Enski boltinn

Mancini: Ég er besti stjóri Englands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Roberto Mancini segir að hann sé besti knattspyrnustjórinn að störfum í Englandi og að hann óttist það ekki að missa starf sitt hjá Manchester City.

City er nú tólf stigum á eftir Manchester United á toppi deildarinnar en komnir áfram í fjórðungsúrslit ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið komst þó ekki áfram úr riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

„Ég er besti stjóri Englands yfir síðustu fimmtán mánuðina," sagði Mancini sem hefur gert City að bæði enskum bikarmeisturum og deildarmeisturum.

„Ég hef unnið deildina einu sinni, bikarinn einu sinni og samfélagsskjöldinn einu sinni. Það er enginn annar knattspyrnustjóri sem hefur unnið það síðustu fimmtán mánuðina."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×