Enski boltinn

Ferguson: Mátt ekki snerta andstæðinginn í Þýskalandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kagawa kemur hér af velli í leiknum gegn Real Madrid.
Kagawa kemur hér af velli í leiknum gegn Real Madrid. Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að það hafi reynst erfitt fyrir Shinji Kagawa að aðlagast enska boltanum.

Kagawa kom í sumar frá Dortmund í Þýskalandi fyrir 19,7 milljónir punda en hefur þó átt erfitt með meiðsli. Hann hefur komið við sögu í ellefu leikjum United í ensku úrvalsdeildinni.

„Munurinn á þýska boltanum og þeim enska er að í Þýskalandi máttu ekki brjóta af þér. Þú mátt ekki snerta andstæðinginn. Þetta er því breytt umhverfi fyrir Kagawa sem hefur reynst honum erfitt," sagði Ferguson.

„En hann verður betri á næsta ári. Mér fannst hann frábær í fyrri hálfleiknum gegn Real Madrid [í Meistaradeild Evrópu]."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×