Enski boltinn

Tilkynnti uppsögn í beinni sjónvarpsútsendingu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Fabrizio Piccareta stýrði enska C-deildarliðinu í Swindon í aðeins einum leik áður en hann tilkynnti að hann myndi hætta hjá félaginu.

Piccareta var aðstoðarstjóri Paolo Di Canio sem hætti á mánudaginn þar sem að kaup nýrra eigenda á félaginu gengu ekki í gegn innan settra marka.

Piccareta tók því við liðinu fyrir leik liðsins gegn Tranmere í gær. Swindon vann, 3-1, og tyllti sér þar með á topp deildarinnar.

Í viðtali á Sky Sports eftir leikinn tilkynnti Piccareta að hvorki hann né aðrir í þjálfaraliði Di Canio myndu halda áfram hjá félaginu.

„Afrek þessa frábæra liðs hér í kvöld er afrakstur aðeins eins manns - Paolo Di Canio," sagði Piccareta, sem þó afrekaði að skilja við liðið með 100 prósenta árangur og í efsta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×