Enski boltinn

Terry biðst afsökunar

John Terry sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann viðurkennir að hann hafi notað óviðeigandi orðbragð í leik Chelsea og QPR á síðasta tímabili.

Enski boltinn

Reina meiddist í upphitun

Pepe Reina, markvörður Liverpool, gæti misst af leik liðsins gegn Reading um helgina þar sem hann meiddist í upphitun fyrir leik Spánverja og Frakka í gær.

Enski boltinn

Koscielny: Suarez er svindlari

Það standa ansi mörg spjót að úrúgvæska framherjanum Luis Suarez, leikmanni Liverpool, en hann er gagnrýndur úr öllum áttum fyrir leikaraskap og annað miður gott.

Enski boltinn

Fernandes stendur með Hughes

Tony Fernandes stjórnarformaður Queens Park Rangers segir starf Mark Hughes knattspyrnustjóra félagsins vera öruggt þrátt fyrir vandræði félagsins á botni ensku úrvalsdeildarinnar.

Enski boltinn

Lampard og Bertrand ekki með gegn Póllandi

Chelsea samherjarnir Frank Lampard og Ryan Bertrand verða ekki með enska landsliðinu í fótbolta sem mætir Póllandi á þriðjudaginn vegna meiðsla. Félagarnir voru ekki með Englandi sem sigraði San Marino á föstudaginn en Roy Hodgson hafði vonað að þeir yrðu leikfærir á þriðjudaginn.

Enski boltinn

Framtíð Anfield gæti ráðist á morgun

Framtíð Anfield, heimavallar enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool, gæti skýrst á morgun þegar borgarráð Liverpool fundar um framtíðarskipulag hverfisins í kringum leikvanginn. Liverpool vill frekar stækka völlinn en byggja nýjan völl á öðrum stað.

Enski boltinn

Kagawa: Hef þurft að passa mig í Manchester

Shinji Kagawa tryggði japanska landsliðinu 1-0 sigur á Frökkum í vináttulandsleik á föstudagskvöldið en þessi leikmaður Manchester United hefur byrjað vel hjá enska félaginu og blaðamenn eru þegar farnir að sjá hann fyrir sér hjá félögum eins og Barcelona eða Paris St. Germain.

Enski boltinn

Afmælisveisla hjá Arsenalklúbbnum í dag

Arsenalklúbburinn hefur boðað til afmælisfagnaðar í Ölveri í Glæsibæ klukkan 14.00 í dag í tilefni þess að stuðningsmannaklúbbur Arsenal á Íslandi er orðin 30 ára gamall. Selfyssingarnir Kjartan Björnsson og Hilmar Hólmgeirsson, nú bílasali í Reykjavík, stofnuðu klúbbinn 15. október 1982.

Enski boltinn

Rooney fór upp fyrir Shearer

Wayne Rooney skoraði tvö mörk í 5-0 sigrinum á San Marínó í undankeppni HM í gær en þetta var í fyrsta sinn sem hann var fyrirliði enska landsliðsins í keppnisleik. Rooney skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu en hann hefur nú skorað 31 mark í 77 landsleikjum með enska liðinu.

Enski boltinn

Pardew heldur örugglega ekki með Senegal á morgun

Alan Pardew, knattspyrnustjóri Newcastle United, gæti misst báða aðalmarkaskorara sína í janúar takist landsliði Senegal að tryggja sér sæti í lokaúrslitum Afríkukeppninnar. Senegal mætir Fílabeinsströndinni um helgina í leik sem ræður til um hvort liðið verður með í Afríkukeppninni og Pardew heldur örugglega ekki með Senegal í þessum leik.

Enski boltinn

Framlínusveit Liverpool orðin þunnskipuð

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, hefur ekki úr miklu að velja þegar kemur að sóknarmönnum liðsins því eftir að Fabio Borini meiddist á æfingu með 21 árs landsliði Ítala þá er Luis Suarez eini þekkti framherji liðsins.

Enski boltinn

Frá Barcelona til Barnet

Hollendingurinn Edgar Davids er búinn að taka skóna af hillunni en þessi 39 ára gamli leikmaður ætlar að vera spilandi þjálfari hjá enska d-deildarliðinu Barnet það sem eftir lifir þessa tímabils. Liðið þarf á liðstyrk að halda enda í hættu að falla úr ensku deildarkeppninni.

Enski boltinn

Rooney: Steven Gerrard hefur haft mikil áhrif á mig

Wayne Rooney lofar því að hafa stjórn á skapi sínu inn á vellinum en í kvöld verður hann í fyrsta sinn fyrirliði enska landsliðsins í alvörulandsleik. Englendingar taka þá á móti San Marinó á Wembley og er leikurinn í beinni í Stöð 2 Sport.

Enski boltinn

Agger með Liverpool-húðflúr á hnúunum

Danski landsliðsfyrirliðinn Daniel Agger hefur lýst yfir tryggð við Liverpool með táknrænum hætti. Það er ekki nóg með að hann skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning við félagið á dögunum þá fékk hann sér einnig Liverpool-húðflúr á hnúana.

Enski boltinn

Rooney verður með fyrirliðabandið á morgun

Wayne Rooney verður fyrirliði enska fótboltalandsliðsins í leiknum á móti San Marínó í undankeppni HM 2014 sem fer fram á Wembley á morgun. Steven Gerrard er í banni í leiknum og Frank Lampard er meiddur og því varð Roy Hodgson að finna sér nýjan fyrirliða.

Enski boltinn

Frank Lampard missir af San Marínó leiknum

Chelsea-maðurinn Frank Lampard getur ekki spilað með enska landsliðinu á móti San Marínó á Wembley á morgun en þjóðirnar mætast þá í undankeppni HM og verður leikurinn sýndur í beinni á Stöð 2 Sport.

Enski boltinn