Enski boltinn

Kolo Toure fer frá City í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Kolo Toure hefur greint frá því að hann muni yfirgefa herbúðir Manchester City þegar samningur hans rennur út í sumar.

Toure er 31 árs gamall en hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá City á undanförnum misserum.

„Umboðsmaður minn er að vinna í þessum málum. Ég er enn leikmaður City og mun gera allt sem ég get til að hjálpa liðinu að vinna titla," sagði hann.

„Mér hefur alltaf líkað vel við ensku úrvalsdeildina og vil áfram spila í bestu deildunum. Það er þó óvíst hvað tekur við hjá mér. Ég verði ekki áfram hjá City en minn fyrsti kostur væri að vera áfram í Englandi."

Toure kom til City frá Arsenal árið 2009 en bróðir hans, Yaya Toure, er einnig á mála hjá City. Hann féll á lyfjaprófi í mars árið 2011 og var þá dæmdur í sex mánaða bann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×