Erlent

Romney reynir að bjarga sér

Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins, reynir nú að beina athygli kjósenda að efnahagsmálunum og lofar þremur milljónum nýrra starfa, meðal annars með því að heimila boranir eftir olíu á fleiri svæðum út af strönd Virginíu og Norður-Kaliforníu.

Erlent

Vill reyklausa Kaupmannahöfn

Ný áætlun borgarstjórnar Kaupmannahafnar gerir ráð fyrir því að borgin verði svo gott sem reyklaus árið 2025, eftir þrettán ár. Tíu milljónir danskra króna hafa verið lagðar í verkefnið.

Erlent

Zuma hvetur til friðsemdar

Meira en þúsund manns komu saman á minningarathöfn um 34 námuverkamenn, sem féllu fyrir hendi lögreglumanna í síðustu viku.

Erlent

Dómurinn kveðinn upp á morgun

Spurningunni um sakhæfi norska fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik verður svarað á morgun. Breivik hefur ítrekað lýst því yfir að hann sé sakhæfur á meðan saksóknari í máli hans krefst þess að hann verði vistaður á geðdeild um ókomin ár.

Erlent

Mark David Chapman synjað um reynslulausn

Skilorðsnefnd fangelsismálastofnunar í New York hafnaði í dag í sjöunda skiptið að sleppa Mark David Chapman lausum, en hann myrti tónlistarmanninn John Lennon í desember árið 1980.

Erlent

Reknir af Ólympíuleikum fatlaðra

Þremur Jórdönum sem áttu að keppa í kraftlyftingum á Ólympíuleikum fatlaðra í Lundúnum í næstu viku hefur verið meinuð þátttaka vegna meintra kynferðisafbrota. Tveir mannanna eru grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn börnum.

Erlent

Ferðamenn fórust í flugslysi

Tveir kenískir flugmenn og tveir þýskir ferðamenn fórust þegar lítil flugvél fórst í grennd við Masai Mara-garðinn í Kenýa í gær. Ellefu farþegar voru um borð í vélinni, fimm Þjóðverjar, fjórir bandaríkjamenn og tveir tjékkar, að því er AFP-fréttastofan greinir frá. Þrír eru alvarlega slasaðir. Vélin var á leið með ferðamennina á einn vinsælasta ferðamannastað Afríku. Ekki er vitað hvað olli slysinu, en vélin hrapaði stuttu eftir flugtak.

Erlent

Nina Bawden látin

Rithöfundurinn Nina Bawden er látin áttatíu og sjö ára að aldri en hún er hvað þekktust fyrir skáldsöguna Carrie's War. Bókin náði miklum vinsældum á áttunda áratugnum en hún fjallaði um flótta hennar úr síðari heimstyrjöldinni til suður-Wales. Hún skrifaði yfir fimmtíu bækur fyrir fullorðna og börn. Fyrir tíu árum lenti hún í lestarslysi þar sem eiginmaður hennar lést. Samkvæmt fréttavef BBC lést Bawden á heimili sínu í Lundúnum í gærkvöldi, umvafin fjölskyldu og ástvinum.

Erlent

Tortryggni sem jókst stig af stigi

Vantrú Julians Assange á sænsku réttarfari kemur mörgum undarlega fyrir sjónir, en á sér engu að síður aðdraganda og ástæður. Kristinn Hrafnsson segir málið aldrei hætta að koma sér á óvart.

Erlent

Verkföll í fleiri námum í S-Afríku

Verkföll suður-afrískra námuverkamanna hafa breiðst út með því að verkamenn í tveimur námum til viðbótar kalla eftir hærri launum. Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, heimsótti í gær námu þar sem lögregla skaut 34 og særði 78 þann 16. ágúst.

Erlent

Amnesty: Óbreyttir borgarar skotmörk í Aleppo

Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa birt skýrslu um átökin í Aleppo, fjölmennustu borg Sýrlands. Uppreisnarmenn og öryggissveitir yfirvalda hafa barist um yfirráð yfir borginni í rúman mánuð en Aleppo er sögð gegna veigamiklu hernaðarlegu hlutverki og gæti ráðið úrslitum um niðurstöðu stjórnarbyltingarinnar í Sýrlandi.

Erlent

Curiosity rúntar um yfirborð Mars

Vitjeppinn Curiosity fór í sínu fyrstu ökuferð um Mars í dag. Rúnturinn var þó stuttur og tók aðeins sextán mínútur. Síðustu daga hefur Curiosity farið yfir hugbúnað og tækjakost sinn. Fyrr í vikunni notaði hann ChemCam greiningartólið í fyrsta sinn en það rýnir í berg rauðu plánetunnar með leysigeisla.

Erlent

Velviljuð kona eyðilagði aldagamla fresku

Níræðri konu í smábænum Zaragoza á Spáni tókst að eyðileggja mikil menningarverðmæti á dögunum. Íbúar Zaragoza syrgja nú 120 ára gamla fresku í kirkju bæjarins. Sú gamla ákvað að lífga upp á myndina, viðgerðin gekk þó ekki sem skildi.

Erlent

Madeline prjónaði sex þúsund ungbarnahúfur

Hin 89 ára gamla Madeline Umhoefer er orðin að hálfgerðri goðsögn í heimabæ sínum í Bandaríkjunum. Hún var á unglingsaldri þegar hún lærði að prjóna. Síðan þá hefur hún prjónað ungbarnahúfur af miklum móð.

Erlent

Sárasótt skekur klámmyndaiðnaðinn

Bandarískt fyrirtæki sem sér um dreifingu á fullorðinsmyndum tilkynnti í gær að framleiðsla á slíkum myndum í Los Angeles yrði hætt tímabundið eftir að einn leikaranna greindist með sárasótt, en það er sjúkdómur sem getur blossað upp eftir að fólk gamnar sér saman.

Erlent

Einbirnum hættara við ofþyngd

Börn sem ekki eiga systkini eru í helmingi meiri hættu en önnur börn á að verða feit. Þetta eru niðurstöður alþjóðlegrar könnunar á vegum vísindamanna við háskólann í Gautaborg í Svíþjóð. Norsk rannsókn hafði áður leitt í ljós samband milli ofþyngdar og einbirna, að því er kemur fram á fréttavef Dagens Nyheter.

Erlent

Hákarlar syntu í kringum ömmuna

Hin sextíu og þriggja ára Diana Nyad þurfti að játa sig sigraða í gærkvöldi þegar hún reyndi að synda frá Kúbu til Bandaríkjanna eftir að hún var stungin af marglyttu. Auk þess voru nokkrir hákarlar farnir að hringsóla í kringum hana.

Erlent

Skilnaðurinn genginn í gegn

Skilnaður Tom Cruise og Katie Holmes er genginn í gegn lögformlega, eftir því sem E! sjónvarpsstöðin greindi frá í gærkvöld. Sjónvarpsstöðin hafði eftir heimildarmanni sem var náinn vinur Cruise að hann væri mjög ánægður og honum væri létt yfir því að nú gæti hann horft fram á veginn. Hann myndi leggja allt kapp á að standa sig í föðurhlutverkinu.

Erlent

Stuðningsmenn Romney gætu verið í hættu

Hætta getur stafað af hitabeltisstorminum Isaac, sem nú er að myndast á karabískahafinu, fyrir Flórída-ríki í Bandaríkjunum í næstu viku. Samkvæmt mælingum veðurfræðinga verður stormurinn orðinn að fellibyl á næstu dögum.

Erlent

Hótaði að drepa Obama

Bandaríska leyniþjónustan handtók rúmlega þrítugan karlmann í borginni Seattle í gær sem er grunaður um að hafa hótað Barack Obama, bandaríkjaforseta, lífláti í tölvupósti á dögunum.

Erlent

Bregðast þarf við þurrkum

Alþjóðlega veðurfræðistofnunin segir nauðsynlegt að ríki heims komi sér saman um skynsamleg viðbrögð við þurrkum, sem eru óvenju miklir þetta árið og hafa áhrif á matvælaverð um heim allan.

Erlent