17:42
Hitabeltisstormur við Jamaíka Hitabeltisstormurinn Ernesto gekk nærri landi við eyjuna Jamaíku í morgun en vindhraði stormsins er um hundrað kílómetra hraði á klukkustund. Mikil rigning fylgdi storminum á eyjunni í morgun og flyktust íbúar út í verslanir og keyptu vatn, brauð og niðursoðinn mat ef vera skildi að rafmagn færi af eyjunni. Veðurathugunarstöð bandaríkjanna fylgist grannt með gangi mál. Samkvæmt veðurspám er talið að stormurinn verði flokkaður sem fellibylur annað kvöld haldi hann áfram að stækka og eflast. Búist er við að stormurinn gangi yfir Cayman-eyjar á morgun, norðurhluta Hondúras á þriðjudag og Mexíkó á miðvikudag. Erlent 5.8.2012 15:11
Tugir fórust í sprengjuárás Minnst 35 eru látnir eftir sprengjuárás í borginni Jaar í Jemen, og hafa þar með tíu látist á sjúkrahúsi síðasta sólarhringinn af sárum sínum. Erlent 5.8.2012 10:45
50 ár frá dauða Monroe Hálf öld er í dag liðin frá því að bandaríska leikkonan Marilyn Monroe lést og er fjöldi dyggra aðdáenda þokkagyðjunnar nú samankominn í heimabæ hennar. Erlent 5.8.2012 10:36
Sprengjum rigndi í Aleppo í nótt Sprengjum stjórnarhersins í Sýrlandi hefur ringt yfir borgina Aleppo í nótt og í morgun. Fjöldi uppreisnarmanna hefur hörfað úr borginni en þeir sem eftir eru búa sig undir stórbardaga. Erlent 5.8.2012 09:30
Sendiherra Svíþjóðar rekinn Sendiherra Svíþjóðar í Hvíta-Rússlandi hefur verið rekinn úr landi. Að sögn Carl Bildts, utanríkisráðherra Svíþjóðar, er ástæðan sú að sendiherrann hafi sýnt mannréttindamálum of mikinn áhuga. Erlent 4.8.2012 22:30
Hollenskt Gay-Pride Hundruð þúsúndir manna komu saman við árbakka Amsterdam í dag. En þar var haldið upp á aðalhátíð Gay-pride vikunnar í borginni sem hefur það að markmiði að vekja athygli á réttindabaráttu samkynhneigðra. Erlent 4.8.2012 21:30
Stórbruni í Osló Slökkviliðsmenn í Osló hafa náð tökum á eldi sem kom upp í fjölbýlishúsi í miðborginni um klukkan hálf tvö í dag. Samkvæmt frétt Verdens Gang voru einhverjir íbúar blokkarinnar fluttir á brott en yfir tuttugu og fimm sjúkrabílar voru á staðnum og allt tiltækt slökkvilið. Á tímabili leit eldsvoðinn mjög illa út og óttuðust menn að hann næðist að berast um alla blokkina en slökkviliðsmenn náðu að koma í veg fyrir það. Erlent 4.8.2012 15:54
Stevie Wonder sækir um skilnað Söngvarinn Stevie Wonder hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni til ellefu ára, tískuhönnuðinum Kai Morris en saman eiga þau tvo syni, tíu og sjö ára. Breska götublaðið The Sun greinir frá því að hjónin hafi ekki búið saman síðustu þrjú ár og hefur söngvarinn farið fram á fullt forræði yfir sonunum. Wonder er sextíu og tveggja ára gamall en óljóst er hvort að eiginkonan fái hlut auðævum hans þar sem hann þjénaði nær allt sem hann á áður en þau giftu sig. Hann á sjö börn en tískuhönnuðurinn er hans önnur eiginkona. Erlent 4.8.2012 14:26
Blóðbað í Sýrlandi í morgun Þrettán hið minnsta hafa látið lífið í átökum í Damaskus og Aleppo í Sýrlandi það sem af er degi. Erlent 4.8.2012 12:00
Biður pönkurum vægðar Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvetur rússneska dómara til að fara mildum höndum um femínistana í pönkhljómsveitinni Pussy Riot, sem gerðu usla í helstu kirkju rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í Moskvu í vor. Erlent 4.8.2012 08:00
Allsherjarþingið fordæmir stjórn Assads Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fordæmir Sýrlandsstjórn fyrir að beita þungavopnum á almenning og skorar á öryggisráðið að grípa til aðgerða. Ísland er meðal þeirra ríkja sem stóðu að ályktuninni, sem 133 ríki samþykktu. Erlent 4.8.2012 00:15
Níræður stangastökkvari sló heimsmet Á meðan bestu íþróttamenn veraldar etja kappi í Lundúnum heldur hinn 90 ára gamli William Bell áfram að setja heimsmet litlum skúr í Arkansas í Bandaríkjunum. Erlent 3.8.2012 22:30
Allsherjarþing fordæmir öryggisráð Fulltrúar á Allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna samþykktu í dag ályktun þar sem öryggisráðið er fordæmt fyrir að bregðast ekki við óöldinni í Sýrlandi. Erlent 3.8.2012 17:25
Beyoncé leiðir herferð fyrir mannúðarstarf Beyoncé verður í broddi fylkingar í herferð sem Sameinuðu Þjóðirnar hófu í dag til að hvetja fólk til að vinna að velferð annarra. Á alþjóðlega degi mannúðarstarfs, sem verður 19. ágúst, er vonast til að herferðin hafi náð til eins milljarðs manna. Erlent 3.8.2012 16:45
Móðir Assange óttast að sonur sinn hljóti dauðarefsingu Móðir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, fullyrðir að málatilbúnaðurinn á hendur syni sínum séu pólitískar ofsóknir. Hún hefur áhyggjur af því að hann verði dæmdur til dauða ef hann verður framseldur til Bandaríkjanna. Hún hitti forseta Ekvador á miðvikudaginn, en Assange hefur sótt um pólitískt hæli í Ekvador. Erlent 3.8.2012 10:38
Allar skýrslur FBI um Marilyn Monroe eru horfnar Allar skýrslur bandarísku alríkislögreglunnar FBI um leikkonuna Marilyn Monroe eru horfnar. Það sama gildir um Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna en þar finnst hvorki tangur né tetur af skjölum FBI. Erlent 3.8.2012 07:44
Putin vill væga dóma yfir Pussy Riot Vladimir Putin forseti Rússlands segir að stúkurnar þrjár í pönkhljómsveitinni Pussy Riot eigi ekki að hljóta þunga dóma fyrir mótmælaaðgerðir þeirra gegn sér. Erlent 3.8.2012 06:45
Kostnaður vegna hælisleitenda þrefaldast á fjórum árum Kostnaður danska ríkisins vegna hælisleitenda hefur þrefaldast á undanförnum fjórum árum. Erlent 3.8.2012 06:38
Þrjár farþegavélar rákust nær saman yfir Washington Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú hvernig á því stóð að þrjár farþegavélar næstum því rákust saman á flugi skammt frá Ronald Reagan flugvellinum í Washington á þriðjudaginn var. Erlent 3.8.2012 06:34
Allsherjarþing SÞ ætlar að fordæma öryggisráðið Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna mun greiða atkvæði í dag um ályktun þar sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er fordæmt fyrir að hafa ekki tekist að stöðva átökin í Sýrlandi. Erlent 3.8.2012 06:29
Elsti flóðhestur heimsins er dáinn Elsti flóðhestur heimsins er allur. Um var að ræða flóðhestinn Donnu sem verið hafði til sýnis í dýragarðinum í bænum Evansville í Indíana í Bandaríkjunum frá árinu 1956. Erlent 3.8.2012 06:26
Stradivarius fiðla lenti meðal óskilamuna á lögreglustöð Sá einstæði atburður átti sér stað í vikunni að Stradivarius fiðla lenti meðal óskilamuna á lögreglustöð í borginni Bern í Sviss. Erlent 3.8.2012 06:21
Annan hættir sem friðarsamningamaður Kofi Annan hefur sagt starfi sínu sem sérstakur friðarsamningamaður Arabandalagsins og Sameinuðu Þjóðanna lausu. Annan tilkynnti þetta í kvöld. Erlent 3.8.2012 01:16
Stórveldatafl iðkað í Sýrlandi Andstaða Rússa við að þrýsta á Assadstjórnina í Sýrlandi með refsiaðgerðum á sér djúpar sögulegar rætur og tengist hagsmunum gömlu stórveldanna. Guðsteinn Bjarnason ræddi við Hauk Hauksson stjórnmálafræðing sem búið hefur í Moskvu í tvo áratugi. Erlent 3.8.2012 00:15
Rís raunverulegur Júragarður í Ástralíu? Orðrómur er nú á kreiki um að umdeildur auðmaður frá Ástralíu muni brátt leggjast í framkvæmdir á raunverulegum Júragarði. Talið er vísindamenn sem komu að klónun kindarinnar Dolly vinni að verkefninu. Erlent 2.8.2012 23:34
Prometheus verður þríleikur Svo virðist sem að breski leikstjórinn Ridley Scott sé ekki reiðubúinn að yfirgefa söguheim Prometheus. Hann tilkynnti í dag að tvær framhaldsmyndir væru í bígerð. Erlent 2.8.2012 22:07
Óhugnanlegar myndir frá æfingum kínverskra barna Fjölmiðlar veltu því fyrir sér á dögunum hvort að Ye Shiwen, kínversk sundkona, sem sló heimsmet í 400 metra fjórsundi um meira en sekúndu, og synti hraðar en karlkyns sundkappi í sömu grein, hafi verið á ólöglegum lyfjum þegar hún sló heimsmetið. Erlent 2.8.2012 16:38