Enski boltinn

Di Canio hættur hjá Swindon

Di Canio er í atvinnuleit.
Di Canio er í atvinnuleit.
Ítalski skaphundurinn Paolo di Canio sagði af sér sem stjóri enska C-deldarliðsins Swindon í kvöld. Ósættiv ið stjórn félagsins er ástæðan fyrir því að hann er hættur.

"Það hafa mörg loforð verið svikin af félaginu síðan ég byrjaði að vinna hérna," sagði Di Canio en hafði áður lýst því yfir að vinnuumhverfið hjá félaginu væri slæmt.

Di Canio vildi fá að vita með vissu hvað hann mætti eyða miklu í leikmenn. Nýir eigendur taka líklega við félaginu á morgun þannig að margir eru hissa á því að hann skuli segja upp í kvöld.

Swindon er í sjötta sæti C-deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×